Minningar úr tónlistarlífinu - Rætt við Gunnar H. Jónsson um lífið og tilveruna

Spyrill í þessu viðtali auk Bjarka er Jón Hrólfur Sigurjónsson.
Gunnar fer með vísu orta í tilefni fæðingar Guðmundur Norðdahl sálufélaga og vinar.
Gunnar var fæddur á Brandsstöðum á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu, hjáleigu við prestsetrið á Stað. Dvelur þar fyrsta árið.
Gunnar er fæddur inn í kreppuna. Gunnar skilgreinir kreppu.
Fjölskyldan flytur um tíma að Miðjanesi. Sagan af manninum úr Reykjavík sem fann fyrir Gunnari þegar hann löngu síðar sat á þeim stað í Miðjanesi þar sem vagga Gunnars hafði áður staðið.
Fjölskyldan flytur að Múla við Þorskafjörð (Fagri Múli); ævinlega kallað Múlakot í sveitinni.
Faðir Gunnars hrekst að heiman vegna þrenginga í kreppunni (ekki til matur handa öllum) og þá slapp með að hafa ofaní fólkið.
Fjölskyldan flutti á Hallsteinsnes, tvíbýli yst á nesinu milli Djúpafjarðar og Þorskafjarðar.
Tveimur árum síðar giftist hálfsystir Gunnars og flyst hann með henni að Hjöllum í Þorskafirði 6 ára og móðir hans árið eftir. Gunnar dvelur að Hjöllum til 19 ára aldurs.
Skólaganga takmörkuð; kannski 6 mánuður í allt.
Lítið um músík í æsku. Sungið í kirkjum, rammfalskt.
Bjarkarlundur reistur af tveimur mönnum aðallega: Jóni og Þórði Andréssyni fóstra Gunnars. Lenti þá á Gunnari og systur hans að heyja fyrir 300 fjár og 16-17 hesta.
Ólafur frá Mosfelli heillaði Gunnar þegar hann söng við píanóundirleik í Bjarkarlundi Kata litla í koti og Í djúpum dal.
Öskubuskur sungu í Bjarkarlundi. Gunnar fenginn til að stilla gítar fyrir þær þó hann hafi aldrei áður séð gítar.
Fyrsta nótnabókin. Organisti hafði sagt Gunnari hvar nótan C var á nótnastrengnum og hann fundið aðrar nótur út frá því. Spilaði eflaust Ó Susanna og slík lög.
Fyrsti konsert Gunnars 11 ára: Systir Gunnars hafði fengið einfalda (díatóníska) harmoniku lánaða í eina eða tvær vikur. Gunnar æfði Hænsnapolkann lék fyrir hænsnin.
Var tvo mánuði í kaupavinnu á Egilsstöðum í Ölfusinu 1949. Hafði fengið gefins mandólín stuttu áður og lék á það fyrir dansi í hlöðunni. Ballið fólki í fersku minni 50 árum síðar.
Fósturforeldrar hættu búskap fyrir vestan og fluttu í Ölfusi. Gunnar fluttist þá til Reykjavíkur. Ríkharður Jónsson. Gunnar fékk vilyrði fyrir að komast í myndskurðarnám hjá Ríkharði. Það brást en Gunnar tók einn bekk í Iðnskólanum meðan hann beið. Hóf svo fiðlunám hjá Jósef Felzmann (Joseph Felzmann) 8. október 1949. Felzmann undirstrikar alvöru þess að gerast tónlistarmaður.
Lærir nokkur ár með hléum hjá Felzmann. Var atvinnulaus í um tvö ár fyrir utan vinnu dag og dag og kaupavinnu í Ölfusi. Bjó í Kamp Knox.
Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, stofnaði skóla sem fór á hausinn; kennt var í Breiðfirðingabúð. Þar byrjaði Gunnar að kenna með vinnu í Þjóðleikhúsinu. Haustið 1950 eða 1951 vann Gunnar um tíma í apóteki með námi, líka í skóverksmiðju seinna með kennslu.
