Á Þórkötlustaðanesi með Sigurgeir Guðjónssyni og Guðrúnu Einarsdóttur.

Fuglahljóð.
Myndir teknar úti í Þórkötlustaðanesi.
16 til 17 stiga hiti og einn besti dagur sumarsins til þessa.
Rústir um allt, það var búið í nesinu og róið fram yfir 1945, á trillum.
Tjaldur, lét ófriðlega, sennilega með hreiður einhvers staðar nálægt.
Gamalt spil sem trillur voru hífðar upp á, upp í naust.
Krakkar að klifra. Heyrist í tjaldi, lætur illa.
Gömul sundvarða.
Kengir steyptir niður. Bátar munu hafa verið bundnir í þá.
Bryggjan á nesinu.
Grásleppunet fram af bryggjunni. Veitt vel af grásleppu í vor. Margir bátar stundað grásleppuveiðar. Ísólfsskáli sést.
Skálamælifell.
Geitahlíð.
Krísuvíkurberg.
Þórkötlustaðahverfið og Húsafell.
Svartsengi, Þorbjörn.
Hús, hét Þórshamar.
Hér bjó Jóhann Pétursson, vitavörður á Hornbjargi, í eina tíð.
Sundvörðurnar. Átti að bera saman þegar siglt var inn Þórkötlustaðasund og að bryggju.
Rúst eftir fjárhús eða ískofa.
Fiskgarðar víða, líklega ævagamlir.
Festarfjall blasir við.
Þak sem hrunið hefur niður.
Víða skjólgóðar lautir í nesinu.
Fólk að sóla sig.
Sigurgeir í Hlíð.Segir frá því, til hvers fiskgarðarnir hafi verið notaðir. Gamla daga. Fiskur hertur. Flattur og breiddur á þessa garða. Garðar hlaðnir til þess að herða fiskinn á. Frá þeim tíma sem fiskurinn var hertur. Ævagamlir. Aldir síðan þetta var notað.
Sigurgeir segir frá spilunum. Sérstak. Eina spilið sem notað var til að spila upp bátunum. Olíuspilin. Voru úti í nesi. Svo kom þetta. Eina spilið sem notað var með olíu. Jón gamli Engilbertsson, aðallega, smíðaði þessi snúningsspil (eitthvað nafn). Þóttu mikil bót. Setja þetta á bakinu.
Lýsir aðferðinni. Tveir studdu, hinir gengu á spækurnar á spilunum, til að snúa þau upp. Vír sem snerist upp á þveran möndul.
Lýsir notkun boltanna, í hvaða tilgangi. Röðin. Sett eitthvað (kalkvattið? óskýrt) í þetta til að fá skipin í rétta staði í naustinu.
Röðin
Bryggjan. Sigurgeir segir frá því, þegar hann lenti við bryggjuna. Lenti tvisvar sinnum í Þórkötlustaðarnesi í brimi, gátu ekki lent heima. Bryggjan komin. Annað skiptið með pabba hans, á árum. Í hitt skiptið með bát sjálfur. Voru komnar vélar í seinna sinnið.
Segir frá lendingu. Ef brim, betra að lenda ef það var útsynningur. Þrautalendingin þarna, í útsynning, þegar ekki var hægt að lenda útfrá.
Varir. Vörin sem lagt var í og spilað upp. Upphaflega, í gamla daga, voru þetta varir, meðan seilað var. Fiskur seilaður áður en bryggja kom. Seilað í vörunum, fiskurinn. Svo upp á bakinu.
Nefnir úti á nesinu.
Hópur af ritum flýgur yfir nesið.
Gamall kálgarður.
Fiskgarðar.
Konur tala um dúkku, sem stúlka fékk í afmælisgjöf í fyrra. Lýsa dúkkunum sem eru strákur og stelpa. Fallegar. Amma hennar og afi gáfu henni dúkkurnar.
Guðrún Einarsdóttir segir frá Haraldi Blöndal. Ljósmyndari. Átti heima á Eyrarbakka. Að norðan. Sýslumannssonur. Tók margar myndir af Eyrabakka. Guðrún skoðaði nýlega myndir. Haraldur Blöndal var þarna (1915-30).
Nefnir múkkann. Verpir út um allt hraun, Þorbirni. Kannski frekar svartfuglinn, fer aldrei frá sjónum. Fýll nefndur. Nefnir máfinn, sveimar í kringum leikskólann, róluvöll. Étur allt. Át grásleppu sem Sigurgeir var með. Tala um grásleppu.
Sigurgeir stendur við þrær, notaðar til að pækilsalta fisk. Grunnur af skúr, sem þeir hafa verið frá.
Marel. Marel. Spóka sér í góða veðrinu. Alltaf daglega í göngutúra. Kunnugur hér. Nefnir hús, sem hann átti, Salthúsið.
Lýsir húsinu, sem hann átti. Þótti stórt. Byggt 1930, helmingurinn, og svo aftur 1935, það sem er steypt, framanvið.
Þetta voru fiskhús. Gerðu að. Söltuðu allan fiskinn, beyttu.
Lýsir húsinu, sem hann átti. Þótti stórt. Byggt 1930, helmingurinn, og svo aftur 1935, það sem er steypt, framanvið.
Halli nefndur. Halli, sonur hans Gísla sem var í Sævík.
Einkennilegt hvernig þokan er að skella yfir. Ekkert einkennilegt. Ekta hafísveðrátta.
01.07.1984
Sigurgeir Guðjónsson
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 26.05.2015