Viðtal 2 við Gísla Jóhannsson

Heima hjá Gísla Jóhannssyni, sem sagði frá því þegar hann var 16 ára og var á skútu, fór á hákarlatúr, hálfsmánaðartúr frá Hafnarfirði. Voru á leiðinni í land. Segir frá því, hvernig þetta endaði.
3 tíma, hífa draslið upp, inn í bugt.
Síðast á sjónum, miðja vegu milli Grænlands og Íslands. Á 200 faðma vatni.
Fengu ágætt á leiðinni, þar til þeir komu upp undir Látraröstina. Hvessa. Fengu sæmilegt. Yfir bugtina. Vindur, þyngja. Gaman. Gekk ári vel. Bara á seglum.
Lá á lunningu, mikill vindur, ekki stýrishús, stýrisveif eins og á opnu skipi.
Hvessti mikið. Fara yfir bugtina. Nefnir togara, fram úr. Bættist í vindinn. Bugtin. Segl. Vindinn. Blankalogn. Nefnir léttbátinn. Róa með skútuna inn á Hafnarfjörð.
Rak. Renna færi í bugtinni. Út af Hafnarfirðinum, langt út í bugt. Færi festist. Bátur, mikil ferð. Út í sjó. Nefnir skipstjórann, Gústi í Brjánsbæ kemur. Færi, stoppar. Eitthvað stórt. Náði því. 300 punda lúða.
Ágætis lúða, spikfeitt. Inn á bryggju í Hafnarfirði. Gekk út eins og skot. Seldu á bryggjunni.
Hákarlatúrinn gerði lítið. Hlutur Gísla, 15 kr. í 6 vikur, sem þeir voru í allt. Þótti ekki gott. Nefnir hárkarl, lifur, mikið verð á lýsi.
16 ára þegar þetta var. Átti að vera kokkur um borð. Kunni ekki að elda hafragraut.
Lýsing á því. Nefnir Jóhannes, mág sinn, kunni fagið. Ágætis matur. Lítið úrval. Talar um matinn.
Atlætið á skútunum. Yfirleitt ekki gott atlæti. Ekki auðhlaupið í land, skip, vindur, þurfti að vera liðugt.
Skútan var rúm 30 tonn. Vélarlaus. Tvístefnungur. Lýsir stýrinu, stýrisveif. Stýrt í blökkum. Stýrði lítið, nema í blankalogni. Kom aldrei að stýrinu.
Gísli segir frá því, hvenær hann byrjaði að róa fyrst. Ráðin smali/léttadrengur að Hafsteinsstöðum í Skagafirði. Leiddist í sveit. Fékk að fara eftir 4 ár.
Átti heima á Litlaseli í Reykjavík. Ekki Reykvíkingur. Eyrbekkingur. Fór norður í sveit. Á 10. árinu þegar hann fer.
Í sveitinni. Lýsing. Sitja yfir kindum, mjólkaðar í kvíum. Fráfærur. Passaði meiri partinn af sumrinu. Líða á sumrið, hafa uppi í girðingu, fór ekkert. Er þarna í 4 ár. Fer svo.
Æstur að komast heim. Nefnir mömmu hans, dáin þá. Fer með skipi suður. Smjör í kassa, föt, saltkjöt, átti að færa pabba sínum. Aurar. Appelsínur, ekki smakkað síðan í Reykjavík.
Var á sauðskinnsskóm.Talar um þann sem átti að líta eftir honum, sá hann aldrei. Nefnir borðsalinn. Kalt á leiðinni einu sinni, segir frá því, skór, lappir, miðstöð. Sokkaleystar. Fara á Ísafjörð. Talar um nokkra karla sem keyptu skó á hann.
Brúnir skór, allt of stórir. Var á 13. árinu þegar þetta var.
Fóru frá Sauðárkróki. Skipið var Sterling. Gamli/eldgamli/fyrsti Sterling.
Á leiðinni suður, eitthvað markvert. Fólk að spila í borðsalnum á leiðinni. Mikið spilað í þá daga. Gerðist ekkert sérstakt.
Fyrsta sjóferðin hans. Fór með Gullfoss gamla, Sauðárkrók, norður.
Þegar hann fer að róa fyrst. Lýsing. Tálknafjörður. Kemur heim. Nefnir pabba hans í Reykjavík. Veit ekki hvar hann á hema. Tapaði dótinu sínu um borð. Komst aldrei til skila. Nefnir aftur pabba sinn. Dótið fannst ekki. Sá sem átti að passa hann hafði hirt það.
2 nætur án þess að hitta pabba sinn. Þvælast í bænum, á götunni. Ekkert að éta. Þekkti engann. Svaf undir uppskipunarbát vestur í bæ. Ekki nótabátur. Vestur á Granda. Talar um gamla konu, ösku út á hauganna. Spjalla saman. Segist þekkja pabba hans. Hann á heima á Litla-Seli.