Eftir ár í námi vildi Felzmann að Gunnar lærði á píanó eða gítar; kynntist hljómahljóðfæri. Meiri þörf fyrir gítarista ef þú finnur gítarkennara. Var eitt ár í Tónlistarskólanum í Reykjavík. Jón Þórarinsson kennari í tónfræði. Hryggbrotnaði í bílslysi á Kjalarnesi 5. ágúst 1957 og varð að hætta í Tónlistarskólanum. Jón vildi þá að Gunnar yrði einkanemandi hans og fengi auk þess að læra á hljóðfæri að eigin vali. Jón gekk svo hart fram í málinu að Páll Ísólfsson varð að slíta fundi.
Á Victor Urbancis mikið að þakka. Urbancis kenndi mörg fög. Dásamlegur kennari og stórkostlegur maður. Grét ekki þegar foreldrar mínir dóu; grét þegar Urbancis dó. Urbancis kenndi mér að vera Íslendingur. Vann undir stjórn Urbancis í Þjóðleikhúsinu.
Guðný Guðmundsdóttir, Ólafur Vignir Albertsson kennara á sama tíma og Gunnar í Tónlistarskólanum.
Björn Ólafsson; lærði á fiðlu hjá Birni í Tónlistarskólanum í eitt og hálft ár en varð að hætta þegar hann slasaðist á baki.
Sigurður Briem kenndi Gunnari á gítar; byrjaði hjá honum eftir eitt ár í Tónó. Sigurður Briem hafði mikla þrá til að læra á hljóðfæri en foreldrar hans voru tregir til. Var settur í að læra bókband en batt aldrei inn bók. Var þá settur í verslunarnám; kláraði það líka en sinnti lítið utan að panta nótur fyrir nemendur sína; lagði þó aldrei krónu á þau viðskipti. Briem var mjög sérstakur persónuleiki; vann um tíma í sirkus í Kaupmannahöfn þar sem hann óð eld og reið hauslausum hesti; kallaði sig þar Fabulus. Hafði lært svolítið á gítar hjá drykkfelldum Dana áður en hann fór til Kaupmannahafnar.
Briem verður á í kennslunni og konan í versluninni Ístorg sem hafði lært á mandólín hjá Briem og verið skömmuð.
Þorvaldur Brynjólfsson, yfirverkstjóri í Landsmiðjunni leigði Gunnar herbergi og sagði honum sögu af Briem. Maðurinn sem vildi bara læra nokkur grip á gítarinn ætti frekar að ganga í Hjálpræðisherinn þar væru spiluð nokkur grip.
Samband Sigurðar Briem við Briem fjölskylduna.
Gunnar fenginn til að spila á frumsýningu á Blóðbrullaupi í Þjóðleikhúsinu tveimur dögum eftir að hafa verið gifsaður frá mjöðmum upp að höndum. Hafði þá þegar lært á gítar hjá Briem. Honum var sagt að leikarar væru ómúsíkalskir svo búast þyrfti við hvaða tóntegund sem væri. Stjórnandinn var Breti sem bauð Gunnari að nefna launin sín þar sem hann væri eini hljóðfæraleikarinn sem hann hefið unnið með í Bretraveldi sem hefði á stundinni getað spilað það sem um var beiðið. Ég var kauphæsti maðurinn á sviðinu þann veturinn.
Gunnar rukkar launin sín hjá Þjóðleikhúsinu. Erfitt að fá greitt. Guðlaugur Rósinkranz; orð hans stóðu eins og löggiltur samningur.
Eyþór Þorláksson, Óli Gaukur og ýmsir aðrir liðtækir gítarleikarar. Þeir æfðu en ég mætti og spilaði.
Gunnar byrjar að kenna 1956. Ætlaði aldrei að verða kennari. Jón Kaldal sem skrifar stundum í blöðin einn af fyrstu nemendunum. Fyrsti nemandinn var Árni, kennari í Garðabæ.
Fyrstu nemendur Gunnars sem fengu vinnu sem tónlistarmenn voru Torfi Baldursson sem lék með Birni R. á Borginni og Helgi Kristjánsson sem lengi spilaði á Hótel Sögu.
Gunnar spilaði talsvert til að afla fjár en lítið í hljómsveitum. Gunnar segist sila á nær öll hljóðfæri; hægt að kasta í hann hvaða hljóðfæri sem er og hann finni útúr því. Kennslan var á þessum árum upp úr 1960 aukastarf; vann annars það sem til féll; í skóverksmiðju og í prentsmiðju svo dæmi séu tekin.
