Snæfellsbær Sveitarfélag

<p>Sveitarfélagið Snæfellsbær varð til árið 1994 við sameiningu Ólafsvíkur, Neshrepps utan Ennis, Staðarsveitar og Breiðuvíkur. Áður hafði Fróðárhreppur sameinast Ólafsvíkurkaupstað. Þar með voru öll sveitarfélögin í kringum Snæfellsjökul sameinuð í eitt.</p> <p>Í Snæfellsbæ búa um það bil 1730 manns, flestir í þéttbýliskjörnunum Ólafsvík, Rifi og Hellissandi. Útgerð og fiskvinnsla eru aðalatvinnuvegirnir og er gert út frá þremur stöðum, þ.e. frá Ólafsvík, Rifi og Arnarstapa.</p> <p>Í sveitarfélaginu eru grunnskóli með starfstöðvar á Hellissandi (1.- 4. bekkur), Ólafsvík (5.- 10. bekkur) og á Lýsuhóli. Þar eru einnig tveir leikskólar og tónlistarskóli. Snæfellsbær, ásamt hinum sveitarfélögunum á Snæfellsnesi, stendur að Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, en jafnframt að byggðasamlagi um Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.</p> <p>Í Ólafsvík er stórt og nýbyggt íþróttahús og sundlaug, sem byrjað er að endurnýja nú, sumarið 2013. Þar verður gerð útiaðstaða með heitum pottum, en jafnframt verður sundlaugin og sundlaugarhúsið sjálft mikið endurnýjað.</p> <p>Í Snæfellsbæ er öflugt félagslíf og íþróttalíf, góð þjónusta við íbúa og mikil nálægð við náttúruna. Hér er allt til alls og gott að búa.</p> <p align="right">Af FaceBook-síðu Snæfellsbæjar (21. janúar 2015).</p>

Fólk

Sýna fólk tengt stöðum undir þessum stað.

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Kristín Anna Hermannsdóttir uppfærði 20.06.2019