Minningar úr Bjarnarfirði

Viðtalið er tekið að hótelinu að Laugarhóli í Bjarnarfirði.
Æviatriði.
Segir frá fólkinu á heimilinu þegar hann var að alast upp. Systkinin voru 12 en 9 komust upp til fullorðinsára.
Ekki var búið á öllum jörðum „norður Bala“ þegar hann man eftir sér. Segir fra nokkrum bæjum sem búið var á norður ströndina. Í Bjarnarfirði bjó margt fólk á hverjum bæ, 7-10 manneskjur.
Samskipti voru mikil milli bæja í leik og starfi. Sundlaugin var byggð að mestu í sjálfboðavinnu. Byrjað var að byggja hana 1943 og kennsla hófst 1947. Sundfélagið Grettir var ungmennafélagið í sveitinni. Samtakamátturinn var mikill að byggja 25 metra laug, en engin dráttarvél var í sveitinni
Fyrsta dráttarvélin kom á hans heimili 1959. Man þó eftir vélum á Skarði og Svanshóli fyrir þann tíma.
Nútíminn kom í samfélagið með dráttarvélum og urðu við komu þeirra miklar breytingar í búskaparháttum. Menn sóttu gjarnan vinnu utan fjarðar. Eldri menn fóru á vertíð. Sagt var á Drangsnesi að þeir hafi „fundið upp grásleppuna“ en þar var fyrst verkuð grásleppa á Íslandi og varð Jón Pétur Jónsson. Var þessi útgerð eitt af aukastörfum. Kaupfélagið tók líka verkun. Eingöngu haus og kambi var hent. Hrogn voru söltuð í tunnur. Fiskurinn var saltaður eða látinn síga. Stærri grásleppan var látin síga en smærra var saltað í stafla líkt og saltfiskur. Var því svo pakkað í strigapoka. Einnig var saltað í tunnur. Bændur á suðurlandi keyptu gjarnan tunnusaltað grásleppu. Man eftir þýskri konu sem kom 1948, sem síðar bjó að suðurlandi. Hún hafði á orði að þau hefðu borðar signa grásleppu allt sumarið. Segir af annarri konu sem bjó á Drangsnesi sem vildi helst bara kartöflur.
Börn gengu í skóla í gömlum herbragga á Klúku. Mikil skíðamennska var á þeim árum. Bragginn var gamall skíðaskáli. Heimavistarbörn bjuggu í bragganum sem og kennarinn. Farskóli var áður á bæjunum til skiptis. Kennarinn hét Snæbjörn Einarsson frá Raufarhöfn og konan heitir Erika. Hann lét börnin syngja.
Til var orgel í skólanum og kennarinn spilaði á orgel. Lítið var um orgel á bæjum í sveitinni, en nokkuð um harmonikur. Þau komu síðar.
Fólkið hafði kirkjusókn á Kaldrananesi. Organisti var Árni Eyþór Jónsson á Hólmavík. Presturinn bjó á Hólmavík sem hét Andrés Ólafsson. Var síðar kirkjuvörður í Dómkirkjunni í Reykjavík.
Aðeins var einn dansleikur á ári í bragganum, í tengslum við sundmót héraðsins. Sundlaug hafði áður verið í Hveravík, en á nokkrum stöðum er volgrur. Um 50 gráðu heitt vatn kemur úr borholu í sundlaugina. Laugin við sundlaugina heitir Gvendarlaug. Boranir hafa haft áhrif á aðrar borholur á svæðinu.
Á dansleikjum í bragganum léku menn sem komu lengra að. Jón Jónsson á Drangsnesi, faðir Ara Jónssonar tónlistarmanns lék á harmonikku, faðir hans, Jón Pétur Jónsson, grásleppuverkandi stjórnaði einnig Átthagakór Strandamanna í Reykjavík. Steingrímur Loftsson á Stað lék einnig á harmonikku. Sigurgeir Guðmundsson á Drangsnesi lék einnig fyrir dansi. Magnús Jónsson frá Kollafjarðarnesi, organisti var einnig mikill tónlistarmaður. Faðir hans var prestur þar. Engin kórstarfsemi var í sveitinni utan kirkjukórs.