Óli Gaukur og Trausti Thorberg áttu 8 eða 9 watta magnara en fáir eða engir aðrir. Stefán Hallgrímsson kemur þá ungur maður frá Akureyri. Hann var grúskari og Gunnar fékk hann til að smíða fyrir sig 30 watta magnarar með kristal í. Magnarinn flökti inn á bátabylgjuna og út komu skammir á nemanda sem var þá í tíma hjá Gunnari.
Patrekur, drengur sem tengdist breska sendiráðinu, var í tímum hjá Gunnari í þorskastríðinu; vildi ekki læra punkteringar Gunnar skrifar þá út fyrir hann Eldgamla Ísafold.
Munurinn á þremur fjórðu (3/4) og sex áttundu (6/8) þegar Gunnar kenndi á Framnesvegi 54 nálægt Hringbrautinni.
FÍH-skólinn starfaði frá áramótum og fram á vor. Ég fékk þá leigðan bílskúr hjá Æskulýðsfylkingunni að Tjarnargötu 20 og kenndi þar um tíma. Tónskóli Sigursveins stofnaður þegar Sigursveinn var af pólitískum ástæðum svikinn um skólastjórastöðu í nýstofnuðum Tónlistarskóla Kópavogs. Gunnar vann þá hálfan dag í prentsmiðju með kennslu 32 nemenda. Fer til Sigursveins og spyr hvort þeir eigi ekki að stofna skóla, hann sé með 32 nemendur og þeir geti fengið einhvern blásara með. Tónskóli Sigursveins D. Kristinssonar því stofnaður 1964 í kringum nemendur Gunnars H. Jónssonar.
Kennt var víða um bæinn; leigð sæmileg stofa á Skólavörðustíg 12 [Skólavörðustígur 18 var það; misminni hér hjá Gunnari]. Gunnar sú um skólann fyrstu 2-3 árin; réði kennara, skúraði og vann annað sem þurfti til. Kenndi við Tónskólann til 1980. Sigursveinn D. Kristinsson prýðis maður og góður bókari. Sigursveinn kenndi tónfræði heima hjá sér og börnum blokkflautu.
Gunnar sýnir mynd af kontrabassaleikurum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands sem lærðu á kontrabassa hjá honum. Gunnar hafði æft heilt sumar á saxófón til að undirbúa kennslu en var svo um haustið beðinn að kenna á kontrabassa.
Ball í Hafnarfirði. Einn úr hljómsveitinni stakk af, annar sofnaði áfengisdauða. Gunnar bjargar ballinu með því að leika gítarhljóma undir fjöldasöng á meðan trommarinn sló taktinn með. Á sveitaböllum vildu menn ekki hætta fyrr en þurfti í fjósið morguninn eftir.
Þorrablót í Fljótshlíðinni. Hljómsveitin kunni aðeins nýju dansana en gestir vildu gömlu dansana. Högni Jónsson (Högni harmonika) var þarna; við höfðum spilað svolítið saman. Við þurftum að bjarka málum og spiluðum en þeir vildu hvorki vals né tangó; bara gömlu dansana.
Gömlu dansarnir, nýju dansarnir; skilgreining Gunnars. Gunnar hættir að spila 1961. Nýju dansarnir komu gegnum útvarpið og Kanann á vellinum. Í lausabransa þurfti að kunna 200 - 300 lög eða hrafl í þeim. Spilamennskan oft ekki uppá marga fiska.
Gunnar fékk sér nikku og búinn að læra nokkur nýju-dansa-lög; nóg til að leysa af í 10 - 15 mínútna pásu. Þorvaldur Björnsson fær Gunnar með sér til að spila á balli á Kjalarnesi. Þá er þar bara fólk sem vill gömlu dansana. Þorvaldur kunni þá ekki svo Gunnar, sem ekkert kunni að spila, varða að bjarga málum og spilaði til kl. 4 um nóttina og ballið hafði þá verið framlengt tvisvar. Fólk fyrirgefur allt ef takturinn er í lagi. Ég vildi þó ekki hlusta á þau ósköp sem þarna fóru fram. Mig verkjaði ógurlega í allan skrokkinn daginn eftir.
