Minningar úr Borgarfirði

Æviatriði.
Spurt um tónlist á heimilinu. Segir frá orgelinu á bænum og nótum sem notaðar voru. Segir frá Guðmundi Pálssyni organista.
Spurt um tónlistarlífið í sveitinni. Segir frá Þórði Kristleifssyni og útgáfu á nótum.
Spurt um dans og dansleiki. Oft var dansað á farskólum og spilað á greiðu og trallað undir dansi. Segir frá grammófón sem notaður var til að leika danstónlist. Dansað var í ungmennafélagshúsinu við Stórás.
Segir frá hvernig hún lærði að leika á orgel. Lék fyrst við guðsþjónustu við fermingarundirbúninginn. Ekki var alltaf farið í kirkjuna, fór eftir veðri.
Spurt um útvarpið. Það kom strax í sveitina. Mikið hlustað á útvarp. Segir frá Útvarpstíðindum sem komu á næsta bæ.
Segir frá þegar hún kom í Skorradalinn árið 1953 og fór að leika við kirkjurnar að Fitjum og í Hvanneyrarkirkju með hléum. Segir frá öðrum organistum. Var viðloðandi orgelspil með hléum í 55 ár.
Spurt um breytingu á sálmasöng, einkum hraðann á sálmunum. Segir frá Kjartani Jóhannessyni organista sem kom og æfði kórinn.
Fyrr voru guðsþjónustur lengri og öll erindi sungin.
Spurt um presta kirknanna. Segir frá séra Einari Guðnasyni og séra Einari Pálssyni.
Spurt um Pál Bergþórsson bróður hennar sem einnig lék á orgel.
Spurt um hátíðir í sveitinni. Helst haft meira við ef kirkjurnar áttu afmæli. Alltaf kirkjukaffi eftir messu.
Spurt um kyndingu kirknanna. Oft var messað inni í stofu ef það var kalt á veturna. Orgel voru geymd inni í húsi á vetrum.
Rætt um hljóðfærið í Fitjakirkju. Segir frá gamla orgelinu sem kom úr Húnavatnssýslu.
Spurt um kirkjukóra. Á Fitjum var ekki kirkjukór. Í seinni tíð er bara messað á sumrin, einkum eftir að sumarbústaðirnir fóru að koma í Skorradalinn. Bústaðafólkið kom til messu.
Spurt um ungmennafélagshreyfinguna og hátíðir á þeirra vegum. Oftast var einhver sem gat spilað á harmonikku. Spurt um harmonikkuleikara. Nefnir Jóhannes á Hallkelsstöðum, Sigurð Guðmundsson á Kirkjubóli organista á Gilsbakka og Stór-Ási.
Spurt um hljómsveitir. Helst var að einhver lék á trommur með harmonikunni.
Spurt um langspil og rímnasöng. Aldrei var talað um langspil en Erlingur Jóhannessonar á Hallkelsstöðum kvað rímur. Jóhannes Benjamínsson frændi hans kvað oft með honum. Bragina sömdu þeir sjálfur.
Spurt um þorrablót í sveitinni. Þau voru ekki haldin þegar hún var ung.
Spurt um jólaskemmtanir og jólaböll. Segir frá ferð á jólaskemmtanir. Dansað var alla nóttina. Einnig voru töðugjöld á haustin. Segir frá kaupakonuböllum á sumrin.
Segir frá þegar þau byrjuðu að búa í Efri-Hrepp árið 1953. Ár voru enn óbrúaðar víða sem gátu verið farartálmar.
Spurt um hópa eða tónlistarmenn sem heimsóttu sveitina. Karlakór Reykjavíkur kom og heimsótti Fitjakirkju þegar kirkjan átti afmæli. Sungið var í skemmu sem innréttuð hafði verið og söng kórinn þar. Hljóðfæraleikarar úr sveitinni léku á skemmtunum. Ekki var fengið fólk að.
Spurt um söngkennslu í barnaskólanum. Ekki var sérstök söngkennsla, og krakkarnir vöndust því að dansa í stofunum á heimilunum. Lögin lærðust af bókum sem til voru á hverjum stað, og eftir útvarpinu.
Rifjar upp þegar hún byrjaði að spila á Hvanneyri árið 1953. Ólafur Guðmundsson hafði leikið áður en hún tók að sér að spila þegar hann fór burtu til náms. Hún lék við jólamessuna og þá voru hátíðarsöngvar Bjarna Þorsteinssonar sungnir í fyrsta sinn í sveitinni. Áður var sungið í öllum röddum. Hún spilaði stöku sinnum í flestum kirkjunum í uppsveitum Borgarfjarðar.
Nefnir helstu organista í kirkjunum í sveitinni.
Spurt um hátíðarsöngva Sigfúsar Einarssonar sem sungnir voru í Fitjakirkju.
Segir frá því þegar hún komst ekki yfir Hrafnagilið þegar hún var að fara heim eftir æfingu. Lenti ekki í svaðilförum. Árnar gátu orðið hindranir vegna vatnsaga í ánum.
Segir frá sveitasímanum. Notuð voru tákn að blikka útiljósum á vissan hátt ef æft væri eða ef æfingar féllu niður.
22.09.2013
Gyða Bergþórsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 18.07.2014