Tónlistarskóli Austur-Héraðs Tónlistarskóli

<p>Tónskóli Fljótsdalshéraðs var stofnaður 1971 að frumkæði áhugamanna um tónlistarmenntun á héraði. Þá var Magnús Magnússon ráðinn skólastjóri skólans og sá hann til að byrja með einn um alla kennslu. Á þeim rúmu 35 árum sem tónlistarskólinn hefur starfað, hefur hann auk þess að skipta um nafn, einnig skipt reglulega um húsnæði. Þá eru starfandi deildir frá skólanum bæði á Hallormsstað og Eiðum. Í dag heitir skólinn formlega Tónlistarskóli Austur-Héraðs og eru höfuðstöðvar hans að Selási 20. Fyrirhugaðar eru þó breytingar bæði á nafni og staðsetningu, en með sameiningu sveitarfélaga þykir nafn skólans ekki vera nægilega lýsandi fyrir þjónustusvæði hans. Þá stendur til að ráðast loks í byggingu tónlistarskólahúss á Egilsstöðum þar sem skólinn kemur til með að eiga varanlegan samastað.</p> <p>Við skólann starfa ásamt skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, níu kennarar. Fjöldi nemenda við skólann er nú um 150. Í gegnum tíðina hefur verið lögð áhersla á að bjóða upp á fjölbreytt nám í klassískri tónlist. Mikil gróska hefur einnig verið í popptónlistardeild skólans síðasta ár og kennarar hennar lagt mikinn metnað að byggja þar upp faglegt nám. Reglulega eru haldnir tónfundir þar sem nemendur fá tækifæri til að koma fram auk þess sem stærri tónleikar eru haldnir nokkrum sinnum á skólaárinu. Flestir stærri tónleikar fara fram í Egilsstaðakirkju.</p> <p>Hlutverk skólans er að byggja upp og halda utan um tónlistarmenntun og menningu í samfélaginu, auka þáttöku áhugafólks í tónlistarlífi og vera vettvangur iðkunar og sköpunar. Það er stefna hans að veita öllum sem þess æskja, tækifæri til að stunda tónlistarnám við hæfi og stuðla jafnframt að góðri fagmenntun tónlistarmanna og tónlistarkennara. Góð tónlistarmenntun byggist á alhliða þekkingu á tónlist þar sem inn koma bæði bóklegar og verklegar greinar svo og túlkun og framkoma. Reynt er að koma til móts við þarfir hvers nemanda fyrir sig án þess þó að slá af tónlistarlegum kröfum.</p> <p align="right">Af vefsíðu Tónlistarskóla Austur-Héraðs (15. janúar 2015).</p>

Fólk

Færslur: 1

Nafn Tengsl
Árni Ísleifsson Skólastjóri, 1982-

Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 15.01.2015