Minningar frá Bolungarvík

Æviatriði
Segir frá afa sínum, Ásgeiri Jónssyni frá Fjallaskaga. Segir frá því þegar hann fær efni í hús með hvalfangara. Fór síðar að flytja inn hús í gegnum hvalfangarana. Allt norsk hús.
Segir frá Finnboga Bernódussyni, segir að það hafi farið í taugarnar á honum þegar sagt var frá því að viðlagasjóðshúsin hafi verið sú fyrstu sem flutt voru til landsins frá Noregi
Spurt um fyrstu minningar hans í Bolungarvík. Sagði frá því þegar hann fór í sveit í Brekku í Brekkudal. Segir frá fráfærum á Brekku. Fannst gott að vaka einn.
Spurt um samgöngur um 1940. Segir frá Ásgeir Sigurðssyni sem átti að taka við nýjum báti sem Hólmsteinn hét frá Þingeyri. Báturinn var skotinn niður í stríðinu. Segir frá Þingeyringum sem fórust í stríðinu.
Spurt um hvort menn hafi talað hina gömlu vestfirsku. Nefnir mann, Guðmund Eyjólfsson sem lék Skugga Svein og talaði gamla Vestfirsku. Guðmundur gaf honum sjóskóna sína.
Spurt um menningarlífið þegar hann var ungur. Segir frá gömlum handritum sem skrifuð voru í Bolungavík.
Segir frá gömlum steini sem er í Ósvörinni - kallaður mótasteinn sem hellt væri í silfur til að búa til skraut fyrir konur. Segir sögu af því. Segir frá Birni Þorleifsson hirðstjóra frá Skarði sem átti Hól í Bolungarvík. Segir frá Sólveigu dóttur hans.
Segir frá Bolungarvík eftir Svartadauða - skipsfjölda og skipaskrá.
Spurt um hvenær orgel kom í kirkjuna í Bolungarvík. Segir frá Hólskirkju. Segir frá forsöngvaranum Hávarði Sigurðssyni. Segir einnig frá syni hans, Halldóri. Hann hélt söngskemmtun í Bolungarvík og á Suðureyri. Fyrsti maðurinn sem átti orgel í Bolungarvík. Segir frá Kristjáni Gíslasyni og sonum hans, sem allir störfuðu m.a. að tónlistarmálum. Segir frá Halldóri Hávarðssyni og Halldóri Kristinssyni sem stofnuðu karlakórinn Vísi á Siglufirði.
Segir frá Axel Arnfjöð, Högna Gunnarssyni, Halldóri Kristinssyni og fleirum er komu að tónlistarmálum.
Segir frá leikfélaginu sem stofnað var fyrir aldamótin 1900, og öðrum félögum. Segir frá því er fyrsta samkomuhúsið var stofnað og síðar Stúkuhúsið. Segir frá leikritahöfundum.
Segir frá „Lása kokk“.
Segir frá Eggert Reginbaldssyni.
Spurt nánar um „Lása kokk“.
Segir nánar frá Júlíönu Haraldsdóttur frá Kleifum í Jökulfjörðum.
Segir nánar frá leikstarfsemi í Bolungarvík. Segir frá Sveini Halldórssyni, sem þekktur var m.a. fyrir skákþrautir. Nefnir Jens Níelsson og konu hans sem störfuðu í Stúkunni. Jens þýddi leikrit úr dönsku. Nefnir Olgeir Benediktsson leikara, Sigurð Friðriksson og Ólaf Ólafsson frá Minni Hlíð og bróður hans Kristján. Hann kenndi m.a. dansinn Lancé. Hann var um tíma lögreglustjóri í Bolungarvík.
Segir frá dansi í Bolungarvík. Nefnir Álfadans og hvernig hann var dansaður. Segir frá þegar ungmennafélagið sameinaðist félaginu í Hnífsdal. Stundum var dansað í heimahúsum. Segir frá Friðrik Ólafsson og kona hans Sesselja á Ósi hafi oft haldið böll heima og faðir Geirs hafi spilað á munnhörpu á böllunum. Hún bauð fólki til sín. Eins var dansað hjá Gunnari Halldórssyni á Hóli og konu hans Guðfinnu.
Segir frá Harmonikum í Bolungarvík og harmonikuleikurum.
Segir frá að franskar skútur komu til Bolungarvíkur. Menn versluðu við þær m.a. betri veiðarfæri. Segir frá snæri sem danskir kaupmenn sköffuðu Íslendingum.
Spurt um langspil. Egill Bjarnason fornbókasali hafði spurt Geir að þessu. Búinn að gleyma hvernig það mál fór.
Spurt um rímnakveðskap. Menn kváðu rímur í verbúðunum.
Spjallað um fyrsta orgelið. Segir frá fyrsta píanóinu frá 1924. Segir frá þegar Sigurður Birkis, síðar söngmálastjóri hélt einsöngstónleika í Bolungarvík 1923 og 1924.
Segir frá Axel Arnfjörð orgel- og píanóleikara. Axel lærði á orgel hjá Páli Ísólfssyni og fór síðar til Danmerkur til frekara tónlistarnáms. Segir frá því þegar Axel sótti um organistastöðu í Fríkirkjunni í Reykjavík. Spilaði undir hjá Guðmundu Elíasdóttur og Elsu Sigfúss.
15.09.2013
Geir Guðmundsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 15.07.2014