Hróarsholtskirkja Kirkja

<p><a href="http://www.sarpur.is/Leit.aspx?search=Hróarsholt&amp;filter=1023&amp;typeID=0">Sjá tengingu í Sarpi</a></p> <p>„Kirkja þessi hefur ekki verið vísiteruð síðan 1873 og var hún þá nýbyggð í góðu standi, en síðan hefur hún gengið mjög af sér, einkum á síðari árum, svo að hún er, þótt hún ekki sé eldri, hrörleg orðin og hefur þó nokkuð verið gjört við hana með því að járnþak hefur verið lagt á hana að sunnanverðu og að nokkrum hluta að norðanverðu. Suðurhliðin er að sjá talsvert fúin, einku listar, svo og austurgaflinn sumstaðar, enda er kirkjan biklítil. Bitarnir í kirkjunni eru sumir talsvert fúnir , svo vottar og fyrir fúa í skarsúðinni á loftinu að innanverðu. Leki hefur komist að hjá turninu, sem valdið getur stórskemmdum. Eins og stendur virðist kirkjan liggja undir skemmdum og verður varla hjá því komist að bæta úr mestu brestunum, jafnvel þó kirkjan verði ekki látin standa lengi, en sé hugsað um hana til frambúðar þarf hún stórrar aðgerðar. Það hefur komist til orða [að] leggja kirkjuna niður og leggja sóknina til Hraungerðiskirkju og getur prófastur ekki séð því til fyrirstöðu að það verði, svo framarlega sem sóknarmenn geta komið sér saman um það, en um það hefur enn ekki náðst samþykki milli þeirra. Með tilliti [til] þess að bráðlega þarf mikillar aðgerðar á kirkjunni og að Hraungerðiskirkja kann innan skamms að verða byggð, þá þyrftu menn sem fyrst að reyna að ná samkomulagi um þetta sem óskandi væri&nbsp;að gæti orðið á sem allra friðsamlegastan hátt og svo að það yrði engum nauðungarmál.“</p> <p>„...Meirihluti sóknarbænda samþykkti síðan að kirkjan yrði rifin og að sækja kirkju að Hraungerði. Kirkjusjóður og munir Hróarholtskirkju gengu til Hraungerðiskirkju og í visitasíu Hraungerðiskirkju árið 1904 kemur fram að Hróarholtskirkja hefur verið rifin og trjáviður hennar seldur á krónur 200.“</p> <p align="right">Brynjólfur Ámundason: Ábúendatal Villingaholtshrepps í Árnessýslu 1801-1981, síðara bindi bls. 21.</p>

Fólk


Tengd hljóðrit


Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 2.06.2016