Minningar úr Fljótum

Æviatriði. Segir frá fjölskyldunum að Saurbæ þegar hann fæddist. Segir frá afa sínum, sem flutt hafði á Siglufjörð.
Segir frá búskapnum á bænum. Búið var talið stórbú með 100 kindum og foreldrar hans talin efnuð. Faðir hans var formaður alla tíð og átti bát. Sjórinn var mikið sóttur í Fljótunum. Búin voru aldrei stærri en svo að konur og börn gætu séð um búskapinn meðan mennirnir stunduðu sjóinn.
Faðir hans og afi stunduðu hákarlaveiðar á opnum bátum alla tíð. Vissi einu sinni til að þeir fóru vestur á Ísafjörð. Segir frá þeirri ferð. Einn mann um borð langaði mikið í harmonikku sem hann hafði séð í verslun í Ísafirði. Þeir sem voru aflögu færir lánuðu honum fyrir nikkunni. Síðar var byggt yfir lúkarinn á bátunum og þá var hægt að hita matinn. Öll skipin voru 8 og 10 æringar og allt seglskip.
Rifjar upp veiðar Fljótamanna. Búin voru þriðjungi minni en í Skagafirði. Það gerði veiðiskapurinn, sem var fugl og fiskur auk veiða í Miklavatni, en í því var veitt allt árið. Þar veiddist þorskur, ýsa og ufsi. Segir frá veiðiskap föður síns sem hann hafði í nausti í Sökkukeldu í Stórholtsmýrum.
Segir frá hvernig fiskurinn var verkaður, sem var aðallega í salt. Einnig var sett í skreið. Veiðin var aðeins fyrir heimilið. Einnig var fiskur gefinn á næstu bæi. Segir frá er menn hjálpuðu hver öðrum í sveitinni.
Guðbrandur verður póstur sveitarinnar 1955. Sveitarfélagið var fátækt en skortur aðeins á tveimur bæjum þar sem eldra fólk bjó.
Átti engan bíl þegar hann hóf póstferðir. Fór gangandi, hestum og á reiðhljóli, en á skíðum á vetrum. Póstleiðin var 60 kílómetrar, auk ferða heim á bæina. Segir nánar frá því. Þyngstu póstarnir urðu 82 pund (41 kíló). Segir frá samskiptum sínum við póstmeistarann í Reykjavík.
Segir dæmi um breytingar á þjóðfélaginu frá þessum árum. Nefnir Hermann Jónsson póstmeistari á Ysta Mói og samskiptum við hann. Segir frá þegar áfengi kom með póstinum frá Siglufirði.
Lenti aldrei í erfiðleikum í sínum póstferðum. En lenti þó einu sinni í erfiðri færð. Þurfti þá að fara með express bréf. Þetta var eina hraðbréfið sem hann flutti í sinni pósttíð.
Segir frá byggingu Sólgarða sem byggðir voru frá Siglufirði, snemma á stíðsárunum. Lýsir því. Segir frá hreppunum í sveitinni.
Segir frá skólagöngu sinni. Sótti barnaskóla að Ketilási en kennari var Hannes Hannesson. Söngur var mikið stundaður í Fljótum. Telur Fljótamenn hafa verið undan öðrum með söng. Fengu tvo „furðufugla“ í Fljót af Suðurlandi. Annar þeirra var „Sigurður söngur“. Til hans má rekja marga tenórsöngvara. Frá honum eru „Gautar“ komnir. Sigurður var organist í Fljótum.
Þorlákur var organisti og börn sungu hjá honum. Hann lét börn syngja íslenska ættjarðasöngva en einnig þýsk lög.
Segir frá kirkjunum í sveitinni sem voru tvær. Fyrr voru þær þrjár, Stórholtskirkja sem fauk 1906. Segir frá söng „Sigurðar söngs“ sem gat sungið svo sterkt að hann heyrðist niður i Haganesvík.
Síðasti organisti, Þorlákur Stefánsson á Gautastöðum stjórnaði kórum í kirkjunum. Var með kóra bæði við Barðskirkju og Knappstaðakirkju.
Leiklist var mjög lífleg fram yfir 1960. Leikrit voru flutt á nánast hverjum vetri. Ungmennafélagshreyfingin var mjög vinsæl. Í hreppnum störfuðu um tíma þrjú ungmennafélög sem gáfu út handskrifuð blöð. Margt fólk bjó í sveitinni. Segir frá bæjunum í Stíflu. Árið 1910 bjuggu þar 70 manns.
