Minningar úr Víkursveit

Viðtalið var tekið á heimili Sigursteins að Litlu-Ávík í Trékyllisvík.
Æviatriði.
Kaupfélg var í Norðurfirði og þurfti oft að fara á bát yfir Trékyllisvíkina til að sækja vistir. Stundum var gengið í Kaupfélagið. Enginn vegur var kominn á Gjögur þegar hann var barn en vísir að þorpi var á Gjögri þá. Lítil verslun var á Gjögri svo og í Djúpuvík. Afurðir voru lagðar inn í Norðurfirði. Voru með um 80 fjár.
Þegar hann fæddist var búið í gamla bænum sem var torfhús með torfþaki. Þegar móðir hans giftist Guðjóni Jónssyni (sinni maður hennar) og flutti hún til hans í nýtt hús.
Gekk í skóla að Finnbogastöðum í fjóra vetur. Nemendur bjuggu í heimavist.
Sjaldan var farið í Djúpuvík. Ef farið var suður var farið með strandferðaskipum sem komu við á öllum höfnum. Lengst af sigldi Skjaldbreið, þá Herðubreið og Hekla. Samgöngur voru litlar landleiðina. Pósturinn kom hálfsmánaðarlega. Flóabátur kom síðar á Gjögur og í Ingólfsfjörð. Útibú frá Djúpuvík var í Ingólfsfirði.
Samskipti voru lítil við firðina fyrir norðan vegna einangrunar. Meiri snjóar voru þá. 1995 var síðar alvöru snjóaveturinn.
Samgöngur suður með ströndinni kom haustið 1965 en formlega vorið 1966. Veiðileysuháls er mikið hindrun enn. Grjóthrun er algengt á leiðinni.
Eitt sinn fór grjót í gegnum flutningabíl á leiðinni. Bílstjórinn slapp.
Útvarp kom snemma á bæinn knúið af batteríum sem send voru til hleðslu. Mikið var hlustað á útvarp, m.a. messur, en ekki var sungið með nema húsmóðirin.
Kennari hans var Kjartan Hjálmarsson í barnaskóla og Böðvar Guðlaugsson, einn hét Trausti. Börnin voru látin syngja.
Ekki var leikið á hljóðfæri á heimilinu en nokkrir spiluðu á harmonikku og munnhörpu. Böll voru haldin yfir sumarið í Árnesi. Böðvar og Rögnvaldur í Ófeigsfirði léku á dansleikjum, og Gísli á Steinsstöðum. Í sveitinni var aldrei hljómsveit. Engir kórar voru í Árnesi. Gyða Guðmundsdóttir á Finnbogastöðum lék á orgel kirkjunnar og hver söng með sínu nefi.
Nokkuð var um að leikrit væru sett á svið.
Nokkuð um að menn vær pólitískir. Oft voru haldnir framboðsfundir í hreppnum og komu þá öll framboðin saman. Hermann Jónasson kom stundum ríðandi yfir heiði.
Hefur aldrei haft drauma um að komast í burtu. Var part úr þremur vetrum burtu í lok 6. áratugarins. Það voru fyrstu aurarnir sem hann sá. Langaði aldrei til útlanda. Fór einu sinni til Kúlúsúk með hópnum sem fór frá Gjögri með Arnarflugi. Hefur aldrei komið til meginlands Evrópu.
Hefur mikið sinnt rekavið. Áraskipti hafa orðið á því hve mikið hefur rekið. 1965 voru hafþök á ís og haustið eftir rak mikið. Mikið nýtt á öllum bæjum. Algengt var að kynnt væri með við, en dregið hefur úr því. Viður sem liggur á grasi fúnar. Megnið af því sem rekur er fura og síðan rauðaviður, sem er Síberíulerki og vex austarlega í Síberíu. Er gott gluggaefni og í parket. Fyrst var allt sagað á höndum með langviðarsög. Annar maðurinn var uppi á lofti og hinn niðri. Náði því að saga með slíkri sög með stjúpa sínum. Síðan komu hjólsagir. Allt upp í 10 borð komu úr hverju tré. 1994 keypti hann með öðrum bandsög þar sem saga má miklu nákvæmar. Efnið var notað í klæðningar á sumarbústaði. Hefur sagað mikið fyrir Sólheima í Grímsnesi. Rekaviður hefur alltaf verið búbót.
Algengt var að kópum úr Ófeigsfirði væri dreift á bæina, en lítið um að selur væri veiddur í Árnesi. Selspikið var saltað. Engin hefð var fyrir að skjóta sjófugl. Refaskyttur hafa verið í víkinni en refurinn kom á sjötta áratugnum í hreppinn. Tófa sést af og til.
Mannfjöldi hefur staðið í stað undanfarin ár en lítil endurnýjun hefur verið. Um 500 manns voru meðan síldin var verkuð í Djúpuvík. Starfsemin í Ingólfsfirði kom síðar en náði ekki að komast á flug.
Er bjartsýnn á að ungt fólk vilji taka við búskap á staðnum. Aðallega er verið með fjárbúskap, en áður voru kýr á bæjunum til heimilisnota. Síðustu kýrnar fóru árið 2006. Góð beitarlönd eru á heiðunum en þola takmarkaðan fjöld. Helst með ströndinni og í dalverpum. Áður var beitt í fjöru á haustin en hætt þegar farið var að rýja á haustin. Fjöldi ferðafólks hefur aukist síðustu árin. lítið var um silungsveiði. Er ekki á leið til útlanda.
27.04.2014
Sigursteinn Sveinbjörnsson
Bjarki Sveinbjörnsson
Viðtöl Bjarka Sveinbjörnssonar

Uppfært 8.08.2014