Minningar úr Bjarnarfirði

Viðtalið er tekið á verkstæði Ólafs að Svanshóli í Bjarnarfirði.
Æviatriði. Segir frá foreldrum sínum, afa og ömmu.
Afi hans var mjög vel að sér í fornum fróðleik en man ekki eftir frásögnum hans þar sem hann var svo ungur.
Fæðist skömmu eftir að nútíminn gekk í garð á Ströndum. Upplifði mótekju, heyskap á útengjum og aðra forna siði.
Gekk í skóla að Klúku í Bjarnarfirði Börn voru ekki látin syngja í skólanum þegar hann var í skóla. Söngur var þó áður í skólanum. Sund var kennt og mikill íþróttaáhugi. Laugin sem nú er er sú þriðja sem byggð er í Bjarnarfirði. Byrjað var á torflaug við Svanshól. Segir nánar frá laugarbyggingum á svæðinu. Vitnar í dagbók föður síns í þeim efnum. Lögð var áhersla á að ungt fólk lærði sund. Gekk í skóla til fermingu og fór þaðan í héraðsskólann að Reykjum.
Fór þá á vertíð Segir frá þegar hann fór til Hornafjarðar og lærði trésmíðar.
Dansleikir voru haldnir í „skíðaskálanum“, gömlum herbragga. Karlarnir í sveitinni spiluðu fyrst. Fyrstu hljómsveitir komu frá Hólmavík, harmonikka, sneril- og bassatromma og gítar. Allir fóru á dansleiki. Var borinn í strigapoka sem barn í byl á dansleik. Aldrei var hljómsveit í Bjarnarfirði. Lítil sönghefð var meðal fólksins.
Fólk flutti burt er þorskurinn hvarf í flóanum. Þá fóru jarðir í eyði sem byggðu á sjósókn. Á Kaldrananesi var komið frystihús. Segir frá eiganda þess og slag hans við Hermann Jónasson í kosningum. Síðar fóru menn að lifa á grásleppu og komu jarðeigendur þá aftur og stunduðu sjóinn.
Vinnur við að smíða ýms sérverkefni. Lagði fyrir sig leikmyndasmíði, fyrst erlendis en hefur unnið við það síðustu 15 árin. Mikil frávera frá heimili fylgir því. Fór til Svíþjóðar, England og Noregs þar sem hann vann um tíma. Lýsir tímanum á Hornafirði.
Tók þátt í að smíða leikmynd fyrir Clint Eastwood. Lýsir því verkefni stuttlega. Þótti verkefnið skemmtileg reynsla. Aðallega eru verkefnin erlendar leikmyndir.
Á nágranna sem eru sagnafróðir og vekur þá áhuga m.a. á dagbókum föður hans sem ná yfir heilan mannsaldur. Þar er sagt frá veginum yfir hálsinn sem byrjað er að byggja 20. ágúst 1950. Áður komu vörur með skipum. Sagt er frá þegar skurðgrafan kom og vandamál við að koma henni á svæðið.
Höfn var á Kaldrananesi og þar komu strandferðaskipin. Segir frá því hvernig viðurinn kom í gamla húsið að Svanshóli. Faðir hans fæddist 1911. Telur að vakning hafi verið um það leyti að skrifa dagbækur. Fram kemur hve margir pokar af sandi voru dregnir upp, hve margir hestar sem drógu o.s.frv.
Um 1950 og árin þar á eftir voru menn í mikilli vinnu við að hlaða battarí við að geta hlustað á útvarpið. Fyrr var vindmylla á Svanshóli sem síðar fauk niður. Mörgum árum síðar kom ljósavél. Ein vél var notuð til að hlaða blautbattaríin. Mikill munur var þegar þurrbattaríin komu. Á nokkur glerbattarí.
Talar nánar um dagbækur föður síns og að hvaða gagna þær gætu komið við söguskrif. Er að undirbúa viðtöl í samvinnu við Magnús Rafnsson við að rifja upp ýmsa atburði. Þar á meðal snjóflóðið í Goðdal. Fólk vildi ekki ræða viðburðinn. Enginn vildi segja frá og tala. Fólk komst við. Áfallahjálp var ekki til á þeim árum. Ræðir um hvað gæti verið ástæða þess að fólk vildi ekki tala.
Sem barn þegar hann gekk á milli bæja í myrkri og þótti fólki það óráðlegt. Móðir hans fæddist 1912 og varð 1912. Mesta breyting sem varð að hennar mati var koma rafmagnsins. Upplifði sem unglingur að menn ræddu íslenskar fornsögur. Menn þekktu persónur nánast persónulega.
Man lítið eftir rímnakveðakap, en menn kváðu þó stökur. Ekki var stundað að kveðast á. Menn ortu vísur til hvers annars. Utanbókarlærdómur lagðist af með hans kynslóð.
29.04.2014
Ólafur Ingimundarson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 10.08.2014