Á síldveiðum með m/b Ólafi 

Myndir teknar um borð í m/b Ólafi á síldveiðum út af Grindavík. Farið var út kl. 05:30 til að draga lagnetin. Þau eru venjulega lögð seinnipart dags og látin liggja yfir nóttina.
Siggi Palli og Gummi. Stebbi. Kiddi með hatt. Með í róðrinum er Guðjón Sigurgeirsson.
Síldinni er mokað niðrí lest
Gummi, Siggi Palli og Kiddi eru að greiða niður netin. Netin eru tuttugu.
Keyrt að síðustu trossunni.
Siggi Palli segir frá róðrunum.
Netin dregin.
Þorbjörn sést í baksýn.
Spjallað við Gauja um síldina sem kemur í netin.
Súlan stingur sér eftir síldinni. Heimkynni Súlurnar er úti í Eldey sem sést til, sem og Reykjanestá. Geitahlíð sést í austri.
Útsýni yfir Grindavík, séð frá Leirnum.
Enn er hrist úr netunum og Súlan heldur áfram að stinga sér.
Stefán þrífur sig svo hann geti farið að hella uppá.
Búið er að draga og lagt að stað í land.
Sigurpáll er farinn að þrífa eða spúla. Nóg að gera. Rætt er um veiðarnar.
Siglt er inn ósinn.
Ólafur kominn að bryggju.
Gummi segir frá bátnum, Ólafi sem smíðaður var í Danmörku árið 1945.
Gummi útskýrir muninn á lagnetum og reknetum.
Kiddi giskar á síldarmagnið.
21.09.1984
Ekki skráð
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 26.05.2015