Segir frá skemmtanahaldi og dansleikjum. Dansað var í Haganesvík, að Ketilási og Miðgarði. Síðasta þinghúsið var í Holtshreppi. Þar er örnefni sem heitir Þinghóll. Segir frá þinghúsinu í Haganeshreppi.
Man ekki eftir langspili. Man aðeins eftir fiðlum og harmonikku. Segir frá fiðluleikurum. Man eftir fiðlu á þremur bæjum. Sá leikið á fiðlu á Reykjarhóli, vissi af fiðlu í Lambanesi og þriðja fiðlan var í Helgustöðum. Líklega pantaðar frá Danmörku. Pöntunarlistar voru mikið notaðir. Segir frá pöntun föður hans á harmoniku. Faðir hans lék á tvöfalda harmoniku. Harmonika var algengt hljóðfæri. Leikið var undir dansi bæði á fiðlu og harmoniku. Segir frá Gunnlaugi á Helgustöðum. Einnig var leikið á munnhörpur og hárgreiður.
Menn lærðu lögin eftir útvarpinu. Útvarp kom seint á hans heimili. Man eftir að útvarp kom á næsta bæ, hann þá 4 ára gamall. Heimilisfólkið fór að hlusta á útvarp um jólin. Fengu ekki Útvarpstíðindi. Man ekki eftir að hafa borið það út sem póstur.
Fljótin voru alltaf afskekkt. Voru aðeins talin Skagfirðingar nema á hátíðum. Samgöngur voru aðallega við Siglufjörð og bæina þar fyrir sunnan, til Akureyrar. Segir gamansögu af manni sem hét Aðalsteinn. Hann fór aðeins einu sinni til Skagafjarðar.
Segir sögu af Aðalsteini bónda á Gili sem afsannar að hann hafi verið heimskur.
Lýsir samgöngum við Siglufjörð, Siglufjarðarskarð, Botnaleið og Sandskarð, Ólafsfjarðarskarð og Lágheiði til Ólafsfjarðar.
Segir frá ferðum spilara með harmonikkur á dansleiki. Dansleikir voru allan veturinn og endaði með vorskemmtun hjá ungmennafélögunum. Ákveðnar skemmtanir á ákveðnum tíma. Man ekki eftir að dansaður var álfadans, en móðir hans tók þátt í slíkum skemmtunum.
Hjátrú er enn í Fljótum. Nefnir dæmi um hana. Forðast skyldi alla álagabletti né gera á hlut huldufólks. Ekki mátti byrja verk á mánudegi. Ekki var slegið á sunnudögum.
Segir frá eigin harmonikkuspili sem hætti þegar hann missti framan af fingri.
Segir nánar frá útvarpinu, battaríum og rafhlöðum. Hlaðið var á Ysta-Mói en síðar í Skeiðsfossvirkjuninni. Rafmagn kom ekki í sveitina við virkjunina. Fengu rafmagn 1950.
Rifjar upp vegasamband við Siglufjörð, sem var reiðvegur. Vegurinn um Fljót er lagður um 1940. Það var kerruvegur. Vinnuvélar komur ekki fyrr en 1950, jarðýtur. Fyrsti traktorinn kom í Stórholt 1949. Engin tæki voru þó við þann traktor nema slátturvél.
Segir frá hvenær menningarlífi fór að hraka. Segir að þar hafi helst haft áhrif stofnun bidgeklúbbs. Einnig bar spilað brús í Fljótum. Telur Fljótamenn eigi Bakkabræður.
Talar nánar um bridgeklúbbinn sem hann telur að drepið hafi ungmennafélagið og gengið nærri kvenfélaginu sem var sterkt félag í Fljótum.
Telur sameiningu sveitarfélaganna hafi endanlega eyðilagt menningarlífið í sveitinni, en Fljót sameinuðust Sauðárkróki. Lýsir því nánar.
Spurt er um hljómsveitir, en þær hafa aldrei verið í Fljótum. Þó voru Gautar úr Fljótum en störfuðu á Siglurfirði. Nefnir sérkenni Fljótamanna. Samhjálp kemur efst í huga. Nefnir dæmi. Veiddur grásleppu og Rauðmaga í net, sem var svo gefið á bæina.
Segir frá hákarlaverkun sem var mikil í Fljótum. Segir frá hákarlastöppunni. Út brjóski og haus var soðin hákarlastappa. Hákarlinn var alltaf kæstur fyrst. Segir frá frænda sínum sem verkaði hákarlastöpppu. Notað var feiraður tólgur í stöppuna.
03.11.2013
Guðbrandur Þór Jónsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 18.12.2014