Minningar úr Grindavík

Æviatirði. Segir frá sjóróðri. Lentu í miklum norðan byl árið 1906, laugardaginn fyrir páska. Segir frá bylnum og ferðinni til Krísuvíkur.
Telur upp mennina á bátnum. Formaður var Guðbjartur Guðmundsson frá Hópi. Nefnir Jón, bónda á Hópi, faðir Þuru. Sigurbjörn, austan úr Flóa. Guðlaugur var einn.
Rifjar upp hvers vegna hann fór ekki í róðurinn. Lýsir veðrinu þennan dag.
Bátarnir reru um morguninn. Segir frá því, og línulögninni, og þegar báturinn kom inn og lenti í brimboðum. Veður var gott þegar róðið var, en það brimaði snögglega.
Ekki var hægt að bjarga mannskapnum vegna brims. Straumurinn tók skipið vestur með landinu. Segir frá hvar líkin rak. Sáu bátinn síðar mara í kafi.
Vilmundur varð ekki vitni að slysinu. Segir frá netum.
Eftir brimið kom nokkurra daga landlega. Reri hjá Guðmundi á Hópi eftir slysið. Rifjar upp hvernig það kom til að hann réði sig hjá Guðmundi.
Segir frá hvaðan hann kom til Krísuvíkur árið 1900, 16 ára gamall piltur. Mörg skip reru frá Grindavík. Skipin á Hópi lentu fram í Nesi, fyrir utan rifið. Lýsir innsiglingunni.
Bátarnir reru með þrjú bjóð með 500 krókum á bjóðinu. Á þessum tíma var að byrja netavertíð í Grindavík. Í þessum byl tapaðist á 5 hundrað fjár frá Nýjabæ að Krísuvík. Veðurfar hafði verið gott fram að þessu. Lýsir veðri.
Segir frá líkunum sem ráku úr sjóslysinu og hvenær þau ráku. Bátinn rak strax upp á Selatöngum, alveg heill. Var þó aldrei notaður aftur. Aldrei voru skip notuð aftur í Grindavík sem farist höfðu, en náðst í land. Lýsir útförinni. Kistur voru gjarnan reiddar á kviktrjám út í Staðarhverfi.
Báturinn var kallaður Hópsbáturinn. Þá var ekki til siðs að skýra skipin. Beitt var með öðuskel eða hrognum. Beitt var heima á Hópi og stundum fram í Nesi. Skipið var smíðað í Grindavík.
Áfram talað um sjóslysið og hvenær líkin fundust og hvar. Slysið varð laugardaginn fyrir páska. Fara nánar yfir veðurfarið. Nefna Ólaf Þorkelsson sem komist hafi inn með sinn bát. Rifja upp samskipti formanna til sjós áður en róið var í land þennan dag. Báturinn var sexæringur, minni en hinir bátarnir.
Segir frá hvar hann reri á bátnum. Sat oft aftarlega.
Rifjar upp draum sem hann dreymdi fyrir þessu veðri. Hafði ekki sagt frá honum áður. Dreymdi drauminn ári áður en skipið fórst.
Segir frá skipinu sem faðir hans og Magnús áttu og fórst árið 1914. Segir nánar frá því. Segir frá bræðrunum sem fórust og rifjar upp nöfn þeirra og fleiri úr áhöfninni. Skipið var áttæringur. Segir frá aðdraganda slyssins. Lýsir sjólaginu.
01.03.1972
Vilmundur Árnason
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Bjarki Sveinbjörnsson uppfærði 10.05.2021