Minningar frá Ólafsfirði

Æviatriði
Segir frá skólagöngu og tónlistarkennslu þegar hann gekk í barnaskóla. Tónlistarskóli starfaði í bænum. Minnist á tónlistarkennara þegar hann var barn. Segir frá Auði Jónsdóttur.
Segir frá framhaldsnámi, miðskóla og Iðnskóla auk landsprófs. Fór 1960 í íþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Fór síðan í Kennaraskólann. Stundaði kennslu í 48 ár.
Hugurinn leitaði heim í Ólafsfjörð þar sem hjónin settust að.
Rifjar upp fyrstu ár sín á Ólafsfirði. Þegar hann gifti sig, 1963 voru til þrír bílar í ættinni. Þegar hann var barn voru aðeins vörubílar á Ólafsfirði. Engin lýsing var á götum bæjarins nema á götuhornum.
Stundaði skíðamennsku frá því hann var barn. Aðallega var æft stökk, kallað loftkast.
Segir frá hve lítið faðir hans var heima. Allir karlmenn fóru til suðurlands á vertíð á vetrum. Rifjar upp atvinnumöguleika heimamanna.
Leikir voru ekki aðeins bundnir skíðaíþróttinni. Fjörusandurinn var leikvöllur á sumrum. Lýsir leikjum í fjörunni. Lýsir leiknum Stikk sem þau léku mikið. Flöskutappar voru kallaðir húfur, eða stikkhúfur. Silungur gekk í torfum meðfram hafnargarðinum og var mikið veitt.
Miklir snjóar voru á vetrum og engir bílar í upphafi. Rifjar upp samgöngur og segir frá póstbátunum Esther og Drang.
Segir frá kaupfélaginu og öðrum verslunum sem voru á staðnum.
Segir frá Steini G. Hólm sem rak litla verslun og þær vörur sem hann seldi. Björn sagaði mikið út þegar hann var barn, og keypti sagarblöð hjá Steini. Í bænum var mjólkurbú um tíma, en hætti vegna samgönguleysis. Í dag starfa margir frístundabændur í firðinum.
Mikil tengsl voru við sveitina þegar hann var barn. Segir frá afa sínum og ömmu. Lýsir húsi þeirra og lífi og tengslin við fólkið í sveitinni.
Rifjar upp sögur sem fólk ræddi um í gamla daga. Rifjar upp þegar hann fór fyrst á dansleiki. Segir frá Jóni Árnasyni frá Syðri-Á, bjó á Kleifum. Jón lék einn á öllum dansleikjum á harmonikku. Segir frá þegar Jón og félagar hans fóru til Héðisfjarðar til að koma á dansleik. Lýsir sínum fyrstu kynni af dansleikjum. Sérstakir menn sáu um marseringar. Nefnir Björn Stefánsson skólastjóra sem stjórnaði marseringum.
Lýsir skemmtanalífi á staðnum. Segir frá stúkunni Áróru númer 82 og starfsemi hennar, m.a. leiksýningum sem settir voru upp.
Segir frá skíðaiðkun sinni. Varð íslandsmeistari árið 1965 í skíðastökki. Rifjar upp skíðamót og þátttöku sinni í þeim, allt frá árinu 1957. Lýsir mótinu 1958 á Kolviðarhóli. Lýsir æfingum sínum á Ólafsfirði. Segir frá skíðamótinu á Siglufirði 1959 sem fellt var niður vegna skæðrar flensu sem gekk yfir landið. Segir frá tréskíðunum sem hann keppti á. Segir frá mannskaðaveðrinu 1963 þegar ekki var keppt. Mikil aukning varð í skíðaírþóttinni á Ólafsfirði eftir mótið á Akureyri. Þá varð skíðagangan vinsæl og eignaðist Ólafsfjörður fjölda skíðagöngumanna, sem m.a. fóru á heimsleika. Börn þeirra eru margverðlaunað skíðafólk. Hefur áhyggjur af minnkandi íþróttaiðkun.
Segir nánar frá skíðum sem hann hefur átt. Skíði voru í fyrstu lökkuð og svo bónuð með Mjallarbóni. Skíðin runnu þó ekki vel í blautsnjó. Lýsir því hvernig velja skal áburð á gönguskíði.
Lýsir breytingum sem urðu þegar göngin komu út á Dalvík. Vegurinn fyrir Ólafsfjarðarmúla varð mikil samgöngubót. Hafa þó aldrei verið í miklum samskiptum við Dalvík. Sóttu meira til Akureyrar. Margir iðnaðarmenn á Akureyri komu frá Ólafsfirði. Sat í bæjarstjórn í 15 ár og kannast vel við umræðuna um staðsetningu gangnanna.
Mikil sprenging varð á staðnum í kringum 1970 þegar skuttogarar komu. Fjöldi nýrra íbúðarhúsa voru byggð. Lýsir breytingum sem orðið hafa síðan. Búsetuskylda sjómanna hafði mikil tekjuleg áhrif fyrir bæinn.
Ræðir um breytingarnar sem urðu við að göng komu til Siglufjarðar. Segir frá menntaskólanum á staðnum og sameinginu grunnskólanna. Tónlistarlífið blómstrar á stöðunum. Segir frá tónlistarkennurum og blómstrandi leikstarfsemi. Aukin tengsl eru milli bæjarfélaganna á Tröllaskaga.
06.11.2013
Björn Þór Ólafsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 16.12.2014