Minningar frá Árskógsströnd

Æviatriði.
Rifjar upp fyrstu minningar frá barnæsku.
Spurt um tónlist á heimilinu. Faðir hennar var kirkjuorganisti. Lék einnig danslög.
Rifjar upp barnaskólagöng í Árskógi og segir frá Jóhannesi Óla Sæmundssyni skólastjóra sem lét börnin syngja.
Rifjar upp hljóðfæraleikara í sveitinni. Á dansleikjum var aðeins einn harmonikuleikari.
Spurt um kórstarfsemi í sveitinni. Segir frá Soffíu Sigurðardóttur sem var mikill söngunnandi og leikari. Hún kom á fót blönduðum kór sem nefndist Soffíukórinn. Hún kom einnig upp leikritum.
Segir frá skólagöngu sinni.
Spurt um kvennaskólann á Blönduósi og söngkennslu þar sem var í höndum Þorsteins Jónssonar. Sjö stúlkur sungu þar saman, og þær kölluðu sig Sjöstjörnurnar. Segir nánar frá þeim.
Spurt um þegar útvarpið kom.
Spurt um ljósmæðrastörfin en hún útskrifaðist 1953 og hóf störf á fæðingardeildinni á Akureyri. Var í Svíþjóð um tíma. Segir nánar frá því.
Spurt um fyrstu ljósmóðurferð hennar. Rifjar upp aðstæður hennar við starfið. Segir frá þegar miklir snjóar voru og hvernig hún komst á milli staða við þær aðstæður.
Rifjar upp þegar hún hóf störf í sveitinni frá 1961. RIfjar upp störf móður sinnar sem ljósmóður, Ása tók við af henni. Nefnir nokkrar ljósmæður sem sinntu sveitinni. Rifjar upp aðstæður móður hennar þegar hún lærði ljósmóðursstarfið og hvernig því var háttað á þeim tíma. Móðir hennar var ljósmóðir frá árinu 1929-1961. Segir frá jarðskjálftanum á Dalvík 1934. Segir sögu af móður sinni sem ætlaði að fara út í Hrísey, en báturinn var farinn.
Spurt frekar um kórstarfsemi í sveitinni. Segir frá kórnum sem stofnaður var við kirkjuna árið 1974. Út úr honum var stofnaður Samkór Árskógsstrandar. Segir frá Kára Kárasyni kórstjóra og fleirum kórstjórum.
Rætt um fólksfækkun í sveitinni og fækkun búa.
Segir frá kvintett sem söng í sveitinni undir stjórn Kára Kárasonar - Þrastakvintettinn. Til eru upptökur með kvintettinum sem upphaflega var hljóðritað á stálþráð.
Spurt um kvenfélagið á staðnum sem stofnað var 1918. Félagið er vel starfandi í dag. Rifjar upp starfsemi félagsins á árum áður. Mikið var um dansleiki, tombólu, basar, og þær heyjuðu og seldu hey auk fleiri góðra verka. Dansleikjahald er aflagt vegna kostnaðar.
Spurt um fyrstu dansleikina sem hún fór á. Rifjar upp hátíðir og dansleiki sem hún fór á. Aflagt vegna bættra samgangna. Segir frá félagsheimilinu í sveitinni, sem var barnaskólinn í fyrstu, en síðar reis samkomuhús. Rifjar upp „Norska húsið“ á Árskógsströnd.
Rifjuð upp leikstarfsemi á svæðinu og leikrit sem sýnd voru. Fyrir hennar tíma voru setta upp leiksýningar í Norska húsinu.
Rifjar upp hljóðfæraleikara sem léku á dansleikjum. Segir frá Árna Ólafssyni, Trausta Ólafssyni og Pálma Stefánssyni.
Segir aðeins nánar frá ljósmóðurstörfunum sem gengið hafa vel. Hélt sér við með því að leysa af á Akureyri fram til ársins 2002.
05.11.2013
Ása Marinósdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 7.08.2014