Minningar af Skarðsströnd og frá Þingeyri

Segir frá því þegar hann fór 8 ára gamall frá Þingeyri að Skarði að Skarðsströnd.
Segir frá aðdráttum að Skarði.
Spurt um skólagöngu.
Spurt um söngkennslu. Segir frá söng á Skarði og hljóðfæraleik. Segir frá Boga Magnúsen sem smíðaði og spilaði á hljóðfæri. Segir frá þegar Bogi skaut örninn sem tók barnið.
Rifjar upp tíma sinn á Skarði. Var þar frá 8 ára aldri til 13 ára, og kom svo síðar aftur.
Segir frá foreldrum sínum. Segir frá síðari tíma sínum á Skarði og verkefnum sínum þar.
Segir frá dvöl sinni á Núpsskóla og síðar er hann stundaði nám í vélsmíði. Rifjar upp söngkennslu og félagslíf á Núpi. Segir frá þegar hann og félagi hans sóttu harmonikku yfir Gemlufallsheiði ásamt félaga sínum að vetri til. Var það gert svo hægt væri að hafa ball á Núpi.
Spurt nánar um dansleiki og hljómsveitir. Á Þingeyri var einnig leikið á eina harmonikku á böllum. Segir frá þjónustu við breska togara.
Spurt um skólamál á Þingeyri.
Segir frá samskiptum breskra sjómanna við heimamenn.
Segir frá félagslífi. Segir frá lúðrasveit sem var stofnuð. Keyptur var fjöldi hljóðfæra. Veit ekki hvað varð af þessum hljóðfærum. Segir einnig frá kvikmyndasýningum á staðnum.
Spurt um útgerð og framförum og hnignun á staðnum.
Segir frá sameiningu sveitarfélaganna og afleiðingar þess.
Segir hvernig hann sér framtíðina.
Segir frá starfi sínu sem sveitarstjóri á Þingeyri.
Segir frá gömlum verslunarbókum sem fundust í kistu, m.a. frá Flatey.
09.09.2013
Jónas Ólafsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 18.07.2014