Í réttum

Það var réttað í Grindavík þann 17.september. Ærnar bíða þess að vera reknar inn í almenning.
Magga segir okkur hver var Fjallkóngur.
Gauji sagði smölunina hafa gengið vel.
Ísólfur segir okkur frá smalamennskunni sem gekk mjög vel. Ísólfur á um 270 ær en hann telur um 1000 ær í réttunum. Hann fræðir okkur um svæðið sem farið er yfir í smalamennskunni.
Sæþór kvaðst ekki vera fjallkóngur. Magga á nokkrar ær. Bibbi aðalbóndinn í Grindavík sagðist eiga átta kindur. Nonni á sjö kindur.
Börnin passa vel uppá að kindurnar fái eitthvað að borða.
Birna á sjö kindur. Bubba á ekki lengur kindur.
Rætt er við Fjallkónga.
Guðmundur segir okkur frá hversu margar ær hann á. Hann mælir með að blanda saman störfum innan landbúnaðar og sjávarútvegs rétt eins og forfeður okkar gerðu.
Rætt er við stórbóndann Óla sem sagði smalamennskuna hafa gengið einstaklega vel. Um 20 smalar tóku þátt hvorn daginn.
Fjárbóndi og bæjarstjórnarmaðurinn Gunnar. 
Rætt er við nokkra menn um fjáreign.
Margt fólk er mætt á svæðið til að fylgjast með réttunum.
Rætt er við Árna sem er orðinn 93 ára.
Árni segir okkur frá Hálsunum, Krýsuvíkurhálsinn, Vallarhálsinn, Skálahálsinn og Þorkötlustaðahálsinn.
Rætt er við Tomma sem finnst lambakjötið gott.
Rætt er við smala. Óli fór ekki í smalamennskuna í ár.
Tveir menn ræða saman og er annar þeirra Jón sem er orðinn 85 ára.
Saga af gemlingi sem ekki gat staðið í fæturna en hefur braggast mikið.
Rætt er við Jón og Dan.
17.09.1984
Ekki skráð
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 28.05.2015