Minningar úr Grímsnesi

Æviatriði. Rifjar upp fólkið á bænum. Segir frá föðurafa sínum.
Húslestrar voru ekki lesnir á heimilinu. Heyrði aldrei talað um rímnakveðskap né langspil.
Skólagangan hófst við níu ára aldur en farskóli var í Eyvík. Segir frá kennslunni. Lýsir því hvers vegna kennsla lagðist af í samkomuhúsinu og flyst á bæina. Öllum árgöngum var kennt saman. Kennari var Valdimar Pálsson. Segir frá öðrum stöðum þar sem hýstu heimakennslu. Sameiginlegur skóli var stofnaður að Ljósafossi. Ekki var sungið í barnaskólanum.
Segir frá fermingarundirbúningnum. Prestur var sr. Guðmundur Einarsson á Mosfelli.
Man ekki eftir orgelum á bæjum öðrum en Minni-Borg.
Man eftir kirkjunni á Klausturhólum. Var þar einu sinni við fermingarmessu. Segir frá baráttu afa hennar við byggingu kirkju að Stóru-Borg.
Rifjar upp þegar útvarpið kom. Afi hennar hafði mikinn áhuga á útvarpi. Hlustaði á útvarp frá Loftskeytastöðinni áður en Ríkisútvarpið hóf útsendingar. Lýsir tækjunum. Heyrði fyrstu útsendingar útvarpsins. Afi hennar réði því á hvað átti að hlusta. Man eftir Sigrúnu Ögmundsdóttur þul. Geymarnir hvoru hlaðnir í Eyvindartungu. Þeir voru reiddir á hestum upp að Borg og þaðan tók Ólafur Ketilsson við þeim.
Segir frá Ólafi Ketilssyni. Segir frá baráttu afa hennar við vegalagningu. Lýsir vegalagningu í sveitinni. Faðir hennar fór með hestvagna til Reykjavíkur að versla inn. Verslaði við „Gunnar í Von“. Lýsir aðdráttum í sveitinni. Fengu sjaldan fisk. Síðar keyrðu bílar um og seldu fisk. Veiddu silung í Hestvatni að sumrinu.
Lýsir því sem borðað var. Allt var bakað á heimilinu af brauðmeti.
Man ekki eftir leiklist þegar hún var barn, en með Ungmennafélaginu var farið að leika. Man eftir Manni og Konu og var það sýnt 20 sinnum. Ferðuðust um sveitir með verkið. Sýndu einnig í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík. Segir frá framámönnum í leiklistinn. Þá nefnir hún unga menn sem æfðu og kepptu í íþróttum.
Kórastarfsemi var engin þegar hún var að alast upp.
Man eftir Alþingishátínni 1930. Pabbi hennar og afi fóru á hátíðina..
Að vetrinum var að minnsta kosti 1 ball „í jólatíðinni“. Fyrsta ballið sem hún fékk að vaka á var hún 12 ára gömul og var það haldið í Gömlu Borg. Leikið var á eina harmonikku. Nefnir Halldór á Kárastöðum sem lék fyrir dansi.
Fór 18 ára gömul til Reykjavíkur. Fór að vinna á klæðskeraverkstæðinu H. Anderson og Sön í Aðalstræti 16. Segir frá dvöl sinni þar og hvað hún lærði að sauma. Vann þar til hún missti heilsuna.
Rifjar upp þegar hún fór út að skemmta sér í Reykjavík. Fór stundum á Samvinnuskóla- og Kennarskólaböll. Fór einnig á samkomur í Listamannaskálanum. Þar lærði hún Félagsvist. Sótti einnig leikhús.
Rifjar upp hernámsárin í Reykjavík. Fannst erfitt að stytta sér leið um Skólavörðuholtið en þar var allt fullt af hermannabröggum. Segir frá fólki sem kom til að vinna við Bretavinnuna og húsnæðisaðstæðum þeirra.
Segir nánar frá vinnu sinni við sauma. Hún smitaðist af berklum og varð því að hætta að starfa þar. Lýsir áhrifum sjúkdómsins. Rifjar upp hvernig hún smitaðist. Rifjar upp þegar hún þurfti að mæta til læknisskoðunar. Öll börnin hennar voru sprautuð fyrir berklum.
Lýsir aðstæðum sínum eftir að hún veikist. Dvaldi hjá foreldrum sínum. Faðir hennar fórst af slysförum 1952. Lýsir því hvernig faðir hans fórst. Í sveitina flutti ungur maður úr Mývatnssveitinni ásamt bróður sínum. Hann réðist sem vinnumaður að Eyvík. Þau felldu saman hugi og tóku við búskapnum. Þau eignuðust þrjú börn.
Segir frá Þórði Kristleifssyni á Laugarvatni og dvöl sinni þar.
Ræðir um framtíð sveitarinnar. Vill lítið spá um hana. Rifjar upp þegar hún byrjaði að búa en þá voru allir að byggja upp í sveitunum. Man þegar hún fékk traktor, Amerískur traktor, Oliver sem var tækjalaus. Fengu góðan traktor 1957. Lýsir notkun þessara tækja. Fengu síðar Rússabíl með blæju. Fengu úthlutaðan jeppa því langt var á beitarhús. Fengu síðar Landrover og Austin Gipsy sem notaðir voru við búskapinn.
Rifjar upp breytingar sem urðu í sveitinni hennar fyrstu búskaparár. Segir frá nýbyggingum á jörðinn. Lýsir hvernig húsin voru byggð. Nú er búið með sauðfé í Eyvík. Í Grímnesreppi eru þrú heimili sem framleiða mjólk. Áður voru kýr á öllum bæjum. Fjósbyggingar standa víða auðar.
Segir nánar frá vegamálum. Segir frá vegleysum að Sóleimum. Segir frekar frá baráttu afa hennar fyrir vegalagningu. Lýsir henni.
Ramagnið kom í Eyvík á sjötta áratugnum. Lýsir því hvernig að því var staðið. Segir frá Bjarna á Laugarvatni sem var á þingi. Segir frá aðkomu hans að lagningu rafmagnsins. Ingólfur á Hellu aðstoðuðu þau við að „komast á áætlun“ í rafmagnsmálum.
Lýsir fjórbyggingunni og steypuvinnunni við það.
Ening stæk pólitík var á hennar heimili. Afi hennar keypti alltaf Ísafold, Vörð og Tímann. Vildi fá báðar hliðar á málunum. Segir frá því þegar síminn kom og baráttu afa hennar fyrir símalagningunni. Bændurnar lögðu „bretavír“ eftir mýrinni á alla bæi í sveitinni. Lýsir aðferðu við að hringja. Segir frá Ragnheði á Borg og áhuga hennar á félagsmálum. Hún fékk krakka til að syngja.
Segir frá stofnun kvenfélagsins í sveitinni. Lýsir starfsemi þess.
16.01.2014
Emma Kolbeinsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 21.11.2014