Minningar frá Bíldudal

Spjall í upphafi.
Segir frá hvenær hann er fæddur og rifjar upp sínar fyrstu minningar er hann söng hjá sér Jóni Ísfeld.
Segir frá fyrstu árum sínum í barnaskóla og söng í skólanum. Segir frá söng í barnastúkunni Vorboðanum undir stjórn séra Jóns Kr. Ísfeld.
Segir frá íbúafjölda á Bíldudal.
Spurt um lífið í bænum þegar hann var barn. Minnist sérstaklega á starf séra Jóns Kr. Ísfeld.
Spurt um aðra tónlistarstarfsemi á Bíldudal, kórastarfsemi og fleira. Segir frá karlakór sem Sæmundur Pétursson organisti stjórnaði. Segir frá þegar Sigurður Birkis kemur og stofnar kirkjukór.
Spurt um hátíðarsöngva séra Bjarna Þorsteinssonar.
Spurt um opinberan kórsöng á Bíldudal. Segir frá er hann læddist inn og hlustaði á æfingar karlakórsins.
Segir frá föðurfólki sínu í Flatey á Breiðafirði.
Spurt um tónlist á æskuheimili Jóns. Minnist á föður sinn sem drukknaði þegar hann var ungur og fósturföður sinn. Segir sögu af föður sínum sem Guðbjartur Ólafsson sagði honum. Sagði frá er faðir hans söng Sólsetursljóð við annan mann í fjörunni.
Segir frá er faðir hans fórst.
Spurt nánar um karlakórastarfsemina og ásæðuna fyrir því að hún lagðist af. Segir frá aðstæðum kirkjukórsins í dag.
Segir frá einsöngsstarfi sínu í kirkjunni.
Segir frá er hann fer út á vinnumarkaðinn.
Segir frá því er hljómsveitin Falcon var stofnuð, hljóðfærum og starfi hljómsveitarinnar.
Segir frá Svavari Gests og plötuútgáfu hans. Þá talar hann um stuðning Svavars við starf sitt sem söngvara.
Segir frá Ellý Vilhjálms og þegar hún fer að syngja inn á plötur hjá útgáfu Svavars Gests. Rifjar einnig upp er hún fór til útlanda með Svavari og söng með erlendri hljómsveit. Söng kvikmynda- og sönglög árið 1965.
Rifjar upp þegar hljómveitin Falcon hættir og framtíð sína sem söngvari, þá orðinn 29 ára gamall. Segir frá samastarfi við Atla Viðar Jónsson og söng sinn á Hótel Borg, og í framhaldi af því söng með hljómsveitum í Reykjavík. Segir frá kynnum sínum af Ragnari Bjarnasyni og Hauki Morthens.
Segir frá kynnum sínum af Hauki Morthens.
Segir frá söng sínum í dag, orðinn 73 ára. Segir frá er hann söng inn í kvikmyndina Börn náttúrunnar.
Segir frá starfi sínu við að byggja upp og endurgera kirkjugarða og ósk sinni um að látnum sé sýnd virðing með því að viðhalda kirkjugörðum. Talar um vinnu sína við kirkjugarðinn í Búðardal. Segir frá er hann tók í gegn minnismerki Jóns frá Ljárskógum. Segir er hann hitti séra Gunnars Björnsson í Holti í Önundarfirði og gerði upp garðinn þar. Segir frá Sigurði Helgasyni og steinsmiðju hans í Kópavogi.
Segir frá er hann tók í gegn kirkjugarðinn á Hrafnseyri. Segir frá er hann kom fyrir steini í kikjugarðinum í Otradalskirkjugarði. Segir frá er hann keypti myndaskjöld sem er af Jóni Sigurðssyni.
Segir frá enduruppbyggingu á kirkjugarðinum á Bíldudal.
Spurt sum starf hans fyrir kirkjuna á Bíldudal. Segir frá því er hann hætti þar og samskiptum við heimamenn. Rifjar upp er hann stóð fyrir því er reistur var minningarsteinn um hann Jón Kr. Íslfeld. Segir frá fyrsta embættisverki hans í tengslum við Þormóðsslysið. Segir frá Benedikt Benediktssyni vörubílstjóra og samstarfi þeirra.
Segir frá er hann kom altaristöflunni í viðgerð árið 1977 til Ponsi forvarðar. Segir frá því er Björn Th. Björnsson hélt ávarp þegar Muggur varð níræður. Þá rifjar hann upp kynni sín af Ríkarði Hörgdal forverði og vinnu hans við viðgerð á kirkjumunum Otradalskirkju. Þá segir hann frá vígslu minnismerkis um þá er fórust í Þormóðsslysinu.
08.09.2013
Jón Kr. Ólafsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 14.07.2014