Minningar úr Dýrafirði

Æviatriði.
Segir frá því þegar fjölskyldan flutti að Botni í Dýrafirði. Segir frá snjóskriðu sem eyddi býlinu 1925, í Halaveðrinu.
Spurt um skólanám.
Spurt um rímnakveðskap, langspil, tónlist og söng.
Spurt um aðdrætti.
Spurt um þegar útvarpið kom. Segir frá þegar útvarpið kom á hans heimili.
Spurt um húslestra. Faðir hans las úr Vídalínspostillu og áhrif útvarpsins á þann lestur. Segir frá þegar batterí voru hlaðin.
Fór til sjós 15 ára. Rifjar það upp. Var 42 ár til sjós. Rifjar upp eitt og annað frá þeim árum. Segir frá teinum sem lágu um höfnina sem vagnar gengu eftir. Segir frá togurum sem hann var á.
Segir frá hrakningum á litlu skipunum. Segir frá ísingu á skipunum. Segir frá því þegar hann féll í sjóinn.
Spurt um skemmtanahald þegar hann var ungur. Leikið var á harmonikku undir dansi. Nokkrir léku á munnhörpu.
Spurt um kirkjusókn. Þau áttu kirkjusókn í Mýrakirkju.
Spurt um leikfélag. Sá fáar leiksýningar.
Spurt nánar um frívaktir til sjós. Segir frá fiskverði á stríðsárunum. Sigldi á Bretland öll stríðsárin. Segir hvaða leið siglt var. Segir frá vopnum á skipunum. Segir frá þegar skotið var á Vörð frá Patreksfirði. Segir frá flugvélum í Dýrafirði. Segir frá þegar þeir skutu á Súðina. Segir frá tundurduflum.
Spurt um mat til sjós. Segir frá síldveiðum.
Spurt um samgöngur á vetrum og segir frá bílum. Mikið farið um á skíðum. Sumir fóru um og kenndu fólki á skíðum.
Segir frá þegar bóndi missti allt sitt fé í sjóinn á síðasta vetrardag í Lambadal. Segir frá flóðahættum í Dýrafirði. Talar um breytingar á aðstæðum eftir stríðið.
10.09.2013
Jón Þorsteinn Sigurðsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 17.07.2014