Minningar úr Fljótshlíð og Hrunamannahreppi

Æviatriði. Segir frá heimilisfólkinu að Núpi.
Afinn og amman voru ekki á heimilinu. Oft komu þó fullorðnar konur sem fóru á milli bæja og voru á heimili í 2-3 mánuði í senn. Fólk gekk á milli bæja, sem ekki átti heimili. Þóttu kærkomnir gestir. Þetta voru aðallega konur. Nefnir sérstaklega Steinunni frá Kvoslæk í Fljótshlíð.
Rifjar upp minningar út Fljótshlíðinni. Systkinin fóru nemma í Ungmennafélagið. Hljóðfæri var ekki á heimilinu en mikið var sungið. Oft var sungið í fjósinu þegar þau voru að mjólka. Frekar var mælst til að sungið væri taktföst lög sem gerði auðveldara með að mjólka. Sungu stundum í röddum.

Hún gekk í skóla á Hvolsvelli, en þangað var styttra en inn í Fljótshlíðarskóla. Þar var kenndur söngur og raddaður söngur. Kennarinn var Jón frá Bakkavelli [Sigurjón Gunnarsson]. Orgel var í skólastofunni en hann lék á orgel. Lýsir skólabyggingunni.

Ekki var dansað í skólanum.
Í Fljótshlíðinni var kirkjukór. Fékk snemma að ganga í hann. Faðir hennar var meðhjálpari í Breiðabólsstaðakirkju. Sótti gjarnan athafnir með honum. Sr. Sveinbjörn Högnason var prestur og Þórhildur Þorsteinsdóttir kona hans lék á orgelið. Sonur hans, Sváfnir tók síðan við og voru þau fyrstu hjónin sem hann vígði. Segir frá þegar þau giftu sig 14. júní 1963.
Þegar hún var að alast upp var samkomuhúsið Goðaland byggt, en einnig var komið saman í Hellubíói, Heimalandi og Laugalandi. Þetta voru staðirnir sem unga fólkið sótti skemmtanir á. Þá var farið að Gunnarshólma og Njálsbúð. Segir frá félagsstarfsemi húsanna. Óskar Guðmundsson þótti frábær, Bjarkalandsbræður og síðar komu hljómveitir úr Reykjavík, KK sextettinn og Ómar Ragnarsson að skemmta. Einnig voru stórar samkomur pólitísku flokkanna.
Haldin voru Góu- og þorraböll. Á þeim böllum léku Guðmundur og Skúli í Fögruhlíð. Lýsir dansleikjum, og hvernig ballinu var startað. Systkinin á Núpi dönsuðu mikið. Átti fjóra bræðir og voru þeir góðir dansmenn. Fengu sér stundum mjaltadans áður en farið var í fjósið. Sungu oft við dansinn.
Hjónin giftu sig 1963 og fluttu þá að Laxárhlíð. Fengu þá land úr Gröf og stofnuðu nýbýli sem þau skírðu Laxárhlíð. Segir frá nafngiftinni. Eignuðust fjögur börn. Hefur starfað mikið í kvenfélaginu á staðnum. Segir frá starfsemi félagsins - Kvenfélag Hrunamannahrepps. Félagið var stofnað 1. mars 1942.
17.01.2014
Sigríður Guðmundsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 19.11.2014