Fríkirkjan í Hafnarfirði Kirkja

<p><a href="http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=Fr%C3%ADkirkjan%20%C3%AD%20Hafnarfirði&filter=1023&typeID=0">Sjá skráningu í Sarpi</a></p> <p>Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði er evangelísk- lúterskur söfnuður og starfar á sama kenningargrundvelli og Þjóðkirkja Íslands. Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði var stofnaður á Sumardaginn fyrsta árið 1913 og var aðalmarkmiðið með stofnun hans að reisa kirkju í Hafnarfirði sem þá var vaxandi kaupstaður en þá hafði engin kirkja verið í Hafnarfirði um aldir. Fram til þess tíma höfðu hafnfirðingar átt kirkjusókn að Görðum á Álftanesi og þótti mörgum það löng leið að sækja þangað kirkju.<p>Sumarið 1913 var hafist handa við að reisa þessa fyrstu kirkju Hafnfirðinga og sóttist verkið svo vel að kirkjan var vígð 14. desember sama ár. </p> <p>Fyrsti prestur kirkjunnar var sr. Ólafur Ólafsson sem jafnframt þjónaði Fríkirkjunni í Reykjavík og fyrsti formaður safnaðarstjórnar var Jóhannes Reykdal verksmiðjueigandi hér í Hafnarfirði. Davíð Kristjánsson trésmíðameistari teiknaði kirkjuna og fyrirtækið Dvergur sá um framkvæmdir.</p> <p>Árið 1931 fóru fram talsverðar endurbætur á kirkjunni. Turn kirkjunnar var stækkaður og kórinn byggður við og fékk núverandi mynd. Teikningar að kór og turni gerði Guðmundur Einarsson trésmíðameistari. Árið 1982 voru smíðaðar fjórar viðbyggingar við kirkjuna, skrúðhús og anddyri við bakdyr og biðherbergi og snyrting við forkirkju. Teikningar gerði Óli G.H. Þórðarson arkitekt.</p> <p>Umfangsmestu endurbæturnar á kirkjunni fóru svo fram sumarið og haustið 1998. Þá var kirkjan öll endurnýjuð að innan. Kirkjan var þá að nýju klædd með panel og skipt var um gólfefni svo fátt eitt sé nefnt. Umsjón með breytingunum höfðu Þorsteinn Gunnarsson arkitekt og verkfræðistofan Línuhönnun. Verktakar voru fyrirtækið Gamlhús. Kirkjan var endurvígð af biskup Íslands, hr. Karli Sigurbjörnssyni, 13. desember 1998.<p>Heimild: Upplýsingar teknar af vef kirkjunnar: http://www.frikirkja.is/</p> <p>Kirkjan rúmar í sæti um 350 manns. Um leið og kirkjan var reist var lögð í hana rafmagnsleiðsla enda þótt litlar líkur væru fyrir því, að raforka væri þá fáanleg til lýsingar í kirkjunni, því um þær mundir gat rafmagnsstöð Hafnarfjarðar ekki fullnægt þörfum bæjarbúa. En safnaðarmenn sáu ráð til þess að bæta úr þessu. Þeir tóku sig saman um að spara ljós á heimilum sínum, þegar var þörf á ljósi í kirkjunni. Með þeim hætti fengu þeir næga orku til þess að lýsa hana. </p> <p<Mun hér vera að ræða um fyrstu kirkjuraflýsingu hér á landi, og þess má ennfremur geta, að frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, barst landsmönnum fyrst guðsþjónusta á öldum útvarpsins. ( Þetta mun hafa verið á Sjómannadaginn árið 1926. Einkarekin útvarpsstöð, starfrækt í Reykjavík, útvarpaði messunni en þetta var fyrir daga Ríkisútvarpsins). ( heimild: http://frikirkja.is/pages/446-sagan</p>

Orgel

Heiti Frá Til
Fríkirkjan í Hafnarfirði: 1. pípuorgel 1955 Ekki skráð
Fríkirkjan í Hafnarfirði Ekki skráð Ekki skráð

Fólk

Skjöl


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 10.12.2018