Árni Guðmundsson og Sigurgeir Guðjónsson ræða sjómennsku í Grindavík

Tveir gamlir sjómenn, Árni í Teigi og Sigurgeir í Hlíð spjalla saman. 16. september 1983. Ganga niður Buðlunguvörina í Þórkötlustaðahverfi. Ætla að ræða saman um sjómennsku.
Horfa yfir Buðlunguvör, þar sem Árni réri um margra ára skeið.
Réri með Guðmundi á Skála þ. h. v. 14 ára gamall.
Nafngreinir 3 klappir. (Jónsklöpp, og tvær á undan).
Buðlunguvör.
Segir frá því að koma skipunum upp.
Keflavíkurhús. (Duus-verslun átti). Fiskur saltaður, verkaður og fluttur í burtu.
Eyrarbakkahúsið.
1916. Réri hjá pabba hans. Róið með línu.
Segir frá sjómönnunum, sem verkuðu alla þorskhausa. Það var siður.
Talar um skipið sem Einar bróðir hans var á, ásamt öðrum.
Sýnir för, eftir kjöl, á klöppinni þar sem þeir ganga.
Vertíðir á áraskipum. 8 vertíðar, var með bát í 22 vertíðir. Skemmtilegt að vera á sjónum.
Lýsir því þegar Hjálmar heitinn setti niður eikarstykki, til að láta bátinn standa að framan. Mikið fiskað, mikið björg komið að landi úr Buðlungavör.
1929 lögðust róðrar af í Buðlungavör, þegar vélvæðingin kom í bátana.
Árni segir frá því, hver breytingin hefur orðið, síðan það var róið á árabátunum. Skipin falleg. Horfa á flaggskip flotans, Grindvíking, tignarlegt og stæðst af þeim.
16.09.1983
Árni Guðmundsson
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 20.05.2015