Gengið á ýmsu hjá Gunnari í lífinu. Gunnar hjálpar stúlku sem geðlæknar höfðu ekki náð að tjónka við.
Ef maður lærir ekki af nemendum getur maður ekkert kennt. Það sem er mestur vandi í kennslunni. Nemandinn sem vildi ekki hætta.
Jón Hrólfur og Þorsteinn Sæmundsson.
Gunnar leikur á balli í Krossinum í Keflavík með nikkara. Kona rellar eftir laginu Laughing on the Outside.
Hramonikuball í Krossinum. Maður biður um O sole mio. Syrpur byrjuðu oftast á valsi eða róleg lagi. Breytingar á danstegundum frá í gamla daga. Rúmban í gamla daga önnur en í dag. Gunnar spilaði nokkuð mikið með Guðjóni Matthíassyni. Ef sett var upp tvöfalt kaup var talið að maður væri betri spilari. Tvö böll um helgar utanbæjar skiluðu meiru en virkir dagar í bænum alla vikuna.
Spilað var á ótrúlegustu stöðum. Til dæmis var troðið inn í kofann hjá Þórði á Sæbóli þar sem oft var mikið vasapelafyllerí. Gunnar spilaði aldrei þar. Sauðfjáreigendafélag Hafnarfjarðar var svo skemmtilegt þegar þeir voru dottnir íða að ég hefði spilað frítt fyrir þá. Landsmiðjuböll voru algeng í Reykjavík, líka böll í Héðni. Böll í ungmennafélagshúsum úti á landi.
Aftur á æskuslóðir í Barðaströnd. Eftir að faðir Gunnars fer halda saman móðir Gunnars, systir hans og amman, Guðrún Snæbjörnsdóttir sem líklega var koffínsjúklingur. Amman brenndi baunir og hellti uppá með sérstökum hætti.
Gunnar flutti mánaðarlega lyf á fæðingardeild Landspítalans. Sögu komið á kreik að Gunnar væri að heimsækja sín börn, nýtt barn í hverjum mánuði. Dömurnar lögðu því á hann fæð sem mikinn barnakarl.
Gunnar roðnar sem prófdómari.
Gunnar flytur til Akureyrar. Ástæðan ef til vill sú helst að hann hafði lengi kennt allt of mikið í Reykjavík auk þess sem hann hafði þurft að sinna öðrum verkefnum eins og framleiðslu á námsefni.
Tónskólinn stofnaður í mars 1964. Árið eftir var samþykkt á fundi allra tónlistarskólastjóra í landinu að gítar og harmonika teldust ekki hljóðfæri.
Gunnar nærri orðinn úti í Skálafelli 1955. Óttaðist eftirmælin og neitaði því að deyja. Svo kaldur var Gunnar að hvorki brennsluspritt né tvær naktar konur sem háttaðar voru ofaní rúm til hans náðu að hita hann til lífsins, í fyrstu. Þegar Gunnari fer loks að hitna yfirgáfu stúlkurnar rúmið, til öryggis, en hann, enn dofinn af kulda, var drifinn í að leysa af spilara sem þar þandi harmoniku og þótti Gunnar taka spilaranum fram.
Harmonikudella flokkast undir sjúkdóm.
Gunnar lýsir ástæðum þess að hann flutti til Akureyrar.
Hljóðfæri Gunnars.
Fyrsti Íslendingurinn til að eignast 200 watta magnara með áföstu segulbandi; koma af Vellinum.
Tónlist við Bellmansleikrit í Þjóðleikhúsinu; Þórarinn Guðmundsson og Victor Urbancis koma við sögu.
Sveinn Ólafsson góður í leikhússpilamennsku; þurfti að elta söngvarana sem vildu ekki sleppa fallegum tóni ef þeir náðu slíkum. Lék í tveimur stykkjum í Þjóðleikhúsinu 1957 og fram að jólum 1958.
Ekki alltaf komið vel fram við Urbancic. Afburða kennari og kenndi alltaf með jákvæðni. Las raddskrá af blaði eins og ekkert væri. Allt væri einfalt, aðeins þyrfti að finna út hvernig í því lægi.
