Minningar úr Hrunamannahreppi

Æviatriði. Segir frá fólkinu á Hallkesstaðahlíð þegar hann var barn.
Æviatriði. Segir frá fólkinu á Hallkesstaðahlíð þegar hann var barn.
Man ekki að hafa heyrt talað um rímur á Mýrunum, né langspil
Man ekki að hafa heyrt talað um rímur á Mýrunum, né langspil.
Guðrún segir frá æviatirðum og fólkinu á bænum.
Guðrún segir frá æviatirðum og fólkinu á bænum.
Segir frá tónlistarlífi á heimilinu. Móðurystir hennar, Guðrún Haraldsdóttir lærði að spila á orgel. Segir frá þegar afi hennar kom með orgel á heimilið á sleða. Leiknir voru sálmar og ættjarðarlög. Segir frá starfi Guðrúnar í Ásaskóla. Fyrsti kennari hennar var Ingimar Jóhannesson. Skólinn var byggður á einu sumri 1929. Ingimar kom frá Eyrarbakka. Barn Ingimars og konu hans sem fæddist á Flúðum er fyrsta barnið sem fæðist þar eftir að Flúðaheitið kom til.
Rifjar upp heitið Flúðir og hvernig það kom til. Lýsir barnaskólahúsinu. Ungmennafélagið byggði salinn við skólann. Í salnum var leiksvið.
Karl fer þriggja ár af Snæfellsnesi og flytjast þau að Miðfelli. Móðurforeldrar hans höfðu áður að Syðra-Langholti. Segir frá þegar foreldrar hans tóku þá ákvörðun að flytja í hreppinn. Húsnæðið var bágborið. Lýsir húsakynnum.
Orgel var til á heimilinu en móðir hans lék á það. Faðir hans fór eitt sinn til Reykjavíkur og kom heim með grammófón og nokkrar plötur. Segir frá þeim. Faðir hans var mikill dansari. Á næsta bæ var Magnús Guðmundsson í Dalbæ, blindur maður, og lék hann á baðstofuböllum á heimilinu. Þá var búið að endurbyggja baðstofuna. Lærði gömlu dansana 10 ára gamall af föður sínum.
Ekki var dansað á heimli Guðrúnar. Hjónin gengu saman í barnaskóla. Þau löbbuðu í skólann, sem var heimavistarskóli.
Nokkuð var um söngkennslu í skólanum. Kjartan Jóhannesson kenndi söng í skólanum. Kristján Júlíusson kennari lét börnin syngja síðar.
Á vorin voru sundnámskeið í Hvammslaug. Börn komur úr sveitunum í kring á sundnámskeið. Síðar var byggð laug á Flúðum. Farið var að kenna í henni 1946 en hún var vígð 1949.
organisti en í Hrepphólum lék Sigurður Ágústsson á orgel. Sigurður stofnaði Hreppakórinn sem ungur maður en hann starfaði í árafjöld. Þá var til Flúðakórinn, blandaður kór og svo kirkjukórinn. Á skemmtunum sungu kvartettar.
Útvarp var komin á heimili þeirra þegar þau voru börn. Guðrún man lítillega eftir Útvarpstíðindum. Á Högnastöðum var vindmilla og var farið með geymana þangaði til að hlaða.
Engir vegir voru komnir um sveitina þegar þau voru börn. Karl man eftir þegar vegurinn var lagður frá Stóru-Laxá upp hreppinn. áður voru þar kerruvegir. Segja frá vegslóðum og mjólkurflutningum á Miðfellsbæjunum.
Búið var í torfbæjum fram til 1950. Á Hrafnkelsstöðum var byggt timburhús 1906. Í hreppnum voru fjögur timburhús.
Ofnar voru notaðir til kyndingar og í fyrstu voru gasljós. Karbítur var brenndur til að mynda gas. Hætt var við það vegna eldhættu.
Ungmennafélagið var stofnað 1908 og fyrsta leikritið sýnt 1910 og var leikið til 1998 á hverju ári. Í fyrstu var leikið í baðstofunni á Hrafnkelsstöðum. Síðar kom þinghúsið í Hruna og þar var leikið - engir bekkir og áhorfendur stóðu. Bylting var þegar salurinn kom við skólann, 60 m2 salur og 18 m2 svið. Emil í Gröf var mikill framámaður í leiklistinni, samdi jafnvel leikrit. 1952 fóru að koma lærðir leikarar til að stýra uppsetningunum. Regína Þórðardóttir kom fyrst. Gefin hefur verið út samantekt um leiklist í Hrunamannahreppi.
