Tónlistarskóli Sandgerðis Tónlistarskóli

Tónlistarskóli Sandgerðis var stofnaður í janúar 1981 og var Margrét Pálmadóttir ráðin skólastjóri. Skólinn var fyrst í stað útibú frá Tónlistarskóla Njarðvíkur en hafði þó strax eigin skólastjóra, kennara og skólanefnd. Kennsla hófst í lok janúar, þann vetur fór öll kennsla fram í einu herbergi Grunnskóla Sandgerðis. Á haustdögum 1981 var útséð með að starfsemin þyrfti meira kennslurými með auknum nemendafjölda. Haustið1981 fékk Tónlistarskóli Sandgerðis afnot af neðri hæð húss að Hlíðargötu 20 og var starfræktur þar til vors 1996. Haustið 1996 flutti skólinn starfsemi sína í vesturálmu grunnskólans og starfar þar enn í dag.

Skólastjórar Tónlistarskóla Sandgerðis frá upphafi:

  • Margrét Pálmadóttir 1981-1984
  • Björg Ólínudóttir 1984-1986
  • Sigurður Jónsson 1986-1987
  • Frank Herlufsen 1987-1988
  • Skólanefnd Tónlistarskóla Sandgerðis 1988-1989 (Ásgeir Beinteinsson, Lilja Hafsteinsdóttir, Guðmundína Kristjánsdóttir.)
  • Oddný Jóna Þorsteinsdóttir 1989-1991
  • Ester Ólafsdóttir 1991-1994
  • Lilja Hafsteinsdóttir 1994-

Sjá nánar á vef Tónlistarskóla Sandgerðis.

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 24.01.2015