Þönglabakkakirkja Kirkja

Þönglabakkakirkja er ósýnileg kirkja. Hún var tekin ofan árið 1944. Þá var engin byggð lengur í Fjörðum og sóknarbörnin öll flutt í aðrar sóknir. Austanvert í kirkjugarðinum mótar enn fyrir grunni kirkjunnar. Þar var sungin messa sunnudaginn 27. júlí 2008. 160 sóttu messu. Var þá ákveðið að messað skyldi ár hvert síðasta sunnudag í júlí. Þönglabakkakirkja var til forna helguð Ólafi helga. Ólafsmessa er 29. júlí og ræður það messudeginum. Áhugahópur um messuhald á Þönglabakka og varðveislu Fjörðungasögu stendur að baki helgihalds á Þönglabakka.

Fólk

Færslur: 26

Nafn Tengsl
Árni Jóhannesson Prestur, 28.09.1888-1902
Árni Jónsson Prestur, 14.10.1630-1649
Benjamín Jónsson Prestur, 15.04.1779-1790
Bjarni Jónsson Prestur, 1649-1671
Björn Þorvaldsson Prestur, 25.03.1830-1836
Einar B. Sívertsen Prestur, 22.04.1844-1856
Einar Grímsson Prestur, 17.04.1790-1804
Eiríkur Þorleifsson Prestur, 1805-1812
Finnur Þorsteinsson Prestur, 1857-1861
Guðmundur Jónsson Prestur, 1693-1696
Guðmundur Jónsson Aukaprestur, 1694-1696
Guðmundur Þorláksson Prestur, 13.10.1702-1737
Hálfdan Gamlason Prestur, 1600-1630
Jón Guðbrandsson Prestur, 1697-1702
Jón Guðmundsson Aukaprestur, 05.06.1735-1737
Prestur, 1737-1767
Jón J. Reykjalín Prestur, 14.04.1863-1873
Prestur, 17.04.1875-1888
Kolbeinn Gamlason Prestur, 1596-1600
Kristján Þorsteinsson Prestur, 1812-1819
Magnús Sigurðsson Prestur, 11.12.1839-1844
Ólafur Magnússon Prestur, 1460-1467
Páll Halldórsson Prestur, 02.04.1836-1839
Sigurður Grímsson Prestur, 27.11.1819-1830
Sigurður Gunnlaugsson Prestur, 1671-1685
Sigurður Jónsson Prestur, 20.06. 1893-1902
Snæbjörn Halldórsson Prestur, 01.10.1767-1779
Þorkell Þórðarson Prestur, 1683-1693

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Gunnlaugur V. Snævarr uppfærði 2.11.2017