Minningar úr Þistilfirði og Dýrafirði

Æviatriði. Segir frá foreldrum sínum.
Segir frá afa sínum og ömmu og bændum á Syðra-Lóni.
Spurt um skólagöngu. Segir frá veru sinni í Samvinnuskólanum og Jónasi frá Hriflu.
Spurt um tónlistarkennslu í grunnskólanum og á svæðinu þar sem hann ólst upp. Segir frá skemmtanalífinu. Tók ungur þátt í því að „leysa af“ á böllum. Söngur var kenndur í skólanum. Oddný Árnadóttir kirkjuorganisti stjórnaði barnakór. Einnig spilaði Karl Hjálmarsson kaupfélagsstjóri á Þórshöfn. Karl vara bróðir Ragnars H. Ragnar. Oddný stjórnaðir söngnum og Karl lék undir á orgel.
Spurt um harmonikkuleikara við Þistilfjörðinn. Nefnir Jóhann frá Ormarslóni og nokkra fleiri. Nefnir mann sem kom með vandaða harmonikku frá Noregi og hafði lært að spila þar.
Segir frá fyrstu jeppunum og möguleikunum að ferðast um. Lýsir dansleikjum og aðstæðum í þing- og samkomuhúsum. Kynin sátu sitt hvorum megin í húsun fram undir rokkið. Með því komu borð og stólar í salina í staðinn fyrir bekki. Lýsir ballmenningu þegar hann var ungur.
Segir frá fyrstu hljómsveitunum. Hljómsveitir komu með rokktónlistinni. Fer 1954 frá Þórshöfn og þá voru engar hljómsveitir.
Segir frá því þegar hann kom til starfa hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga 1954. Tekur við pósthúsinu árið 1960. Var stöðvarstjóri Pósts og síma í 42 ár. Segir frá sveitasímanum og starfsemi á pósthúsinu.
Segir frá símstöðvum sem félagsmiðstöðvar fólks. Segir frá þjónustu við breska togara á Þingeyri.
Segir frá útgerð á Þingeyri og þeim toll sem stríðsárin tóku. Upp úr 1960 varð uppgangur að nýju. Segir frá útgerð á Þingeyri og þeim toll sem stríðsárin tóku. Upp úr 1960 varð uppgangur að nýju.
Segir frá línuskipum sem komu um 1960 og þá lifnaði yfir öllu í bænum. Sú þróun byggðist upp í 2 togara. Um tíma voru 500 manns í þorpinu en árið 2013 eru um 260.
Rifjar upp tónlistarlífið í bænum þegar hann kom til starfa á Þingeyri.
Spurt um kirkjukórinn. Organisti var Baldur Sigurjónsson. Karlakór var áður starfandi í bænum en hefur nú sameinast kórum á Vestfjörðum. Segir frá Tómasi Jónssyni sem var mjög virkur í sönglífi karlanna.
Segir frá tónlistarskólanum á Þingeyri. Í dag er skólinn deild frá Tónlistarskólanum á Ísafirði.
Segir frá harmonikkufélaginu á staðnum. Þegar hann kom til Þingeyrar var enginn sem lék fyrir dansi. Hann lék mörg ár fyrir dansi. Segir frá hljómsveit sem stofnuð var og nokkrum meðlimum hennar. Rifjar upp ballspilamennsku á Þórshöfn. Honum leiddist alltaf að spila á dansleikjum. Rifjar upp dansleik á Þórshöfn. Greiðsluna notaði hann til að kaupa betra hljóðfæri.
Segir frá harmonikkufélaginu á Þingeyri.
Spurt um leikfélög á Þingeyri. Áður var blómleg leikstarfsemi í þorpinu.
Segir frá því þegar hann fór að finna fyrir því að þorpinu fór að dala. Rifjar upp uppbygginguna og fallið.
Veltir vöngum yfir framtíðinni.
09.09.2013
Guðmundur Ingvarsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 16.07.2014