Minningar úr Hrunamannahreppi

Æviatriði. Segir frá foreldrum sínum, systkinum og heimilisfólki.
Segir frá er faðir hans tók við búinu.
Lýsir húsakynnum þegar hann var að alast upp. Segir frá þegar húsið skekktist í jarðskjálftunum 1896. Segir frá öðrum húsum sem skemdust.
Segir frá afa sínum og ömmu þegar hann var ungur. Rifjar upp félagsmálastarf afa síns.
Segir frá orgeli á heimilinu þegar hann var barn. Amma hans var mjög músíkölsk. Man ekki eftir að hún léki á orgelið. Man ekki eftir rímnakveðskap í sveitinni né langspil.
Segir frá skólagöngu og söng í barnaskólanum á Flúðum. Njáll Þórodsson var þá skólastjóri. Segir frá að bærinn í Birtingarholti brann árið 1951 og glötuðust þá mikil verðmæti.
Segir frá föður sínum og hvar hann lærði að leika á hljóðfæri. Sótti námskeið hjá Sigfúsi Einarssyni og Sigvalda Kaldalóns. Segir frá stofnun Hreppakórsins 1924 og forgöngumenn þess og starfsárum kórsins. Rifjar upp eitt og annað úr sögu kórsins sem Oddur Helgason sagði honum skömmu áður en hann dó. Æft var á bæjum þar sem orgel voru. Segir frá fjármarki sem kórinn vildi eigna sér - „Lögg framan hægra og bragð aftan vinstra“. Segir frá að kórinn hafi boðið í nokkur lömb á haustin, óskilafé.
Segir frá starfi föður síns að tónlistarmálum. Var byrjaður að leika við messur um fermingu. Var alla tíð organisti kirkjunnar. Segir frá kirkjunni og þeim er fuku árið 1907. Kirkjan var nýbyggð þegar hún fauk. Segir frá endurbyggingunni. Man ekki eftir forsöngvurum.
Segir frá vegatenginum í sveitinni.
Segir frá fiskinum sem þau fengu bæði úr veri og með mjólkurbílunum. Þau nýttu sér lítið veiði í Laxá.
Man eftir að fólkið talaði um komu útvarpsins. Á heimilinu voru lesnir húslestrar. Á passíusálmabók frá 1838 og segir frá henni. Man eftir að afi hans las húslestra. Fólkið var kirkjurækið. Alltaf var hlustað á messur og passíusálma. Fólk söng ekki með útvarpsmessum.
Segir frá útgáfu bókarinnar um leiklistina í hreppnum.
Rifjar upp árin sem farið var á Álfaskeið. Kórarnir sungu alltaf á hátíðinni. Einnig komu stærri kórar úr Reykjavík.
RIfjar upp nokkra tónlistarmenn sem faðir hans umgekkst og hafði samband við. Til eru útvarpsupptökur með kórnum.
Man lítið eftir Kjartani Jóhannessyni sem kom og hélt námskeið fyrir kórana.
Rifjar upp frásagnir af stríðsárunum og áróðursræður í útvarpinu. Bretar voru með bragga á Sandholtinu. Man ekki eftir samskiptum við Bretana.
Í Hrepphólakirkju var lestrarfélag og þar var gott bókasafn. Þegar breyting varð á kirkjuskipan eftir 1970 voru lestrarfélög sameinuð í Hrunakrikjur og Hrepphólakirkju og urðu þau upphafið af bókasafni sveitarinnar.
Segir frá danskleikjahaldi þegar hann var barn, fyrst á Álfaskeiði. Oftast léku „Róbertanir“ og lék Svavar Gests oft með þeim á trommur. Síðar kom Hljómsveit Óskars Guðmundssonar og fl. Mikill drifkraftur var í Ungmennafélaginu eftir að félagsheimilið komst í gagnið.
Rifjar upp þegar kvikmyndavélar komu í félagshemilið í kringum 1960. Sýndar voru kvikmyndir á fimmtudögum í árafjöld.
Rifjar upp þegar Sogsrafmangið kom 1957. Rafstöð kom við húsið 1946 og það rafvætt. Um tíma var notað gas til lýsingar á bænum.
Rifjar upp þegar fyrsti traktorinn kom og lýsir því, árið 1944. Rifjar upp þegar hann var settur saman heima á hlaði. Traktorinn var International V4 á járnhjólum. Lýsir notkun hans.
Segir frá uppbyggingu á bænum á fimmta áratugnum og eftir að húsið brennur.
Segir frá þegar hann tekur við búskapnum á bænum. Segir frá námi sínu á Hvanneyri og því sem hann lærði þar.
Búskaparhættir hafa breyst mikið í sveitinni. Rifjar þær breytingar upp. Segir frá rannsóknum sínum á afurðaskýrslum sveitarinnar. Man lítið eftir grænmetisframleiðsu sem barn. Segir frá kartöfluræktun í sveitinni sem var mikil um tíma. Lýsir jarðagæðum. RIfjar upp þegar þeir keyptu regnáveitukerfi sem gaf trygga uppskeru. Rifjar upp næturfrost um árabil og hvernig þeir vörðust því. Búum hefur fækkað úr 70 í 30 en mjólkurframleiðslan er meiri nú.
20.01.2014
Magnús Helgi Sigurðsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 19.11.2014