Ungmennafélagsfundir voru haldnir í gamla þinghúsinu - samkomur fór þar fram til 1929. Lestarfélag og bókasafn var í Hruna.
Ungt fólk fór á dansleiki á Flúðum, Brautarholti á Skeiðum, Ásaskóla og stundum Vatnsleysu ef fært var yfir ána - farið yfir á ís. Farið var með leikrit og allan útbúnað á sleða og yfir ána á ís. Ferjustaður var á Auðsholti. Læknissetrið var fyrst í Skálholti og síðar í Laugarási. Var þá farið yfir Hvítá. Karl segir frá ferð yfir Hvítá þegar ísinn gaf sig. Oft voru fengnir lánaðir hestar á Hrafnkelsstöðum í læknisferðum. Segja nánar frá því.
Fljótlega fóru bílstjórar að taka að sér aðdrætti. Tveir menn keyptu bíl, fyrir 12 farþega og flutninga. Sigurjón Guðjónsson og Magnús Haraldsson keyptu bíl og fóru að flytja fólk. Guðrún segir frá ferð með Sigurjóni sem tók 16 tíma úr Reykjavík. Karl rifjar upp ferð með Sigurjóni. Síðar sá Guðmundur Sigurdórsson um útréttingar fyrir Hrunamenn. Mjólkubílarnir fluttu vörur úr Kaupfélaginu á Selfossi.
Sími kom í sveitina á 6. áratugnum. Símstöð var í Galtafelli og Hruna. Sendar voru út kvaðningar á bæi. Rifja upp símhringjar og hlustun á sveitasímann.
Leikið var til 1998. Leiklistin datt út 1918 í Spönsku veikinni og einu sinni síðar. Hætt var að setja upp stærri leikrit en leikið er á skemmtunum fólksins. Bridgestarfsemi er lífleg í sveitinni. Þá voru sýndar kvikmyndir í hverri viku árum saman. Fyrst sýndi Hjörtur Jónsson skólastjóri síðar sá Emil, bróðir Karls um sýningarnar.
Um 1950 var til Gullaldarlið í íþróttum. Karl segir frá því hvernig það hófst og hverjir voru áhrifavaldar að íþróttalífi í sveitinni. Stofnuð voru tvö íþróttafélög sem kepptu innbyrðis. Félögin hétu Elding og Þróttur. Rifja upp Skarpéðinsmótin á Þrjórsártúni. Karl segir frá landsmótum. Hefur sótt öll landsmót UMFÍ síðan um 1950. Keppir enn.
Fiskurinn kom í strigapokum frá Selfossi. Saltfiskur, saltkjöt og grjónagrautur var oft borðað. Farnar voru ferðir til að kaupa saltfisk og herta hausa. Einnig var keyptur fiskur í þorpunum við stöndina og saltað heima. Engin silungsvötn er í sveitinni en lax er í ánum. Eins mikið um súrmeti. Móðir Guðrúnar sauð oft niður kjöt. Einnig ræktaði hún grænmeti. Segir frá ræktun móður sinnar. Lýsir vermireitum sem hún gerði og þeim tegundum sem hún ræktaði. Karl man eftir að grænkál var notað út á skyr.
Guðrún sótti Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Fysta veturinn var kennt í Sjómannaskólanum. Karl fór ekki mikið að heiman. Fór á íþróttaskólann í Haukada. Lýsir Sigurði Greipssyni og kennslu hans. Einnig kenndi Steinar Lúðvíksson. Guðni Örvar Steindórsson kom með fimleikatæk sem þeir æfðu á á kvöldin. Einnig æfðu þeir box. Karl rifjar upp skólagönguna í barnaskólanum. Hann lærði aldrei í skólastofunni því þegar hann byrjaði í skólanum hafði landsbókasafnið tekið bókasafnið á stríðsárunum. Man eftir að hafa hjálpað körlunum með því að bera fram handrit og fleira þegar þeir voru að grúska.
