Minningar úr Víkursveit

Æviágrip. Faðir hennar var Sveinbjörn Guðbrandsson frá Veiðileysu. Móðir, Þórdís Guðjónsdóttir frá Litlu-Ávík.
Segir frá heimilisfólkinu í Litlu-Ávík og lýsir húsakynnum.
Segir frá bústofni, sauðfé og kúm.
Börnin gengu í skóla að Finnbogastöðum.
Segir frá söng í skólanum.
Segir frá dansleikjum í Trékyllisvíkinni. Fór ung á ball í Djúpuvík á kvenréttindadaginn. Þá var gengið yfir skörð, farið á bát úr Naustvík í Djúpuvík. Dansað var í kringum jólatré um jól.
Rifjar upp þegar útvarpið kom í Trékyllisvík.
Segir frá flugvélum sem flugu yfir á stríðsárunum.
Segir frá séra Ingólfi.
Gyða Guðmundsdóttir frá Finnbogastöðum var organisti kirkjunnar. Orgelið stóð í kirkjunni allan veturinn fyrst um sinn. Var síðan borið inn í Árnes milli messa.
Rifjar upp leikstarfsemi á svæðinu. Skuggasveinn var settur upp þegar hún var ung og var lengi talað um það í sveitinni. Sýnt var í gamla þinghúsinu.
Spurt um hjátrú fólksins og siði henni tengt. Minnist á að hafa verið hrædd við drauga. Til var draugurinn Móri.
Engin kórstarfsemi var í Trékyllisvík. Segir frá búskap í héraðinu þegar hún var ung. Búið var allt norður í Drangavík og suður í Djúpuvík. Börn gengu úr norðurfjörðunum í Trékyllisvík til að ganga í farskóla. Stundum var siglt yfir firðina.
Man ekki eftir að kveðna væru rímur.
Spurt um hljóðfæraleik í sveitinni. Guðjón stjúpi hennar átti harmoniku og lék fyrir heimilisfólk. Gísli á Steinstúni lék fyrir dansi. Rögnvaldur og Böðvar í Ófeigsfirði léku mikið fyrir dansi síðar.
Lítið var um harmoníum á bæjunum og lítið um kveðskap.
Segir frá samgöngum og vegleysum þegar hún var unglingur. Hestar voru nýttir og aðallega gengið milli staða.
Segir frá framboðsfundum sem haldnir voru í sveitinni. Aðallega voru það sjálfstæðis- og framsóknarmenn. Menn skiptustu gjarnan á skoðunum. Áður komu allir frambjóðendur samtímis en nú koma flokkarnir hver fyrir sig - ef þeir koma. Man eftir að Hermann Jónasson og Steingrími Hermannssyni sem komu.
Lítið var um að menn borðuðu hrossakjöt. Stjúpi henni borðaði ekki hrossakjöt.
Spurt um hvað borðað var. Fugl sjaldan borðaður á hennar heimili. Aðallega fiskmeti og saltaður selur. Selspik var boðað með fiski.
Nokkuð var um kartöflurækt. Brauð var algengt með fiski. Allir voru með rúgbrauð.
Segir frá þegar þau fengu rafmagn, en það kom 1966. Mór og rekaviður var notaður til kyndingar.
Rifjar upp ágreiningsmál er varðaði kirkjurnar á staðnum sem fyrir löngu er orðin sátt um. Erfitt gat verið að syngja í gömlu kirkjunni fyrir loftleysi. Fólk átti það til að hníga niður þess vegna. Þetta var fyrir hennar minni. Sumir töldu það galdra. Aldrei var formlegur kirkjukór, en alltaf ákveðinn hópur sem leiddi sönginn. Fólk sótti vel messur og gerir enn. Messuhald er mjög háð veðri og samgöngum. Algengt er að messað er á frídegi verslunarmanna í byrjun ágúst.
Rifjar upp samgöngur. Mikið talað um Þorberg Þórðarson og ferð hans suður.
Ekkert ungt fólk sest að í sveitinni. Flestir orðnir aldraðir.
Segir frá kvenfélaginu á staðnum. Félagið hélt alltaf barnaskemmtun fyrir jólin. Félagið var lagt niður fyrir um áratug vegna mannfæðar. Yngra fólk heillaðist ekki af starfseminni. Segir frá saumaklúbbnum í Árneshreppi.
Segir frá þegar hún bjó í Árnesi sem bóndakona. Langaði aldrei í burtu. Var einn vetur í Reykjavík. Var ung stúlka á Hólmavík. Hefur farið til útlanda. Rifjar upp ferð íbúanna til Grænlands. Flogið var frá Gjögri, en millilent á Ísafirði. Þá fór hún ferð til Bretlands. Þegar kvenfélagið hætti var ákveðið að nota það sem var til á bankabók að greiða upp í fargjald kvenfélagskvennanna. Gistu í þrjár nætur. Fóru að sjá söngleikinn Mama Mia. Fóru á tónleika með Tom Jones og fleira skemmtilegt.
Segir frá mannaferðum á vetrum og kröfum til þeirra sem vilja búa í einangruninni. Fyrir kom að fresta þurfti viðburðum innan fjarðar vegna veðurs.
Lengi hefur verið verslun í Norðurfirði og aðdrættir með strandferðaskipum. Kýr voru á öllum bæjum, en nú eru engar kýr í sveitinni.
Spurt um skemmtilegt fólk á svæðinu og eftirhermum.
Segir frá Þórólfi syni sínum sem rekur útibú sparisjóðsins sem er útibú frá Hólmavík. Áður var rekinn sparisjóður á Eyri sem nú er sameinaður Hólmavík. Vinnur einnig við að gera við vélar. Fiski er landað í Norðurfirði á sumrin en honum ekið í burtu. Mikil grásleppuveiði var áður en aðeins einn bátur gerir út þetta vorið.
27.04.2014
Ágústa Sveinbjörnsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 8.08.2014