Tónlistarskóli Reykjanesbæjar Tónlistarskóli

Í gömlu sveitarfélögunum Keflavík og Njarðvík störfuðu tveir tónlistarskólar, Tónlistarskólinn í Keflavík og Tónlistarskóli Njarðvíkur. Eftir sameiningu sveitarfélaganna árið 1994 voru engar breytingar gerðar á starfsemi skólanna, en árið 1995 var Tónlistarskóla Njarðvíkur breytt í aldursskiptan skóla og hann eingöngu ætlaður fyrir nemendur á grunnskólaaldri. Í ársbyrjun 1998 var tekin sú pólitíska ákvörðun að tónlistarskólarnir tveir í Reykjanesbæ skyldu lagðir niður og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar stofnaður. Hinn nýji tónlistarskóli hóf svo starfsemi sína 1. september 1999 og þá um leið var sterfsemi Tónlistarskólans í Keflavík og Tónlistarskóla Njarðvíkur hætt. Þegar þetta átti sér stað, hafði Tónlistarskólinn í Keflavík starfað í 42 ár og Tónlistarskóli Njarðvíkur í 23 ár.

Skólastjórar Tónlistarskólans í Keflavík voru frá upphafi Ragnar Björnsson, Herbert H. Ágústsson, Kjartan M. Kjartansson og Karen J. Sturlaugsson.

Skólastjórar Tónlistarskóla Njarðvíkur voru frá upphafi, Örn Óskarsson og Haraldur Á. Haraldsson.

Fyrsti skólastjóri Tónlistarskóla Reykjanesbæjar var ráðinn Haraldur Á. Haraldsson og aðstoðarskólastjóri Karen J. Sturlaugsson...

Sjá nánar á vef Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.

Fólk


Tengd hljóðrit


Tengt efni á öðrum vefjum

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 2.01.2019