Minningar frá Akureyri og Hrísey

Æviatriði.
Gekk í barnaskóla á Grund og síðar í Saurbæ á Sólgarði.
Tónlistarlíf var fátækt. Sigríður Schütt kenndi söng einu sinni í viku. Þó nokkrir spiluðu á harmonikku. Leikið var á eina harmonikku á dansleikjum.
Fyrst koma hljómsveitir á 6. áratugnum. Fyrstir voru það Haukur og Kalli á harmonikku og Hannes lék á bassa. Ekki var söngvari með fyrr en eftir 1955. Sólgarður var félagsheimili sveitarinnar og þar fór einnig fram kennsla.
Hún flutti til Akureyrar 15 ára gömul í vist. Vann um tíma í mötuneyti Menntaskólans og fór síðan á Húsmæðraskólann að Laugalandi. Þar var lítið um tónlistarlíf, en á hverjum morgni var þó sunginn morgunsöngur.
Ekki var leikið á orgelharmonium. Hún átti kirkjusókn að Kirkjubæ.
Vann heima á sumrin og vann saman með húsmóðurinni. Hafði 700 krónur á mánuði haustið 1956 í vistinni, og þótti gott kaup. Hafði aðeins frí eftir hádegi á sunnudögum, fram að kvöldmat og svo á fimmtudögum. Trúlofast Ásgeiri Halldórssyni 18 ára gömul. Haustið 1960 fluttu þau í eigin íbúð á Akureyri með sitt fyrsta barn. Bjuggu þar 10 ár. Vann á Litla-Barnum og á Mat og kaffi á Akureyri. Þegar Hótel Akureyri var tilbúið vann hún þar um tíma og síðar hjá Kaupfélagið Verkamanna þar sem hún vann í 2 ár.
Sjallinn og Ingimar Eydal voru helstu staðirnir og hljómsveitin. Póló og Erla, hljómsveit Steingríms. Þá var stór hljómsveit á Hótel KEA, þar sem voru böll um hverja helgi. Auk þess voru Sjallinn og Alþýðuhúsið.
Hjónin fluttust til Hríseyjar sumarið 1971. Bjuggu fyrst í einu herbergi, voru með þrjú börn auk frænku Ásgeirs. Hún eldaði matinn í þvottahúsinu. Fengu síðar inni hjá séra Kára Valssyni sem var prestur og j þar til þau höfðu byggt sitt eigið hús. Þá var organisti kirkjunnar frá Akureyri.
Engin tónlistarkennsla var í eynni, en stöku kennari kom þó, en þó ekki fyrr en nær 1980. Tónlistarskóli var stofnaður síðar. Ör kennaraskipti voru í eynni og gátu sumir kennaranna kennt tónlist.
Var fjórtán ár formaður kvenfélagsins. Kvenfélagið var stofnað 1919 og starfaði fram yfir 1930. 1942 er það stofnað að nýju og sem líknarfélag líkt og önnur kvenfélög. Félagið keypti prjónavél í eyna og hafði það mikil áhrif á starf kvenna. Síðar var keyptur vefstóll sem aldrei varð vinsæll. Námskeiðshald var bæði fjölbreytt og líflegt á vegum félagsins. Félagið stóð að byggingu sundlaugar á staðnum með aðstoð eiginmannanna. Byrjað var að byggja laugin 1947 og var hún tekin í notkun 1963. Hún var sundlaugarvörður í 17 ár. Félagið stofnaði hjálparsjóð húsmæðra sem aðstoðuðu heimili þar sem við átti.
Leikfélagið Krafla starfaði í eynni en þau hjónin stóðu að því. Leikið var á hverjum vetri, jafnvel farið til Grímseyjar og Ólafsfjarðar til sýningarhalds.
Tónlistarmenn hafa oft komið til eyjarinnar og haldið tónleika, einstakir tónlistarmenn og kórar. Samfélagið breyttist mikið við tilkomu sjónvarps. Áður var farið milli húsa og spilað, en nú er það sjaldgæft að menn líti inn hver til annars, einkum vegna fækkunar í eynni. Á þetta við um fleiri svæði. Þá hefur fiskvinnsluáherslan einnig breytt miklu - alltaf var nóg vinna í frystihúsinu og fólk kom jafnvel að til að vinna þar.
Fer með vísu sem Kristján Benediktsson á Akureyri orti þegar kvótinn fór úr eynni.
04.11.2013
Rósamunda Kristín Káradóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Guðni Sig. Óskarsson uppfærði 2.05.2017