Minningar frá Akureyri og Hrísey

Viðtalið er tekið á heimili hans í Hrísey. Ásgeir hefur barist við Parkisonsveiki um árabil.
Æviatriði. Segir frá foreldrum sínum.
Segir frá æskuheimilinu.
Rifjar upp skólaár sín á Svalbarðsströnd. Skóli var í þinghúsinu þar og reknar voru yngri og eldri deild.
Segir frá söng í skólanum. Var hjá tveimur kennurum, Gunnlaugi Hallgrímssyni og Guðvin. Guðvin var í Gook söfnuðum (Arthur Gook - Hvítasunnusöfnuðurinn).
Spurt um söng og kóra á Svalbarðsströndinni. Segir frá æskulýðsfélögum, búnaðarfélagi og fleiru. Nefnir þúfnabanann sem kom til Akureyrar. Segir frá Lundi.
Segir frá leikfélagi í sveitinni. Farið var með leikverk á milli hreppa. Þá voru fleiri hreppar en nú. Er hlyntur sameiningu þeirra. Ræðir um sameiningu Norður-Eyjafjarðar sem ekki var samstaða um.
Rifjar upp minningar sínar af Ströndum. Segir frá 5 kotum í Furufirði. Sigurborg Þorláksdóttir og Guðmundur Márusson voru amma hans og afi. Afi hans fórst i Hornbjargi og heimið leystist upp. Amma hans fór á sjó með körlunum til að draga björg í bú.
Segir frá þegar þau hjónin fluttu í Hrísey árið 1973 og segir frá ástæðu þess. Segir frá skipum sem hann réri á.
Rifjar upp þegar kraftblökkin var tekin í notkun um borð í skipi. Rifjar upp þrældóm á árum áður. Segir frá hve „óguðlega“ var farið með hráefnið. Segir frá Rússum við síldveiðar sem veiddu í troll. Nefnir flottrollin og eyðileggingarmátt þeirra. Segir frá þegar fiski var kastað í sjóinn.
Rifjar upp síldveiðar á Eyjafirði og veiði á smásíld sem kölluð var pollasíld eða kræða.
Segir frá þegar hann fór að læra húsamálun og rifjar upp ástæðu þess. Rifjar upp þegar þau misstu barn og flutti til Hríseyjar. Rifjar upp þegar hann var á bát í Bolungarvík og segir frá Einari Guðfinnssyni sem útgerðarmanni. Kona hans átti marga félaga í Hrísey en þangað fluttu þau 1971.
Rifjar upp málaraiðnina og hvernig það kom til að hann fór að læra hana. Ætlaði að læra húsasmíði en valdi húsamálun.
Segir frá þegar þeir voru að vinna í sundlauginni að vori til. Segir skemmtisögu í því sambandi. Fer með vísu sem málarinn Kristján Benediktsson orti á staðnum.
Rifjar upp þegar hann gleypti gæsabein og fékk menn til að vinna fyrir sig. Segir frá þegar Kristján Benediktsson orti um hann 13 vísu vegna þessa atburðar.
Segir frá þegar þau fluttu til Hríseyjar og þegar þau byggðu sér hús. Rifjar upp verkefnastöðuna í Hrísey. Segir frá viðurkenningum sem þau hjón fengu í Hrísey.
Segir frá trillueign í Hrisey og kosti þess að eiga trillu. Talar um veðurfar í Hrísey.
RIfjar upp eitt og annað skemmtilegt úr lífinu. Synti mikið í sjónum og lærði að synda í sjó. Átti það til að henda sér í sjóinn úti á hafi þegar látið var reka. Rifjar upp sögu þegar hann gerði Jóni Júlíussyni leikara, sem var með Árna Tryggvasyni, bilt við þegar hann var að plægja fyrir kúfiski til beitu. Segir frá þegar hann féll í sjóinn í slæmu veðri.
Segir frá skemmilegum mönnum. Rifjar upp síldarsöltun í Hrísey. Minnist á sögu um síldveiðar Norðmanna á Eyjafirði. Rifjar upp „Norðmannsbylinn“ 1884 þegar mörg norsk skip fórust við Hrisey. Veðrið var einnig eignað „Galdra Villa“ sem gjörningaveður. Segir frá „Villa spekúlant“.
Rifjar upp breytingar á lífinu í Hrísey. Talar um samkennd í samfélögum.
Talar um atvinnustarfsemina í eynni og breytingar á henni. Segir frá Hákarla-Jörundi og hákarlaveiði. Talar um hvernig menn lifðu af í eynni. Breytingar verða þegar saltfisksverð fellur. Þá kom kaupfélagið inn. Kaupfélagið átti allt nema kirkjuna.
Segir frá húsinu á Syðsta-Bæ sem Jörundur lét byggja og flutt var í heild sinni. Til stóð að rífa húsið. Lionsklúbburinn stóð að því að bjarga húsinu og kaupfélagið gaf íbúum húsið. Búið er að mestu að endurbyggja húsið að mestu og unnið að því að koma þar upp safni.
04.11.2013
Ásgeir Halldórsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 11.08.2014