Minningar úr Biskupstungum

Æviatrið. Segir frá þegar hann fæddist á Túnaréttadag og frá foreldrum sínum, afa og ömmu.
Segir frá þegar faðir hans keypti jörðina Vatnsleysu. Til stóð að foreldrar hans flyttu vestur í Dali. En þau fengu happdrættisvinning og gátu því keypt Vatnsleysu.
Segir frá heimilisfólkinu. Öll börnin 9 fæddust í baðstofunni á Vatnsleysu. Deildi rúmi með ömmu sinni fram að fermingu. Hún fór með passíusálm fyrir hann á hverju kvöldi, en hún kunni þá alla utanað.
Segir nánar frá móður sinni og að hún hafi oft vitnað í sögur að vestan. Hún saknaði þess að sjá ekki til sjávar á Vatnsleysu. Amma hans talaði ekki mikið um gamla tíma.
Húslestrar voru lesnir á Vatnsleysu. Á Vatnsleysu var tvíbýli og mikill samgangur á milli bæjanna. Faðir hans las húslestrana, en þeir voru lesnir til skiptis á bæjunum á sunnudögum. Alltaf sunginn sálmur að lestri loknum.
Guðmundur Óli til við af honum og þjónaði í 40 ár.
Fyrsti organisinn sem hann man var Sigurlaug Erlendsdóttir svo og Jóhannes bróðir hennar. Þá tók Erlendur Björnsson á Vatnsleysu við og spilaði í áratugi í öllum kirkjum í sveitinni. Faðir hans lék einni í afleysingum.
Orgel var á bænum. Báðir lærðu á orgel, man ekki hverjum. Mikill söngur var á heimilinu. Við húslestrana var sungið raddað. Lýsir því.
Man ekki eftir að menn hafi sungið rímur, en heyrði þó talað um þær. Heyrði aldrei leikið á langspil en heyrði talað um það.
Byrjaði 10 ára í skóla, heimavistarskóla. Skólinn var í Reykholti, byggður 1927. Byggingin stendur enn. Man eftir þegar verið var að steypa skólann. Lýsir því.
Í skólanum var einn kennari sem kenndi allt, einnig söng. Starfrækti barnakór. Hét Stefán Sigurðsson frá Reyðará á Austfjörðum, mjög fjölhæfur kennari. Segir nánar frá honum. Sett var upp lítið leikstykki á hverju ári. Léku m.a. Hans og Grétu.
Rifjar upp þegar útvarpið kom. Rifjar upp slysið 1938 þegar bíll fór í Tungufljót. Man þegar fólkið sata við útvarpið og hlýddi á jarðarförina. Segir frá slysinu. Koma útvarpsins varð til þess að húslestrar lögðust niður.
Þinghúsið var á Vatnsleysu, byggt á sama tíma og skólinn. Lýsir byggingunni. Það varu haldnar samkomur, sem allar voru haldnar að deginum til. Alltaf var einhver fenginn til að lesa sögu. Lýsir dansleikjum. Eiríkur á Bóli lék á harmonikkuna. Lítið var um að aðrir spiluðu á dansleikjum. Fór síðar að fá með sér mann með trommur, Jón Kjartansson sem var vinnumaður á Bóli. Segir frá hvernig Eiríkur fór á milli bæja, en Eiríkur var blindur.
RIfjar upp samgöngur þegar hann var barn. Man eftir Ólafi Ketilssyni og Magnúsi í Haukholtum sem sáu um samgöngur.
Skálholt var enginn helgistaður þegar hann var að alast upp. Hún varð það ekki fyrr en 1963 þegar kirkjan var byggð. Skólinn var kominn 1958.
Almennir dansleikir voru haldnir að Vatnsleysu. Alltaf var sett upp leikrit á hverju ári í samkomuhúsinu að Vatnsleysu. Sérstök skemmtun var milli jóla og nýárs og þá voru sett upp leikstykki. Skuggasveinn var leikinn tvívegis.
Rifjar upp karlakórinn sem starfaði í 30 ár, var stofnaður fyrir 1930. Kórinn söng alltaf á jólaskemmtunum. Þorsteinn Sigurðsson á Vatnsleysu, faðir Sigurðar stjórnaði kórnum. Segir frá æfingum. Menn komu langt að á æfingarnar.
Segir nánar frá dansleikjahaldi á Vatnsleysu.
Segir frá kvenfélginu í sveitinni og störfum þess.
Segir frá skólastarfinu og hvaða áhrif það hafði á félagsstarf í sveitinni.
Hóf búskap árið 1955. Segir frá aðstæðum þegar hann hóf búskap.
Segir frá föður sínum og störfum hans að félagsmálum.
Segir frá ánum sem voru hindranir í samgöngum. Segir frá vöðum og ferju á Tungufljóti sem klýfur sveitina í tvennt. Segir frá samgöngubótum sem urðu þegar brýrnar komu á Tungufljót og Hvítá.
Spurt um menningarandann og mennigarlífið í sveitinni í dag. Segir frá því. Segir frá Skálholtskórnum sem stofnaður 1963, en stjórnandi hans var Róbert Abraham og síðar Glúmur Gylfason á Selfossi. Í sveitinni hafa verið ýmsir smákórar. Hefur verið í kór síðan hann var í barnaskóla. Segir frá sameiningu hreppanna sem í dag eru kallaðir Bláskógarbyggð.
16.01.2014
Sigurður Þorsteinsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 17.11.2015