Minningar úr Hrunamannahreppi

Meðspyrjandi á þessu viðtali er Karl Gunnlaugsson frá Varmalæk á Flúðum.
Segir frá þegar hann var vinnumaður hjá Guðmundi í Núpstúni. Rifjar upp blaðaskrif um land sem tileyrði kirkjustaðnum. Snerist málið um upprekstrarrétt. Bóndinn í Fjalli var að skrifast á við Guðmund út af landinu.
Rifjar upp þegar útvarpið kom, var kominn undir tvítugt. Sigmundur í Langholti hafði verið búinn að fá útvarp og hjálpaði þeim að koma því í gang. Eitthvað gekk það illa. Segir frá því. Sett var upp loftnet í Ásatúni sem hjálaði til.
Húslestrar voru alltaf lesnir á sunnudögum, jafnvel eftir að útvarpið kom. Passíusálmar voru lesnir á föstunni. Útvarpsmessur urðu til að hann hætti að fara til kirkju. Erfitt var að sækja kirkju. Segir frá fermingarfræðslunni. Nefnir að hann hafi verið hræddur við „Draugamýrina“ og hræddur við „Draugaklettinn“.
Segir frá ferðir fólks á Alþingishátíðina og undirbúning að henni. Segir frá þremur mönnum sem voru kenndir þegar þeir komu heim. Segir frá er maður sundreið ána.
Rifjar upp þegar þau fengu síma í Ásatún.
Segir frá aðdráttum þegar hann var barn. Segir frá klyfjahestum og ferð sem faðir hans fór til Grindavíkur til að sækja herta þorskhausa sem var hans hlutur. Þetta var fiskurinn sem þau höfðu. Fiskurinn var þorskur og saltaður ufsi. Stundum var til skata og voru þá notaðir hamsar á hana.
Á haustin var felldur hestur og saltaður í tunnu. Minnir að líkt hafi verið með belju sem mjólkaði illa.
Rifjar upp hvernig máltíðum var háttað yfir daginn. Á morgnana var hræringur eða grautur, Um hádegi var kjöt eða fiskur. RIfjar upp hvar slægjur voru. Man eftir sem barn að hafa ferið með hádeigsmat á engjar. Miðdagsmatur var kl. þrjú en molakaffi í hádeginu. Þessum tímum var breytt þegar faðir hans féll frá. Lýsir þeim bretingum. Rifjar upp þegar sleginn var kúahaginn í Langholtshverfinu, en sá hagi voru engjar föður hans. Lýsir hegðun kúnna þegar þær fóru yfir fjallið til að sækja í stör.
Rifjar upp skólagönguna hjá sér. Gekk í skóla í Syðra-Langholti. Segir frá kennaranum og erfiðleikum hans við að læra að lesa, var lesblindur. Skólanum var skipt í þrennt. Fyrst var skólinn í Miðfelli, en þar var sæmilega góð stofa. Síðar var skólinn í Langholti. Lýsir aðstæðum í Syðra-Langholti. Fer með nafnavísu sem nefnir börnin í skólanum.
Spurt um söng í skólanum. Rifjar upp þegar skólinn var í Miðfelli en þar var stúlka sem söng fyrir þau. Hún var frá Dalbæ en þar var söngfólk. Skólaganga náði fram að fermingu.
Rifjar upp þegar hann fór „suður“ til að fá sér Bretavinnunni og endaði á Laugarvatni við að byggja hesthús. RIfjar upp dvöl sína þar. Er í framhaldi boðið að reka reka rafstöðina. Þurfti að fara á hverjum morgni til að auka strauminn kl. hálf átta með að auka rennslið. Átti að lækka spennuna kl. hálf tólf á kvöldin - minnkaði álagið þannig á perurnar sem vildu springa. Segir frá Helga bróður sínum sem tekinn var við Laugarvatnsbúinu og starfaði Guðmundur líka í fjósinu.
Segir frá dansleikjum á Laugarvatni. Man eftir að Jón Sigurgrímsson í Holti hafi leikið á harmonikku. Þá hafði Héraðsskólinn starfað í tvö ár.
Rifjar upp þegar farið var að kalla sveitarfélagið Flúði. Fermdist vorið sem skólinn var byggður, árið 1929. Segir frá byggingu hans og vígslunni. Staðurinn var alltaf kallaður Flúðir, og Flúðahver. Segir frá Jónasi „framsóknargarpi“ og er hann átti að koma og vígja skólann. Séra Kjartan vígði skólann og kallaði Flúðir. Spjalla um málið við meðspyrjanda. Lýsir gögnubrúnni yfir Litlu-Laxá og hvernig henni var komið á.
Rifjar upp vegalagningu í hreppnum. Brú kom á Stóru-Laxá 1929. Segir frá þegar Hallæris Fúsi kom með sement í sveitina.
Rifjar upp þegar Steini í Haukholtum bar konuna yfir ána.
17.01.2014
Guðmundur Indriðason
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 7.11.2014