Minningar úr Hrunamannahreppi

Æviatriði. Segir frá bróður sínum og foreldrum sem bjuggu í Haukholtum.
Segir frá uppvextinum og skólagöngu, Íþróttaskólann í Haukadal og síðar á Hvanneyri þar sem hann útskrifast sem búfræðingur 1961.
Segir frá móður sinni og móðurafa og heimilisfólki í Haukholtum. Húslestrar voru ekki lesnir á heimilinu þegar hann var barn. Afi hans var forsöngvari í Tungufellskirkju. Haukholt var í Tungufellssókn til 1980 þegar sóknin var sameinuð Hrunasókn.
Man ekki hvenær þau fengu útvarp en sjónvarp kom í kringum 1970. Nýtt íbúðarhús var byggt 1954 og var notast við dísel ljósavél. Áður voru notuð Sóló olíueldavél og kertaljós.
Lýsir húsakynnum í Haukholtum þegar hann var barn. Baðstofa var með trégólfi sem náði út undir veggi. Einhver kynding var í tengslum við Sóló eldavélina
Lýsir aðdráttum þegar hann var barn. Vörur voru pantaðar úr Kaupfélainu og komu þær með mjólkurbílnum. Segir frá mat. Síðar kom möguleiki á frystiplássi á Selfossi. Þangað var farið með kjöt og slátur.
Bærin var efst í hreppnum. Vegurinn þangað kom ekki fyrr en 1951. Mjókin var flutt að Brúarhlöðum. Lýstir aðstæðum þar, nefnir Kóngsveginn. Áætlunarbílinn hafði endastöð í Haukholtum. Samskipti voru ekki síður við efstu bæi í Biskupstungum. Lýsir brúnum á Brúarhlöðum og brúm á svæðinu.
Segir frá bæjunum sem fluttu mjólkina að Brúarhlöðum. Erfitt gat verið á vetrum að fá mjólkina flutta. Aðstæður breyttust þegar vegurinn var lagður um sveitina 1951.
Man eftir ummerkjum eftir bílaumferðina um sveitina þegara brúin fór á Selfossi. Rifjar upp vörubíl sem var með hrafntinnu sem farm og festi sig. Moka varð hrafntinnunni af bílnum og lá hún þar lengi. Fólk notaði hana til skreytinga.
Lítið var um grænmeti heima hjá honum. Aðallega voru borðaðar kartöflur og rófur. Þó var grænmeti sótt í réttarsúpuna fram að flúðum. Móðir hans ólst upp í Gröf og fengu þau grænmeti þaðan. Erfitt var með að fá fisk. Þau fengu fisk sendan í strigapokum og var hann ekki alltaf lystugur. Fengu stundum fisk frá vinafólki í Grindavík.
Lýsir því þegar kálfum var slátrað heima og settir í strigapoka og sendir með mjólkurbílnum til Selfoss. Miklu var slátrað heima og gert slátur sem soðið var á útihlóðum. Fengu stundum hvalkjöt og rengi sem soðið var og síðan sett í súr. Fengu stundum grásleppu sem var þurrsöltuð. Líkaði ekki við hveljuna á fiskinum.
Móðir hans bakaði flatkökur í hverri viku. Þær voru mikið notaðar. Einnig bakaði hún brauð og kökur.
Lýsir matmálstímum fyrr á árum og hvað var borðað.
Á heimilinu var orgel og móðir hans lék á orgel. Móðir hans hefur væntanlega lært á spila í Gröf. Aldrei hefur verið orgel í Tungufellskirkju.
Útvarpið var komið þegar hann man eftir sér. Mikið var hlustað á fréttir og veðurfregnir. Einnig var hlustað á útvarpssögur. Tíminn var alltaf keyptur á hans heimili. Í blöðunum á þeim árum voru oft framhaldssögur. Voru þær gjarnan klipptar út og skiptist fólk á sögum. Á heimilinu var mikið af bókum.
Man eftir að afi hans bar við að kveða rímur. Afi hans og föðurbróðir urðu blindir um sjötugt. Afi hans vann í mörg ár á Hótel Borg, var þar kjallavörður. Lítið var um peninga á þeim árum.
Þegar hann man fyrst eftir sér voru hestar notaðir við öll verk. Fyrstu vélar voru fyrir hesta. 1949 fengu þau fyrstu dráttarvélina. Segir frá henni. Það þótti bylting. Segir frá notkun hans á heimilinu. Lýsir rakstrarvélinni sem kom fyrir traktorinn, svokölluð hlemmavél. Einnig smíðuðu þau ýtu á traktorinn til að ýta saman í galta.
Sími hefur komið fyrir 1950. Hringingin var stutt-löng-stutt. Nokkuð var hlustað á sveitasímann.
Leiklist var ekki stunduð frá heimilinu fyrr en hann fór að stækka. Tók þátt í sýningum um það leyti sem hann er tvítugur - þá var vegurinn kominn. Lék samtals um 30 ár. Segir frá móðurbróður hans, Jóni Oddleifssyni sem lék mikið. Oddleifur bróðir hans lék einnig. Mikil tími fór í æfingar..
Fengu fyrsta jeppann um 1954.
Tóku ekki þátt í kórstarfsemi. Alltir tóku þátt í kirkjusöng í Tungufellskirkju. Í Hrunakirkju var kirkjukór. Nefnir kórstarfsemi á Flúðum.
Segir frá bústofni á bænum og útihúsum. Féð var ekki rekið á afrétt en beitt á heimahaga og Hrunaheiðar. Lýsir smölun og réttum. Segir frá bæjunum í kring.
Segir frá ræktun á sínum uppvaxtarárum og þegar hann hóf búskap 1961. Miklar breytingar urðu þegar farið var að þurrka lönd. Mikið var um orfaheyskap þegar hann var barn. Segir frá Haukholtagili og heyskap þar, einnig frá engjaheyskap.
Fór fljótt að taka þátt í félagsmálum og segir frá starfi sínu fyrir sveitarfélagið.
Ekki var mikið dansað á heimilinu, enginn lék á harmonikku í sveitinni. Helst var sungið þegar móðir hans lék á orglið, en hún las nótur.
20.01.2014
Loftur Þorsteinsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 19.11.2014