Fer og bankar upp á. Fyrst inn með gömlu konunni. Hann fer. Kveður hana.
Bankar upp. Maður kemur út. Um 8 leytið, um morguninn. Um haust. Seint í október. Kalt í veðri. Vel búinn. Vaðmálsfötum, eins og strákar í sveit, í góðri peysu, ullarsokkum og brúnu skónum, nefnir karlana um borð.
Nefnir Einar, sem bjó niðri. Nefnir pabba hans, ætti heima uppi á lofti. Hittir á pabba sinn þar, bjó á loftinu, nefnir ráðskonu.
Um vorið, pabbi hans ræður sig vestur í Tálknafjörð. Nefnir Ólaf, sem var með skipið. Gísla komið fyrir hjá Guðmundi, kallaður Guðmundur Rauði. Hjá honum um sumarið. Nefnir pabba sinn. Sjóróðrar. Út með tálknanum. Kofi hlaðinn upp úr grjóti. Lýsing á honum. Legið/sofið á grjótbálkum, hey.
Lýsing á sjóklæðunum.
4 á þessum bát. Róið, árar. Rétt út fyrir tálknann, með línu. Beyttur kúfiskur. Hafður í landi, skera úr honum.
Ekki farið á sjó, gott veður, sitja í skutnum, skera úr, í bátnum. Kveljandi leiðindi, utan í fjallinu, enginn hræða, kind. Rigning. Skinnklæðin.
Matur. Lítið. Lýsing. Steinbítur, ýsa, koli. Svart kaffi með molasykri. Ágætt. Engin eldamennska. Kaffið, mest rót.
Héldu til. Ekki allt sumarið. Heim á hverjum laugardegi. Yfir helgar, sunnudagskvöldi. Sóttur matur einu sinni um helgar.
Gott að komast í burtu um helgar. Nefnir karlinn, nefnir pabba hans. Út á Tálknafjörð. Eyrarhús, pabbi hans var þar. Aldrei heim til Gvendar.
Fékk gott, þegar hann kom heim þarna. Gráðugur í allt sætindi. Jólakökur með rúsínum í, voða gott. Vellingur. Grjónagrautur með rúsínum í.
Afrakstur eftir sumarið, kaup. Ekki eina krónu. Segir frá því. Fengi bara að éta. Lifað á þessu trosi. Kostaði báðar ferðirnar. Mallaði ekkert. Ekki inn í kofan. Úti í stólki að skera úr, þegar hann var í landi.
Ekki komið þarna síðan.
Tóbakið.
Ekki til Grindavíkur skömmu seinna, eftir að hafa verið á skútunni.
Kemur frá Tálknafirðinum, hausta. Verttíð í Sandgerði. Að beyta alla vertíðin. 50 krónur yfir þá vertíð. Þótti lítið. Karlarnir voru með 300 krónur eftir vertíðina.
Nefnir garðinn, fór þangað eftir vertíðina. Var hjá Gísla Sighvatssyni í 2 ár. Lítið kaup fyrir mikla vinnu. Vinna mikið.
Lýsing á því. Vertíð, upp á heilan hlut, fyrir hann, á bát. 100 krónur yfir árið. Í kringum 1919 eða 1920.
Erfiðast að vera um ævina, í sambandi við aðbúnað og vinnu. Lýsir því. Stöðvarfjörður, svarta þoka heila sumarið. Á línu. Beytti 1200 króka, gerði að fiskinum, nefnir karl, 2, á skekktu (?), fiskuðu 80 skippund yfir 4 mánuði. Mokfiskirí. Mikði erfitt.
Silgdi lítið á stríðsárunum. Einn túr, einu sinni. Ekkert gaman af því.
Lét tattúvera sig í Grindavík. Danskur maður gerði það. Kallaður Óli danski, var hjá Dagbjarti eina vertíð. Hann sjálfur, Kiddi á Bergi og Siggi bróðir hans, létu tattúvera sig. Ekkert gott.
Lýsir því, hvernig var tattúverað. Tók 3 tíma. Bólgnaði. Þótti sniðugt. Sá eftir þessu. Kostaði ekki neitt, nefnir landlegu.
Búin að vera í Grindavík síðan 1923. Var í Keflavík 7 ár samfleytt, kom strax aftur hingað. Gísli er 78 ára. Til sjós lengst af. Í 58 ár. Bæta net. Vinnur 8 tíma á dag.
21.09.1984
Gísli Jóhannsson
Ólafur Rúnar Þorvarðarson
Viðtöl Ólafs Rúnars Þorvarðarsonar

Uppfært 28.05.2015