Minningar úr Dölunum

Æviatriði
Rifjar upp tónlist á heimilinu þegar hún var barn og þátttöku sína í tónlistarlífinu í sinni sveit.
Rifjar upp þegar hún var á Reykjaskóla en Björg í Lóni kenndi söng í skólanum. Rifjar einnig upp þegar hún var á húsmæðraskólanum að Staðarfelli, en þá kom Magnús Jónsson frá Kollafjarðarnesi um tíma og kenndi.
Spurt um útvarp á æskuheimilinu og hvað hlustað var á. Rifjar upp söng móður sinnar.
Rifjar upp fyrstu dansleikina. Böll voru á Reykjaskóla á laugardagskvöldum og í sveitinni var dansar á Nesodda. Harmonikuspil var algengt. Steinar Guðmundsson lék oft á dansleikjum en hann lést ungur.
Rifjar upp hverjir spiluðu á Reykjaskóla. Það var Brúartríóið sem í léku Helgi Steingrímsson og bróðir hans Þórir frá Brú í Hrútafirði, og Gunnar Kvaran, einnig frá Brú.
RIfjar upp stofnun harmonikufélagsins Nikkolínu. Allt upp í 12 hljóðfæraleikarar taka þátt. Þau taka þátt í landsmótum. Talar að dansmennt hafi hnignað. Eru komin í samstarf við Húnvetninga og Skagfirðinga.
Rifjar upp hver var organisti í Hjarðarholtskirkju. Nefnir Hallgrím Jónsson frá Ljárskógum. Nefnir Kjartan Eggertsson, Ragnar Inga Aðalsteinsson, Lilju Sveinsdóttur og Halldór Þórðarson sem organista.
Rifjar upp frásagnir móður sinnar af fólkinu frá Sámsstöðum sem mikið söngfólk. Farið var milli bæja til að æfa söng. Æfa nú í Búðardal.
Ræðir breytingar á rekstrarfyrirkomulagi tónlistarskólans. Skólinn er orðin deild innan grunnskólans - hann verður ekki eins áþreifanlegur í samfélaginu. Fullorðnir eru hættir að sækja nám.
Segir frá sameiginlegri söngstund í grunnskólanum á föstudögum undir handleiðslu Þrúðar Kristjánsdóttur.
Ræðir um kirkjukórinn og hvað hann berst í bökkum þar sem fleira ungt fólk vantar í hann.
06.09.2013
Melkorka Benediktsdóttir
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 18.07.2014