Gagnfræðaskólinn við Lindargötu

<p>Gagnfræðaskólinn við Lindargötu eða Lindargötuskólinn (áður Ingimarsskólinn) var framhaldsskóli í Reykjavík við Lindargötu í Reykjavík. Lindargötuskólinn var undanfari fjölbrautaskóla en árið 1969 var stofnað til framhaldsnáms við Gagnfræðaskólann við Lindargötu fyrir nemendum sem ekki uppfylltu inntökuskilyrði menntaskólanna. Á þessum tíma þurftu nemendur að ljúka landsprófi miðskóla til að komast inn í menntaskóla. Þar var boðið upp á tveggja ára framhaldsdeildir (5. og 6. bekk) að loknu gagnfræðaprófi í fjórum deildum, það er verslunarnám, hjúkrunarbraut, eðlisfræðibraut og uppeldisbraut. Haustið 1977 fluttust heilbrigðis- og uppeldissvið Lindargötuskólans í Ármúlaskóla og runnu saman við skóla sem síðar varð Fjölbrautaskólinn við Ármúla.</p> <p>Áður en hann kom til var þar starfandi Franski spítalinn. Lindargötuskólinn varð síðan að Tónlistarskólanum.</p> <p>Hafsteinn Þór Stefánsson var skólastjóri við Gagnfræðaskólann við Lindargötu frá 1972 til 1977.</p> <p align="right">Af Wikipedia-síðu um Gagnfræðaskólann við Lindargötu</p>

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Einar Hólm Ólafsson Nemandi

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 10.12.2015