Kópsvatn Heimilisfang

<p>Í elstu heimildum er jörðin kölluð Kóksvatn. Nafnbreyting sennilega orðið um 1700. Landrými jarðarinnar er í góðu meðallagi. Mikill hluti landsins er grasgefið mýrlendi, og var vetrarbeit þar með ágætum, einkum fyrir horss og sauði. Nokkur hluti landsins er lágir ásar og hæðadrög með valllendisgróðri. Allgott og skjólsamt beitiland. Þurrlendi til ræktunar er nokkuð, einkum meðfram Hvítá. En aðalræktunarlandið er á framræstum mýrum, og er mýrlendið nú að verulegu leyti þurrkað og tekið til ræktunar að nokkru. Dálítið vatn er vestan við túnið, - Kóks- eða Kópsvatn. Mótak var nytjað áður fyrr. Veiðiréttur í Hvítá. Landið er afgirtað mestu.</p> <p style="text-align: right;">Sunnlenskar byggðir I, bls. 311. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.</p>

Fólk

Færslur: 6

Nafn Tengsl
Bjarni Jónsson Uppruni og heimili
Guðmundur Jónsson Uppruni og heimili
Guðrún Guðmundsdóttir Heimili
Magnús Guðni Jónsson Uppruni og heimili
Marinó Andrés Kristjánsson Heimili
María Hansdóttir Uppruni og heimili

Tengd hljóðrit


Uppfært 4.12.2014