Minningar af Hornströndum og úr Búðardal

Æviatriði.
Segir frá fyrstu minningum sínum á Hornbjargsvita. Fluttu til Ísafjarðar þegar hún var 5 ára.
Spurt um dansleiki á Ströndunum. Segir frá balli sem hún fór á 14 ára gömul í Árnesi.
Spurt um útvarpi á Höfðaströnd. Rifjar upp dagskrána og fólkið sem kom til að hlusta á útvarpið.
Spurt um húslestur. Hætti þegar útvarpsmessurnar byrjuðu. Þá var siður að fara í betri fötin á sunnudögum.
Spurt um aðdrætti, sem allir voru af sjó.
Spurt um foreldra hennar.
Segir nánar frá ballinu sem hún fór á 14 ára og böllum á Flæðareyri. Þá komu erindrekar frá Kaupfélaginu og fluttu erindi og síðan var dansað á eftir. Þá var farið til kirkju í Stað í Grunnavík.
Spurt um messuferðir. Börn fóru ekki við jarðarfarir. Orgel var í kirkjunni í Grunnavík.
Spurt um breytingar á sálmum í gegnum árin. Sálmarnir voru sungnir voru hægar. Nefnir sálma sem ekki heyrast lengur eins og Jesús grætur grátið þér. Segir frá ungum messi sem grét undir sálmunum, einkum þessi sálmur.
Spurt um kveðskap, og kvæðasöng. Nefnir gamlan mann sem kunni rímur. Rifjar upp gamlan mann sem þæfði allt og raulaði fyrir munni sér.
Flutti 1943 til Ísafjarðar.
Segir frá farkennslu á Ströndunum. Lærði að lesa 5 ára í sveitinni hjá ömmusystur sinni, Alexandrínu Benediktsdóttur. Segir frá henni og hennar aðstæðum.
Segir frá þegar hún kom til Ísafjarðar og þegar Ragnar H. kom til Ísafjarðar. Segir frá honum sem ótónvissum manni. Þrjár systur hennar lærðu á orgel í Tónlistarskólanum. Móðir hennar lærði á orgel á Eiríki á Dröngum. Faðir hennar spilaði á orgel „glaðlega“ en móðirin eftir nótum.
Spurt um laggerðir. Alltaf sungið saman á jólum og nýjár. Foreldrar hennar kunnu fjölda laga og texta.
Tónmennt og söngur voru í skólanum á Ísafirði. Jón Hróbjartsson kenndi í barnaskólanum en Ragnar H. Ragnar í gagnfræðaskólanum.
Spurt um hvort danstónlist hafi verið leikin á harmoninum. Man eftir að hafa séð langspil og nótur dregnar á strengina. Hljóðfærið var heimasmíðað á Ströndum. Lærði ung nokkur grip á gítar og stöllur hennar sungu á skemmtunum í nokkur skipti. Systur hennar sungu í hópum á skemmtunum. Spurt um Útvarpstíðindi. Á Ísafirði var Villi Valli með hljómsveit og Baldur Geirmunds var líka í tísku. Síðar komu BG og Ingibjörg. Þá voru restrasjónir á kvöldin. Þær voru í Sjálfstæðishúsinu. Einnig voru böll í Góðtemplarahúsinu. Fór einnig á böll með vinum sínum í jeppum á böll í nágranna sveitarfélögin. Aldrei var haft vín um hönd.
Þau hjónin fluttu til Búðardals 1962 og kom þangað fyrir atbeina Friðjóns Þórðarsonar mágs síns. Var þá leikskólakennari. Fór síðan í kennaraskólann og las utanskóla 3ja bekk og las þann 4. í Reykjavík. Ómar Óskarsson kom á stað tónlistarskóla. Stofnaði lúðrasveit. Þorrakórinn var stofnaður um þetta leiti og skiptast síðar í Karlakórinn Frosta og kvennakórinn Funa.
Segir frá Víetnömskum manni sem ráðinn varð að tónlistarskólanum og kunni sá ekkert á orgel né að spila á kór. Gat spilað skammlaust laglínuna í lokin. Halldór Þórðarson tók síðar við.
Segir frá kvartettum. Leikbræður, Janúarkvartettinn og kórinn Vorboðinn sem nefndir eru.
Segir frá skólanum og aðkomu hennar að honum. Alltaf var sungið á sal einu sinni í viku og líku ýmsir undi. Allt mögulegt var sungið. Börnin lærðu textana utanað. Allur skólinn söng á árshátíðinni. Börnin ólust upp við þessar aðstæður. Lagði áherslu á að allir mættu. Stundum komu árgangar þar sem allir sungu, þeirra á meðal dóttir hennar, Hanna Dóra Sturludóttir óperusöngkona. Síðar kom kennari sem var mikill tónlistarmaður. Setti oft upp söngleiki með yngri börnunum. Björn Guðmundsson kennari stjórnaði barnakór.
Segir frá menningarhátíðum sem haldnar voru um allt land. Börnin í tónlistarskólunum tóku þátt í því. Gerðu prógram um Stein Steinarr og Jóhannes úr Kötlum. Lýsir uppsetningum.
Segir frá hljómsveitum og hvers virði tónlistarskólinn varð fyrir samfélagið.
06.09.2013
Þrúður Kristjánsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Hugi Þórðarson uppfærði 16.07.2014