Hvammur Heimilisfang

Nýbýli byggt úr Grafarlandi árið 1929 af þeim hjónum Elínu Guðjónsdóttur og Helga Kjartanssyni. Býlið er landlítið og að mestu þurrlendi. Þurrlendið er einkum á lágum ásum og velllendismóum. Í ásunum er allgott beitiland á sumrin. Engjalönd voru lítil og rýr. Ræktunarland er gott, bæði á þurrum móum og á mýrlendi, sem liggur vel við framræslu. Mikill jarðhiti fylgir jörinni og garðlönd eru með ágætum. Veiðréttur er í Litlu-Láxá. Landið er afgirt.

Árið 1958 er Hvammi skipt og gerður að tveimur lögbýlum, Hvammi I og Hvammi II.

Sunnlenskar byggðir I, bls. 246. Búnaðarsamband Suðurlands 1980.

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Elín Guðjónsdóttir Heimili
Helgi Kjartansson Heimili

Tengd hljóðrit


Uppfært 3.12.2014