Minningar frá Árskógsströnd

Æviatriði.
Segir frá foreldrum sínum og heimili þeirra.
Segir frá skólagöngu sinni í Árskógsskóla. Segir frá Jóhannesi Óla Sæmundssyni kennara. Hefur skrifað dagbók í 70 ár. Segir frá námsgreinum í skólanum.
Segir nánar frá söngkennslunni í skólanum.
Segir frá femingarundirbúningnum og sálmalærdóm í tengslum við hann.
Segir frá leiklist þegar hann var ungur. Segir frá stúkunni Baldursbrá. Nefnir nokkur leikrit sem þau léku.
Segir frá ferðalagi leikfélagsins til Ólafsfjarðar. Lentu í vondu veðri.
Segir söngstarfsemi þegar han var orðinn fullorðinn. Segir frá Þrastarkvartettinum, kirkjukórunum og organistunum í sveitinni.
Segir frá prestunum við kirkjurnar. Rifjar upp sögu af séra Stefáni Kristinssyni.
Segir frá framhaldsnámi sínu. Segir frá kennurum unglingaskólans.
Rifjar upp ár sín í Laugaskóla, einkum íþróttaiðkun þar. Þá var Sigurður Kristjánsson frá Brautarhóli skólastjóri. Segir frá skíðaiðkun á Laugum. Rifjar upp nokkra skíðagöngumenn sem hann keppti með.
Rifjar upp sönglíf á Laugaskóla. Rifjar upp félagslífið í sveitinni sem tengdist skólanum.
Segir frá námi í Danmörku.
Segir frá Íslendingi, Jóni Þorsteinssyni sem kenndi við skólann. Jón barðist í heimavarnarliði Dana og tók þátt í andófi gegn Þjóðverjum.
Spurt um samgöngur fyrr á tíð. Segir frá ýmsum erfiðleikum sem urðu vegna mikilla snjóalaga.
Rifjar upp þegar snjóbílar og snjósleðar komu í sveitina. Segir frá hvernig þau hjón notuðu þessi tæki til að hún kæmist um vegna ljósmæðrastarfa sinna. Segir frá Willis jeppanum sem hann keypti af séra Friðrik Friðrikssyni. Segir frá öðrum vinnutækjum sem hann keypti. Rifjar upp þegar jepparnir komu í sveitina. Segir frá þegar hann dró herjeppa, föstum í snjó upp á veg með hestinum Jarp.
Segir frá ferðum milli bæja á skíðum og hvernig skíði hann notaði. Segir frá þegar hann keppti á skíðum.
Segir frá því þegar hann fer að hugsa til þess að nýta aðstæðurnar í sveitinni til ferðaþjónustu. Segir frá fyrstu skrefum sínum í þeim efnum. Segir frá rannsóknum háskólastofnana á svæðinu. Segir frá hugmyndum sínum um kláfferju á fjöllin í Eyjafirði. Einnig frá göngum og lyftu upp á fjöllin.
Segir frá þegar hann fann heitt vatn á Ytri-Vík. Segir frá hugmyndum um heilsuhótel við ströndina.
05.11.2013
Sveinn Jónsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 7.08.2014