Minningar úr Reykjavík og frá Patreksfirði

Æviatriði.
Segir frá skólagöngu í Reykjaskóla í Hrútafirði.
Segir frá föður sínum sem var veggfóðrameistari og bólstari.
Segir frá skömmtuninni og sínum fyrstu vinnutækifærum, launum og námi sínu í múraraiðn.
Segir frá atvinnuleysi í kreppunni og þegar hann fór til sjós.
Segir frá systrum sínum, Eygló og Helgu Victorsdætrum.
Segir frá fiðlu- og söngnámi Eyglóar systur sinnar. Segir þegar hann söng í Judas Maccabeus í Tripolibíó - söng í drengjakór.
Segir frá tónlistarnámi sínu.
Segir frá tónlist á heimilinu, móður sínni (Eygló Gísladóttir) og móðurbróður sínum (Reyni Gíslasyni). Segir frá að afi hans hafi spilað á selló.
Segir frá Reyni Gíslasyni píanóleikara. Segir frá afa sínum frá barnæsku og vísum sem hann kenndi honum og þóttu djarfar.
Segir frá systkinum sínum sem léku á hljóðfæri. Segir frá þegar hann ætlaði að ganga í Lúðrasveitina Svan.
Segir frá uppfærslunni á Judas Maccabeus.
Segir frá námi í Melaskólanum.
Spurt um þátttöku hans í kór.
Segir frá þegar hann flytur til Patreksfjarðar og hljómsveit sem hann söng í - Neistar og Gísli. Söng með þeim í ellefu ár. Segir frá meðlimum hljómsveitarinnar.
Sagt frá skemmtistöðum á svæðinu.
Segir frá þegar hann fór að syngja með kirkjukórnum og organistum. Segir þegar kórinn fór til Reykjavíkur og flutti Missa Brevis.
Segir frá organistum og Karlakór Patreksfjarðar. Segir frá kvartett sem hann og félagar hans stofnuðu. Segir frá karlakórnum sem strafar nú.
Segir frá þegar tónlistarskólinn var stofnaður.
Segir frá þegar þeir fengu norskan tónlistarkennara. Segir frá því þegar safnað var fyrir blásturshljóðfæri fyrir 30 manna lúðrasveit.
Segir fra þegar Heiðakórinn var stofnaður.
Ræðir um íbúafjölda og ástæðu hnignunar. Segir frá uppgangi í samtímanum. Segir frá karlakórnum eins og hann er í dag.
07.09.2013
Gísli Victorsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 14.07.2014