Urðu svolítið vör við stríðsárin. Í Kaldaðarnesi var bækistöð. Hermennirnir komu stundum upp í hrepp í Hólamýri þar sem þeir voru að skoða flugstæði. Rifjar upp þegar brúin á Ölfusá hrundi. Þá urðu þeir að keyra upp að Brúarhlöðum til að komast yfir ána. Lentu í vandræðum í Skipholtsgili sem var bratt og blautt í rigningum. Guðrún rifjar upp sögu um hermennina sem hún upplifði sem barn.
Karl rifjar upp þegar Miljónafélagið var stofnað og keyptir voru trukkar af hernum og notaðir til vegalagningar. Karl keyrði einn þessara bíla. Einnig urðu þau vör við flugvélarar sem flugu yfir. Karl rifjar upp upplifun af þeim.
Sveitafélagið hefur ekki sameinast öðrum en barnaskólinn er rekinn saman með örðum sveitum. Tónlistarskóli Árnessýslu sér um tónlistarkennslu.
Rifja upp dansleiki á Álfaskeiði þar sem „Róbertarnir“ (Róbert Þórðarson og Róbert Arnfinsson) léku. Segja frá hátíðunum á Álfaskeiði. Þær hófust sem ættarmót frá þremur bæjum en síðan tók ungmennafélagið þær yfir. Skemmtanir voru haldnar til 1973. Síðar var stofnuð hljómsveit, Brynjólfur Pálsson í Dalbæ og Þórður Þórðarson í Syðra-Langholti ásamt Karli á trommum. Síðar kom hjómsveit Óskars Guðmundsson frá Selfossi. Dansleikir hófust kl. 9.00 og dansað fram á nótt.
Faðir Karls keypt eyðimerkurtrukk sem þeir smíðuðu boddí á. Farið var á honum á böll. Síðar keypti Ungmennafélagið 20 manna rútu sem varið var á á æfingar og dansleiki. Ásmundur í Hólakoti átti vörubíl og keyrði hann eitt sinn ungt fólk á dansleik. Dansleikjahald hefur fallið niður efitr að krár fóru að koma. Einnig urðu hljómsveitir svo dýrar að skemmtunin stóð ekki undir kostnaði.
Kvenfélagið var stofnað 1942 og var mjög öflugt félag. Kvenfélagið átti hlut í Félagsheimilinu. Segja frá starfsemi félagsins að ýmsum málefnum samfélagsins. Veitingasölur félagsins komust í uppnám þegar Hótelið kom en nú hafa þau skipt með sér verkum.
Karl segir frá hvernig menn hjálpuðu hver öðrum í húsbyggingum. Þessi siður er enn viðhafður. Byggð hefur haldist á bæjum í sveitinni. Ungt fólk settist að og nýbýli voru stofnuð. Ekki er lengur pláss fyrir ungt fólk í búskap. Þau hjónin fengu ekki jarðnæði til búskapar. Segir frá aðstoð Sigmundar Sigurðssona við að koma á býli. Karl starfaði við húsbyggingar í 25 ár. Árið 1973 byggðu þau gróðrastöð. Starfaði við sláturhús á haustin. Þau eignuðust 5 börn. Þau hafa mest verið í tómatarækt og sumarblóm. Nú er dóttir þeirra tekin við rekstrinum. Guðrún hefur stundað hestamennsku alla tíð. Segir frá því. Gæfa sveitarinnar hefur verið sú að unga fólkið fór ekki. Límtrésverksmeiðjan og Flúðasvepptir eru sterkar stoðir í samfélginu. Á Melum er mikil starfsemi við ræktun. Segja frá sveitarfélaginu.
Þegar Karl var 18 ára var hann vetrarmaður hjá Sigmundi í Langholti. Fékk hann það hlutverk að vélrita íbúaskrána. Þá voru um 400 manns í sveitarfélaginu. Karl rifjar upp þegar hann og bræður hans slógu með orfum. Mikil breyting var þegar heyvinnuvélar komu í sveitirnar. Segir frá leiknum „gefið í flekkinn“.
17.01.2014
Karl Gunnlaugsson og Guðrún Sveinsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 19.11.2014