Ferð um Grindavík

Í þessu viðtali koma fram ýmsir heimildarmenn sem sumir eru nefndir með fornafni í samantektinni hér að neðan.
Lýsing. Gamla húsið í Garðhúsum. Gestahús Einars kaupmanns. Elsta húsið í Grindavík, byggt 1868.
Mynd af húsi.
Myndir teknar 1. júlí, farið að slá Garðhúsatúnið.
Hús Gunnars Tómassonar í byggingu, Krosshúsabrekkan og gamla kirkjan.
Fréttatilkynning birtist í dagblöðum 13. júlí. Náttúruverndarfélag Suðvesturlands auglýsir skoðunarferð um nágrenni Grindavíkur, laugardaginn 14. júlí.
Úti í Þórkötlustaðarnesi, fyrsti viðkomustaðurinn í ferðinni.
Einar, lítið um að hann réri þarna, komið nokkrum sinnum á trillu í svona veðri.
Nefna Hraunsvíkina. Hraunsvíkin byrjar austan við (nafn, óskýrt). Festarfjallið. Ágætt útsýnið til austurfjallanna.
Árni segir frá hvað hann réri mörg ár úr nesinu. Byrjaði 14 ára, 1905, að róðra á vertíð. Hélt því meðvitað alveg til 1946. Rúm 40 ár. Ekki gott að lenda, gott þegar bryggjan var komin, gátu tekið báta alveg upp.
Spurður hvenær bryggjan kom. Byrjað 1928, byrjað að róðra við bryggjuna 1929. Tók á annað ár að byggja hana.
Talar um skipin. 11 skip, þegar mest stóð á. Stóðu á svæðinu.
Smá tal. Sveitamenn þurrkuðu og söltuðu saltfisk, hérna voru þeir.
Korters gangur, 15-20 mínútur. Búið víðar í hverfinu. Langt á Hrauni. Lýsir húsi, austasta húsið með rauðu þaki.
Kona nefnir Gamla uppsátrið. Er á leið í rútu vestur í Staðarhverfi.
Vestur í Staðarhverfi, á Hvirflana, á leið út á Gerðistanga.
Traðirnar heim að Stóragerði. Fólk að skoða rústirnar þar sem Stóragerði stóð. Það fór í eyði 1918.
Fólk á staðnum, nefnir að „þetta hefur verið gert á síðustu tímum”.
Þarna er Litlagerði.
Staðarvörin. Hlaðið undir skipin, tekið á land. Sést til hriflanna, bryggjan og Arfadalsvíkin þar sem kaupskipin lágu forðum.
Kríuegg. Nefnir kríuna á hvirflunum.
Í Einisdal.
Talar um hraunið. Eldra hraun undir. Sömu hæð og tjarnir fyrir austan. Grunnvatnið. vatnið er sjóblanda. Eldra hraun komið úr Sandfellshæð. Einisdalur.
Hraunbolli. Skýring. Standa á öðru hrauni. Lýsing. Sama og við gjárnar austanmegin. Vatnsborðið, nefnir tjarnirnar fyrir austan. Vatnið fram undir hraunklöppinni. Hreyfing á vatni. Eldra hraun, hitt stansað. Smá bolli, gleymst að láta renna yfir. Þegar hraun kólnar, myndast sprungur í kring. Sprungur vegna kólnunar á hrauninu.
Vatnið, grunnt, þörungagróður í þessu, líffræðingar geta farið í það. Endar á að spyrja hvaða líf sé í þessu (ekkert svar).
Fólk að skoða. Jón Jónsoon, jarðfræðingur, sem sagði frá Einisdal.
Flóðfar, bendir í gras. Flóð og fjara. Stórstreymi. Saltgróður. Nefnir gróður í tjörninni. Fara ekki aftur hingað næsta laugardag. Fara í Keflavík, Garðinn og fleira.
Heilmikil líffræði í þessu. Einn þarna heitir Eiríkur.
Jón Jónsson segir að hann tók sýni úr gjá vesturfrá, meira en 2 kílómetra inni í landi, fyrir vestan gjánna sem vegurinn liggur yfir, það er gjá þarna ennþá norðar, í krikanum.
Maður, haldið að einhver hefði séð til hans þar, Jón nefnir, áreiðanlega hringt á lögregluna,taka vitlausan mann, veiðistöng, renndi í gjánna til að ná í sýni af vatninu. Vatnið ekki alveg ferskt. Var með 79 gpm.
Farið frá Einisdal og á að ganga út að Gerðavöllum við Rásina.
Farið yfir Rásina.
Sést inneftir, í átt til Gerðavallabrunna.
Nokkuð hátt í Rásinnni. Skyggnisrétt í suðri. Rásin, flóð.
Garður á Gerðavöllum. Fólk að skoða. Sagt að þetta sé frá tímum Júnkaranna. 14. og 15. öld. Engar heimildir til.
Á leið úr Selskógi. Ferðinni heitið vestur í Eldvörp, á að koma við í orkuverinu í Svartsengi.
Við þennan hól, þar sem skógurinn er, eru rústir, þar sem að sel hafa verið.
Minnisvarðinn, sem reistur var, um Ingibjörgu Jónsdóttur í Garðhúsum.
Ingibjörgu Jónsdóttur í Garðhúsum lýst. Brautryðjandi í skógrækt hér á þessum slóðum.
Fararstjóri talar. Var búið að bora mikið, 70 lítrar á sekúndu af vatni úr hverri holu, að losa sig við það, eitthvað svæði, jarðhitasvæðið, nota eitthvað á þurrkatímanum. Nefnir á, landamerkjaá milli El Salvador og Guatemala. Nýta, svæðið, nota fyrir vatn, nefnir eithhvað fyrir jurtir, flestar ef ekki allar.
Talar um holu, bora, leiða utan við jarðhitasvæðið, setja vatnið niður þar, kom í ljós að svæðið var þétt, þrýsta niður til að losna við það. Myndi kosta mikla peninga. Ráð, tekin önnur hola utan á svæðinu, vatnið látið fara niður, 160 metrar. 1750 metra dýpi.
Tvær ávalar bungur. Talar um Lágafell, merkileg eldstöð, vatnsafl, miklu dýpi.
Nefnir gönguleiðir. Gott að ganga á Sandfellsstað. Ýmislegt að sjá þar. Nefnir norðanmenn, dalinn sem liggur norðaustur-suðvestur.
Komnir að gufuholunni. Gufuholan er sú önnur öflugasta í heimi. Sú öflugasta er úti á Reykjanesi, Saltverksmiðjan ætlar að nýta smátt og smátt.
Heitar gufur sumstaðar, óþægindi. ekki setja puttann í rör, alls ekki fara niður í (einhvern stað, óskýrt).
Nefnir eitthvað eftir jarðhita. Þess vegna sem hér var borað.
Hópurinn á leið í útilegumannabyggðirnar, í Sundvörðuhrauni. Gengið frá Eldvörpum.
Skoða útilegumannabyggðir í Sundvörðuhrauni.
14.07.1984
Ekki skráð
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 26.05.2015