Tómas Þorvaldsson við Bjarnargjá

Myndin er tekinn í hrauninu ofan við Stórhól. Það sést austur að Gerðarvallabrunnum og rásinni. Framkvæmdir við fiskeldi Skyggnisrétt og Hófsnesið í baksýn Fyrirhugað er að reisa fiskeldishús við Stórhóll. Hrafnagjá og Bjarnargjá.
Rætt er við Tómas Þorvaldsson sem bendir okkur á Stórhól og segir okkur frá næsta nágrenni. Mörkin milli stórjarðanna frá í gamla daga skilgreind.
Varðan við endann á Bjarnargjá.
Aðal beitilandið í gamla daga var við Stórhól. Gerðavallakriki. Gerðavallarbrunnur. Gerðavellir. Á Gerðavöllum eru rústir.
Hestaklettur. Skyggnir og Skyggnisrétt. Litla og Stóra Bót. Stekkjarhóll. Járngerðarstaðir.
Katrínarvík og Sandvík. Hrafnagjá gengur inn á milli víkanna.
Vestur af Stórhól eru Tjarnirnar sem voru kallaðir Brunnar. Gönguleið Staðhverfinga lá þarna og síðar kom bílleið.
Allt svæðið frá Bjarnargjá að rásinni alveg upp í hraun og niður í sjó var aðal beitilandið.
Tómas sýnir okkur svæðið þar sem fyrirhugað er að fiskeldisstöðin rísi.
Hrafnagjá. Þar var yfirleitt hrafnshreiður. Hólarnir þar sem krían verpti.
Gjáin er ca. 200 m löng og gengur niður til sjávar.
Tómas tekur upp spýtu sem hann segir vera góða í klippara.
Það var oft þó nokkuð mikill reki allt frá Bjarnargjá eða Markhól og alveg heim að Akurhúsanef. Rekinn tilheyrði Járngerðarstaðar bæjunum þremur; Velli og Vallarhús, Garðhús og Vík.
Ströndin heitir Sandvík og Katrínarvík (er vestar). Svo kemur Kamburinn alla leið alveg framhjá Stekkjarhólnum. Svo þar fyrir austan eru Malarendar og Hásteinar.
Tómas rifjar upp strönd sem hafa átt sér stað eða þegar Alnabee strandaði.
Tóttarstekkjartún.
Sprungan sem gengur eftir Markhól heitir Bjarnargjá þar sem hún gengur til sjávar. Hún er nokkuð mikið styttri en Hrafnagjá.
Beitilandið var gott en það var alltaf rótnagað enda margt fé.
Það flæðir og fjarar í gjánni. Bjarni heitinn Sæmundsson, fiskifræðingur hafði gaman að því að fylgjast með lífinu í gjánni. Jón Jónsson, smali drukknaði í Bjarnargjá. Jón var mikill vinur krakkana á Járngerðarstöðum.
Tómas veltir fyrir sér sprungunum sem hann telur ná til Gerðarvallargrunna. Bjarnargjá sést til suð vesturs.
Tómas fór oft í göngur með Bjarna Sæmundssyni. Þetta voru eftirminnilegar ferðir. Bjarni skoðaði lífríkið við sjávarsíðuna sem og til heiða.
Sjá má vesturendann á Gerðarvallabrunnum. Grasi grónir bollar langt inn í hraun sem kýrnar sóttu. Það er nóg að bíta í hrauninu fyrir sauðkindina.
Sjá má Skyggnisrétt og Gerðarvellirnir.
Örnefnið Hálfnað er svo að segja nýtilkomið.
Gerðarvallarkriki og örnefnið Læknisklif en þangað gekk Kaldalóns, læknir.
Staddir fyrir vestan Gerðavallabrunna, Rásin, Hraunstekkir, Stekkur, Járngerðarstaðir.  Það var fært frá í Stekkjunum og ærnar mjólkaðar. María á Hliði sinnti þessum störfum.  
Þorbjörn í baksýn. Sæmundur og Sigríður á Járngerðarstöðum.
Myndin er tekin yfir Gerðavallabrunnana, Grindavík, Járngerðastaðahverfi, Austri, Rásin, Gerðavellirnir, Skyggnisrétt og Gerðavallabrunnarnir.
Tómast man vel eftir þessu landsvæði frá því hann var drengur. Hann rifjar upp húsdýrin sem þarna voru.
Ekið er framhjá staðnum Hálfnað en þar var yfirleitt stoppað og hvílt sig a.m.k. ef menn báru eitthvað.
Staurarnir sem sjást eru nýja rafmagnslínan sem var lögð út í Staðarhverfi vegna Fiskeldisstöðvarinnar.
Þarna sést Rásin og útfallið eða innfallið úr Gerðarvallabrunnunum,
Læknisklyf þ.e. skarðið í Klapparhólnum. Þangað gekk Kaldalóns, læknir nánast daglega. Sigvaldi og Margrét Kaldalóns en það var alveg sérstakur tími í sögu Grindavíkur þegar þau bjuggu þar.
Hæðirnar sem þarna sjást eru kallaðar einu nafni Gantar. En fremsti balinn er sá eiginlegi Ganti. Hraunstekkir á hægri hönd. Stórhóll blasir við yst.
Traðir þar sem vegurinn liggur núna. Járngerðastaðir. Tíðarhlið.
Umhverfið hefur breyst mikið frá því að Tómas var krakki.
Járngerðarstaðir og Vesturbærinn þar sem að Jórunn og Tómas bjuggu ásamt börnum sínum. Austurbærinn í miðjunni þar sem Margrét Sæmundsdóttir bjó ásamt syni sínum Eiríki. Stefanía og Þorvaldur, faðir Tómasar, bjó í þeim austasta.
Garðhús blasa við. Eitt stærsta og myndarlegasta húsið í plássinu í fyrri tíð. Í lokin sést eitt elsta húsið í plássinu.
19.09.1984
Tómas Þorvaldsson
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 28.05.2015