Tónlistarskólinn á Akureyri Tónlistarskóli

Tónlistarskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1946 og er einn elsti og rótgrónasti tónlistarskóli landsins. Skólinn hefur tekið töluverðum breytingum í gegn um tíðina og er nú staðsettur í Menningarhúsinu Hofi á Strandgötu 12. Við skólann starfa fjórar deildir og er kennt á öll möguleg hljóðfæri við skólann allt frá þverflautum til rafmagnsgítara enda er bæði sígildri tónlist og dægurlagatónlist gert hátt undir höfði í starfinu. Í tónlistarskólanum er lögð áhersla á að nemendur hljóti sem víðtækasta tónlistarmenntun og að námið sé ávallt skemmtilegt en um leið krefjandi.

Tónak heyrir undir skólanefnd Akureyrar og vinnur í nánu samstarfi við grunnskólana í bænum. Kennarar skólans kenna tónfræði, tónmennt og aðra hóptíma innan veggja grunnskólanna auk þess að bjóða uppá hljóðfæranám í grunnskólunum á skólatíma en þetta sparar nemendum og foreldrum auka ferðir. Skólinn er einn stærsti Tónlistarskóli landsins en við hann starfa um 35 fagmenntaðir kennarar sem þjónusta um 400 nemendur í hljóðfæranámi. Skólinn heldur óteljandi námskeið og býður nemendum uppá ýmsar hljómsveitir allt frá rapp og hipphoppsveitum til háklassískrar sinfóníuhljómsveitar og strengjasveita.

Núverandi skólastjóri tónlistarskólans er Hjörleifur Örn Jónsson og aðstoðarskólastjóri Haukur Pálmason.

Af vef Tónlistarskólans á Akureyri (15. janúar 2014).

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 21.08.2019