Pantaði Levin gítar í Hljóðfærahúsinu.
Bernburg flutti inn Yamaha handsmíðaður gítar.
Nemandi vill telja Gunnar til postulanna vegna þess að óvinir Gunnars hefðu gefist upp við að vera óvinir en orðið vinir hans.
Börkur Karlsson nemandi Gunnars hringir til hans; vantar vottorð um hæfni sem gítarkennari. Menntamálaráðuneytið sagðist taka meira mat á uppáskrift Gunnars en plöggum frá einhverjum skóla.
Jón Nordal telur lán yfir Akureyringum að fá Gunnar til sín. Gunnar áleit þessa umsögn merki þess að hann hafi sloppið vel frá Reykjavík. Nánar um tildrög þess að Gunnar komst ekki áfram í Tónlistarskólanum þó Jón Þórarinsson hafi vilja gera úr honum tónskáld. Björn Ólafsson hafði eftir Jóni Þórarinssyni að ekki hafi skarpari maður stigið fæti í Tónlistarskólann í Reykjavík en Gunnar H. Jónsson.
Gunnar á lítið af upptökum með sjálfum sér. Gunnar lýsir starfsævinni sem hundavaði; enginn tími til æfinga vegna anna. Lestrarkunnáttan frá Felzmann bjargaði miklu. Gunnar las yfir nútímaverk fyrir píanó eftir Pál Pampichler fyrir nemanda; Páll þakkaði nemandanum síðar fyrir góðan skilning á verkinu.
Gunnar á lítið af ljósmyndum frá ferlinum. Tónleikar Segovia hjálpuðu ekki viðhorfinu gagnvart gítarnum sem hér var. Franskur gítarleikari eitt sinn með tónleika í Norræna húsinu á sama tíma og Gunnar lék verk eftir Atla Heimi í Þjóðleikhúsinu. Pétur Jónasson fékk enga aðsókn því Gunnar og Bubbi Morthens léku á sama tíma í Sjallanum.
Miklar annir: Gunnar lék undir við útskrift blokkflautunemanda. Lék svo dinnermúsík á fiðlu. Síðan New Orleans standarda með Karli Jónatanssyni. Endaði svo daginn með að spila á orgel fyrir kaþólska.
Gunnar byrjar fiðlunám hjá Jósef Felzmann 8. október 1949 og spilaði rétt rúmu ári síðar Humoresku eftir Dvorak, erfiðari útgáfu en Mischa Elman lék.
Lék oft með Felzmann 3-5 klukkutíma þó upphaflega hafi tímar átt að vera 30 mínútur. Felzmann las allt sem fyrir hann var lagt. Felzmann fanst sér full greitt fyrir alla aukatíma með Gunnari þegar hann heyrði að Gunnar hafi sagst borga 4.000 kr. fyrir svart kaffi hjá Felzmann.
Gunnar sagði Felzmann að í Tónó hafi hann þurft að læra utanað hjá Birni Ólafssyni og einnig að glamra eitthvað á píanó vegna tónfræðináms. Carl Billich hafi þá sagt að ekki myndi hann hafa rukkað Gunna fyrir píanókennslu. Pál Pampichler endurtók það sama vegna tónfræðikennslu sem hann hefði gjarnan veitt Gunnari ef hann hefði vitað af áhuga Gunnars. Þetta eru dæmi um úrvals kennara og manneskjur. Gunnari hefur fundist sér skilt að gefa öður af því sem honum var gefið.
Vandinn að vísa nemendum frá. Gunnar hefur hitt nokkra fyrrum nemendur sem hann ráðlagði eftir einn eða tvo tíma að leggja annað fyrir sig en tónlistarnám. Þeir hafi þakkað honum og sagt að líf þeirra hafi verið gott frá þeim degi. Slíkt eru næg laun til viðbótar því að vera innan um góða nemendur sem verið hafa hjá manni.
Ertu guð almáttugur spurði stúlkan. Nei sagði Gunnar, þar skakkar á einum staf að minnsta kosti. Ég gæti gert allt aÐ engu, á meðan sagt er að hann gæti gert allt aF engu.
11.02.2011
Gunnar H. Jónsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Jón Hrólfur Sigurjónsson uppfærði 22.08.2016