Vegur kom yfir Bjarnarfjarðarháls 1951. Áður voru slóðar sem voru slóðar.
Stundum voru sett upp leikrit. Skuggasveinn var settur upp fyrir hans tíð. Frasar úr leikritinu voru lengi fleygir í sveitinni. Nefnir dæmi.
Rifjar upp snjóflóðið í Goðdal sem var 12. desember 1948. Haft var eftir gamla bóndanum að hann hefði ekki viljað að byggt yrði hús þar sem íbúðarhúsið stóð. Hann mun hafa sagt að ekkert myndi gerast meða hann væri á lífi. Talað var um að bæjarstæðið væri álagablettur. Enginn álagablettur er í Klúkulandi. Á Svanshóli á að hafa sést ljós í eða við kletta. Þar voru fjárhús en enginn maður úti við. Einnig átti að hafa sést ljós hinum megin við ána frá Svanshóli. Faðir á að hafa heyrt tala margs fólks á ferð án þess að sjá nokkurn mann.
Í dagbókum föður hans er minnst á útvarp á Svanshóli. Fólk kom af öðrum bæjum til að hlusta á messu og stjórnmálaumræður. Fólk hlustaði mikið á útvarp enda eina sambandið við umheiminn fyrir utan símann. Náðu stundum sjónvarpsútsendingu frá Stykkishólmi með miklum loftnetum. Bestu skilyrði voru þoka en verstu norðurljós.
Menn urðu lítið varir við stríðið, nema í útvarpsfréttum. Herbragginn, sem var skólinn var keyptur frá Reykjaskóla í Hrútafirði. Einn maður var handtekinn í hreppnum, frá Kaldbak. Hann var Þjóðverji. Lenti í fangabúðum í Bretlandi. Hann kom aftur og bjó á Ísafirði. Hann mun hafa falið sig „frammi í Kaldbaksdal“. Segir nánar frá manninum.
Tundurdufl rak í Grímsey við Drangsnes, en þar var góður reki.
Í frásögn um afa hans, sem lést 1924 er sagt frá lagningu síma yfir Trékyllisheiði yfir í Djúpuvík. Ekki var þó sími á öllum bæjum lengi vel. Símstöð var á Skarði, sem ekki stendur lengur. Opið var í 2 tíma á dag. Segir sögu af símskeyti sem breyttist í meðförum - byggð var brú sem ekki átti að veita leyfi fyrir.
Viða er talað um að nútíminn hafi komið í kringum 1940. Aðdrættir voru mikð sjóleiðina, einkum þungavörur. Þegar brúin á Bjarnarfjarðará 1934 þá drógu karlar timburfleka upp ána til að stilla upp fyrir brúna. Gengu á hvorum bakka og drógu þá upp eftir ánni. Efnið var sett á land úti í eyjum í firðinum og fleytt þaðan. Í Strandapóstinum er sagt frá ferðum ljósmóður yfir ána í vatnavöxtum. Ferlög voru á hestum og gangandi. Finnst áin hafa minnkað undanfarin ár. Lítið hefur snjóað á láglendi undanfarin ár. Mikill snjóavetur var 1995. Þann vetur var ekki hægt að komast út á Drangsnes því ófært varð strax í förin. Fengu stundum vistir með snjóbíl. Hríð og skafbylur var meira og minna allan janúarmánuð, og varla rofaði til út marsmánuð.
Menn borðuðu hrossakjöt í Bjarnarfirði. Þó eru frásagnir af eldri mönnum sem ekki borðuðu hrossakjöt. Á heimili hans var borðaður allur matur sem til var. Rauðmaginn var nýmeti, reyktur og látinn síga. Grásleppan sem sigin. Hún var „kúluð“ sem kallað var. Þá var veiddur selur á sjávarjörðum og var hann mikil búbót. Látið var vita á öðrum bæjum og selnum deilt út á fólkið. Stundum veiddust um 100 kópar. Hendir aldrei mat. Selurinn var saltaður og súrsaður. Veiðimennirnir voru aðallega eftir skinninu. Spikið var saltað og geymt á dimmum stað geymist það vel. Kjötið var bæði borðað nýtt og saltað. Hreyfar voru sviðnir og súrsaðir.
29.04.2014
Pálmi Sigurðsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 8.08.2014