Hótel Saga Skemmtistaður

<p>Lýsing á Hótel Sögu í Frjálsri verslun 1. september 1975 gefur hugmynd um staðinn á þeim tíma:</p> <blockquote>Hótel Saga er veitinga- og skemmtistaður við Hagatorg. Stjörnusalur, sem tekur 150 gesti, er alltaf opinn frá kl. 8 til 23,30. í hádeginu liggur þar alltaf fyrir matseðill dagsins með ódýrum réttum og á veturna er þar framreiddur svonefndur heimilistnatur á sanngjörnu verði. Á kvöldin er hægt að velja úr tveim til þrem kvöldréttum, sem eru ódýrari en sérréttir. Annars eru um 50 sérréttir á matseðlinum. Mímisbar á 1. hæð er opinn öll kvöld nema miðvikudagskvöld. Súlnasalur, sem er aðal samkomusalurinn, er opinn föstudags-, laug- ardags- og sunnudagskvöld, nema þegar einkasamkvæmi eru þar. Tveir hliðarsalir eru út úr Súlnasal, en samanlagðir rúma salirnir 870 gesti. Lækjarhvammur og Átthagasalur eru samliggjandi ef vill og rúma saman 230 gesti. Þeir eru leigðir út til funda, ráðstefna og einkasamkvæma. Það eru einnig Súlnasalur og hliðarsalir hans. í Súlnasal leikur hljómsveit danshljómlist fyrir fólk á öllum aldri, en lágmarksaldur gesta er 20 ár. Matur er ekki seldur út frá Sögu. <br><br> 150 rúm eru í 90 herbergjum hótelsins og í tengslum við það er þjónusta svo sem gufubað, nuddstofa, banki, hár- greiðslustofa, snyrtistofa, hárskeri o.fl. 30 til 100 manns starfar við þjónustu á Sögu og eru barir sex. Í athugun er, þegar Flugfélag íslands flytur skrifstofur sínar út úr húsinu, að auka gistirými og byggja við húsið yfir kaffiteríu og bætta fundaaðstöðu.</blockquote>

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 17.12.2015