Minningar úr Hrunamannahreppi

Æviatriði. Segir frá foreldrum sínum og heimilisfólki.
Man ekki eftir að sungnar hafi verið rímur. Man ekki eftir að hafa heyrt um né séð langspil.
Á heimilinu var orgel. Guðjón Helgason afi hans, og amma keyptu orgel handa tveimur dætrum sínum. Segir frá áliti nágrannanna á orgelkaupum afans. Orgelið er til ennþá. Þær lærðu báðar að spila á orgelið. Móðir hans lék oft í krikjunum í sveitinni. Hún lærði í Húsmæðraskólanum á Blönduósi.
Húslestrar voru stundum lesnir á heimilinu, einkum um jól. Segir frá því.
Man ekki eftir því þegar fjölskyldan fékk útvarp, en þegar útvarpið kom i austurbæinn. Arnór Gíslason bjó í austur bænum með konu og börnum. Hann starfaði mikið við Hrunakirkju og sá um Lestrarfélag Hrunamanna. Sóknarnefndin gaf þeim útvarpstæki í viðurkenningarskyni. Mikið hlustað á útvarp. Sýrubattaríin voru hlaðin í Ási, en þar var virkjaður lækur, Áslækur. Um sólarhring tók að halaða geymana. Tilvik voru um að hestar brenndust af sýrunni.
Ekki var sungið með útvarpsmessum á heimilinu.
Guðjón gekk í skóla að Flúðum. Skólinn byrjaðir 1929. Fór 10 ára gamall í skólann, sem var heimavistaskóli. Litla-Laxá gat verið farartálmi á vetrum.
Kjartan Jóhannesson kom oft og kenndi á hljóðfæri og lét þau syngja í skólanum. Kjartan kom og dvaldi ákveðinn tíma. Einnig lét Helgi Kjartansson í Hvammi þau syngja.
Settir voru upp leikir á heimiinu, Gröf. Man eftir leiksýningu á heimilinu sem móðir hans bjó til og hét Bóksalinn. Krakkarnir á bænum og næstu bæjum léku leikritið. Til eru myndir af hópnum í leikgerfunum.
Lýsir húsakynnum þegar hann var að alast upp. Segir frá hvernig húsið var kynnt.
Varð var við stríðsárin á heimilinu. Lýsir hvernig heimilisfólkið fylgdist með fréttum af stríðinu á stórum landabréfum sem héngu á veggjunum. Lýsir minningunum frá veru setuliðsins og áhrifin af því að Ölfusárbrúinn slitnaði niður. Vegslóðinn lá um hlaðið á Gröf. Lýsir veginum upp að Brúarhlöðum.
Lýsir heyvinnutækum á heimilinu sem fóru að koma upp úr 1940. Fengu síðar traktor. Fyrsti traktorinn kom í sveitina 1929, Fordson traktor og segir Guðjón frá því. Beitir því fyrir sér núna að gera þann traktor upp.
Gekk í kirkjukórinn 18 ára gamall og var kórinn þá búinn að starfa um hríð. Sungið var í röddum. Þá var Helgi Kjartansson í Hvammi organisti. Móðir hans lék í forföllum.
Mjólkurbíllinn gekk upp í sveitina þrisvar í viku. Pantanir voru sendar með honum í Kaupfélagið. Heima var verkað slátur á haustin og sett í súr, saltað kjöt o.fl. Á bænum var reykkofi og var reykt kjöt og bjúgu. Bágborið var með fiskmeti. Helst var að fá saltfisk. Engin silungsveiði er á svæðinu en veiði var í Litlu-Laxá. Faðir hans skaut fugl en gaf hann refnum. Ekki var skotin rjúpa á heimilinu.
Segir frá vegalagningu um sveitina. Faðir hans var verkstjóri við vegavinnu. Var kúskur sem unglingur. Nóg var um neysluvatn á svæðinu. Uppspretta er á svæðinu en erfitt var að leggja leiðsluna yfir Litlu-Laxá.
Leiklistin kom um leið og samkomuhúsið var byggt. Mann eftir þinghúsinu í Hruna sem síðar brann. Bækurnar sem þar voru björguðust úr brunanum.
Rifjar upp þegar handritin voru varðveitt í Flúðaskóla. Lýsir því þegar fræðimenn komu til að lesa í þeim.
Segir frá störfum sínum í gegnum árin. Hefur aðallega staðið að grænmetis- og blómarækt ásamt konu sinni. Alltaf var borðað grænmeti á hans heimili. Fyrsta gróðurhúsið var byggt þegar hann var um fermingu. Hiti var í landi á Flúðum sem gerði útiræktun auðvelda. Saknar fjölbreyttari atvinnustarfsemi á staðnum. Algengt er að útlendingar starfi við ræktunina. Nokkuð um að ungt fólk hafi sest að á staðnum.
17.01.2014
Guðjón Emilsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 19.11.2014