Minningar frá Stokkseyri

Æviatriði.
Spurt um helstu húsin sem voru í grennd við Sjónarhól þegar hann var að alast upp.
Segir frá prestinum þegar hann var að alast upp og organistum í kirkjunni. Segir frá Gísla Pálssyni sem var mikill stúkumaður.
Spurt um hvað borðað var á Stokkseyri þegar hann var að alast upp.
Segir frá barnaskólagöngu sinni. Kennar voru Hlöðver Sigurðsson og Axel Þórðarson.
Segir frá sönglífi á Stokkseyri þegar hann var barn. Nefnir karlakórinn sem starfaði undir stjórn Pálmars Eyjólfssonar.
Segir frá störfum sínum sem sjómaður og þegar hann fór 25 ára til Rafmagnsveita Ríkisins og störfum sínum að línulagningu. Segir frá tækjum sem notuð voru og ýmsum aðferðum sem beitt var. Vann víða um land við að reisa línur með vinnuflokkum.
Segir frá þegar hann fer að fylgjast með línum Rafmagnsveitnanna. Gekk með línunum víða um land og skráði bilanir og gaf skýrslu til viðgerðaflokka. Var fyrstu árin einn og gisti jafnvel í tjöldum. Síðar vann maður með honum sem selflutti hann. Gangan var um 25 kílómetrar á dag. Veður varð þó að vera gott. Gekk frá byrjun maí til lok september. Gekk um 2000 kílómetra á ári. Gekk alltaf á strigaskóm og hafði með sér prik til að styðjast við að fara yfir ár. Gekk oft 6 daga vikunnar.
Segir frá þegar hann óð Hornafjarðarfljót. Þar gat verið ísskrið og sandbleytur.
Segir frá þegar útvarpið kom. Segir frá draugatrú sem var líkt og annarsstaðar. Nefnir álagabletti.
Segir frá grjótgörðum á Stokkseyri. Nefnir ræktun á Stokkseyri.
Nefnir vegi og snjóþyngsli á Stokkseyri. Meiri snjóþyngsli voru á árum áður.
Spurt um kveðaskap og Magnús Teitsson á Stokkseyri og kveðskap hans. Nefnir nokkra menn sem fengust við að yrkja. Menn ortu helst ferskeytlur. Segir frá Haraldi Briem sem orti hringhendur. Segir frá erfiljóði eftir hann og fer með dæmi.
Spuður um hans eigin kveðskap.
Nefnir að 5 eru eftir af fermingarbræðrunum á Stokkseyri
11.10.2013
Stefán Jónsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 8.08.2014