Tónskóli Austur-Skaftafellssýslu Tónlistarskóli

Þann 1. desember 1969 var Tónlistarskóli Hafnarkauptúns settur í fyrsta sinn. Tveir kennarar þau Sigjón Bjarnason og Magnhildur Gísladóttir voru ráðin til starfa og hófst kennsla 8. des. sama ár en á milli 40 og 50 nemendur voru skráðir við skólann. Kennt var í safnaðarheimili Hafnarkirkju. 10 árum síðar fluttist skólinn í Sindrabæ og hefur verið þar síðan. Árið 1981 var samþykkt í skólanefnd tillaga Hauks Þorvaldssonar um að breyta nafni skólans í Tónskóla A-Skaft. en þá hafði Egill Jónsson þáverandi skólastjóri fært starfsemina inn í sveitirnar og þar voru stofnuð útibú frá skólanum.

Eftir sameiningu sveitarfélaganna og fækkun grunnskólanna hefur starfsemi tónskólans flust að mestu leyti á Höfn en starfrækt er útibú í Hofgarði í Öræfum.

2008 ákveður bæjarstjórn að afhenda tónskólanum allt húsnæði Sindrabæjar undir sína starfssemi og gera endurbætur á húsnæðinu í þágu skólans.Skólinn hefur því 7 kennslustofur til umráða, einn ráðstefnusal með 50 sætum og tónleikasal. Auk þess er skrifstofa skólastjóra, kaffistofa, nótna og ljósritunarstofa auk geymslurýmis.

Af vef Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu (19. janúar 2015).

Fólk

Færslur: 2

Nafn Tengsl
Egill Jónsson Skólastjóri, 1979-1986
Jóhann Morávek Skólastjóri

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 7.09.2016